Pavel: Kem í besta falli inn í úrslitakeppnina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. febrúar 2015 13:54 Pavel fylgist með lokamínútum leiksins gegn Stjörnunni. Vísir/Þórdís Inga „Það er engin nánari greining komin á meiðslunum. Ég er enn að bíða eftir því að komast í ómskoðun," segir KR-ingurinn Pavel Ermolinskij en meiðslin sem hann varð fyrir í bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni um helgina hafa valdið heilabrotum.Sjá einnig: Stjarnan bikarmeistari 2015 Eins og áður hefur verið fjallað um rann Pavel til á lokamínútum leiksins gegn Stjörnunni um helgina. Garðbæingar urðu svo bikarmeistarar eftir æsilegan lokasprett en Pavel neyddist til að fylgjast með öllu saman af hliðarlínunni. „Mín fyrstu viðbrögð eftir að þetta gerðist að þetta væri aftan í læri enda fann ég að það var eitthvað sem gaf sig,“ sagði hann við Vísi í dag.Hér er beðið um skiptingu fyrir Pavel.Vísir/Þórdís Inga„Hins vegar er ég með fullan styrk aftan í lærinu. Ég finn það alveg. En það eru svo vissar hreyfingar sem framkalla mikinn sársauka og get ég ekki sagt að þetta sé hefðbundin meiðsli aftan í læri.“ „Fyrsta mál á dagskrá er að komast að því hvers kyns meiðslin eru nákvæmlega og vonandi kemur það í ljós í ómskoðuninni. Þangað til er lítið hægt að gera. Það er líka afar einkennilegt að finna fyrir sársauka en geta ekki staðsett hann nákvæmlega.“Sjá einnig: Hannes: Vitum ekki hvort að dúkurinn var til vandræða KR getur tryggt sér deildarmeistaratitilinn með sigri á botnliði Skallagríms á morgun ef Tindastóll tapar fyrir Grindavík á sama tíma. Fjórar umferðir eru eftir af deildarkeppninni og má heyra á Pavel að hann er ekki bjartsýnn á að geta tekið þátt í þeim. „Ég er auðvitað ekki læknir sjálfur en það kæmi mér mjög á óvart. Ég hef reynslu af svona meiðslum og mig grunar að þetta verði einhver tími sem ég verð frá. Ég vona auðvitað að ég spili með í úrslitakeppninni en eins og staðan er nú lít ég á það sem allra besta raunhæfa kostinn í stöðunni.“ „Kannski að maður sé full neikvæður gagnvart öllu saman. Það er auðvitað betra að vera jákvæður en það er of snemmt að segja til um hvernig þetta þróast.“ Körfubolti Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Sjá meira
„Það er engin nánari greining komin á meiðslunum. Ég er enn að bíða eftir því að komast í ómskoðun," segir KR-ingurinn Pavel Ermolinskij en meiðslin sem hann varð fyrir í bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni um helgina hafa valdið heilabrotum.Sjá einnig: Stjarnan bikarmeistari 2015 Eins og áður hefur verið fjallað um rann Pavel til á lokamínútum leiksins gegn Stjörnunni um helgina. Garðbæingar urðu svo bikarmeistarar eftir æsilegan lokasprett en Pavel neyddist til að fylgjast með öllu saman af hliðarlínunni. „Mín fyrstu viðbrögð eftir að þetta gerðist að þetta væri aftan í læri enda fann ég að það var eitthvað sem gaf sig,“ sagði hann við Vísi í dag.Hér er beðið um skiptingu fyrir Pavel.Vísir/Þórdís Inga„Hins vegar er ég með fullan styrk aftan í lærinu. Ég finn það alveg. En það eru svo vissar hreyfingar sem framkalla mikinn sársauka og get ég ekki sagt að þetta sé hefðbundin meiðsli aftan í læri.“ „Fyrsta mál á dagskrá er að komast að því hvers kyns meiðslin eru nákvæmlega og vonandi kemur það í ljós í ómskoðuninni. Þangað til er lítið hægt að gera. Það er líka afar einkennilegt að finna fyrir sársauka en geta ekki staðsett hann nákvæmlega.“Sjá einnig: Hannes: Vitum ekki hvort að dúkurinn var til vandræða KR getur tryggt sér deildarmeistaratitilinn með sigri á botnliði Skallagríms á morgun ef Tindastóll tapar fyrir Grindavík á sama tíma. Fjórar umferðir eru eftir af deildarkeppninni og má heyra á Pavel að hann er ekki bjartsýnn á að geta tekið þátt í þeim. „Ég er auðvitað ekki læknir sjálfur en það kæmi mér mjög á óvart. Ég hef reynslu af svona meiðslum og mig grunar að þetta verði einhver tími sem ég verð frá. Ég vona auðvitað að ég spili með í úrslitakeppninni en eins og staðan er nú lít ég á það sem allra besta raunhæfa kostinn í stöðunni.“ „Kannski að maður sé full neikvæður gagnvart öllu saman. Það er auðvitað betra að vera jákvæður en það er of snemmt að segja til um hvernig þetta þróast.“
Körfubolti Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Sjá meira