Lífið

Svakaleg stemmning þegar Gísli Pálmi tróð upp á KEXPort

Atli Ísleifsson skrifar
Gísli Pálmi fyrr í kvöld.
Gísli Pálmi fyrr í kvöld. V'isir/Tryggvi
Mikill fjöldi fólks er nú saman kominn á tónleikunum KEXPort sem fara nú fram í Reykjavík. Að sögn gesta var mikil stemning, en Gísli Pálmi var að klára að flytja nokkur lög.

Tónleikarnir hófust á hádegi og standa yfir til miðnættis. Fara þeir fram í portinu fyrir aftan Kex Hostel.

Sóley, Hljómsveitin Valdimar, Agent Fresco, Ojbarasta, Emmsjé Gauti, Gísli Pálmi, Rökkurró, Kælan mikla og Teitur Magnússon eru á meðal tónlistarmanna sem hafa troðið upp eða troða upp á tónleikunum.

KEXPort er haldið í ár í fjórða skiptið en tónleikarnir komu til vegna samstarfs Kex Hostels og bandarísku útvarpsstöðvarinnar KEXP.

Sjá má beina útsendingu frá tónleikunum að neðan.

Vísir/Tryggvi
Vísir/Tryggvi
Vísir/Tryggvi

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×