Ferðamenn sendir í garða fólks til að gera þarfir sínar: "Væri fínt að vera með háþrýstidælu til að spúla liðið“ Atli Ísleifsson skrifar 18. júlí 2015 22:03 Ingunn Snædal segist ekkert botna í hegðun fólksins. Myndir/Ingunn Snædal „Þetta er svona á hverju einasta sumri og þetta er okkar veruleiki. Við höfum oft grínast með það að það væri fínt að vera með háþrýstidælu til að spúla liðið þegar það er að fara að gyrða niður um sig hérna fyrir framan,“ segir Ingunn Snædal sem birti mynd á Facebook-síðu sinni fyrr í kvöld af rútu ferðaþjónustufyrirtækis, en íslenskur fararstjóri hafði sent ferðamennina upp í garð til foreldra Ingunnar til að gera þarfir sínar. Rútan Ferðamiðlunar stoppaði á plani við Skjöldólfsstaði, austur í Jökuldal, um kvöldmatarleytið í kvöld en bærinn stendur við þjóðveg 1.Fararstjórinn ekki með nein svör „Við vorum bara heima að horfa á sjónvarpið, horfum út á planið þar sem er bensínsjálfsali og sáum þá hvað var að gerast. Þá sá maður fólkið fara upp í og úr garðinum. Pabbi fór þá út og talaði við fararstjórann sem var íslensk kona. Pabbi var skiljanlega heldur óhress með þetta allt, eiginlega alveg brjálaður. Fararstjórinn var þá svakalega frek, ekki með nein svör og dónaleg á móti.“ Ingunn segir að þau hafi áður hringt í ferðaskrifstofur og beðist undan því að fá svona sendingar. „Viðbrögðin hafa verið misjöfn. Ég er ekki lengur með tölu á því hvaða ferðaskrifstofur þetta eru. Maður hringir kannski í eitthvað númer sem er gefið upp – stundum vísa menn hver á annan og enginn ber ábyrgð á neinu, stundum biðjast menn afsökunar í bak og fyrir. Núna náðum við í einhverja stúlku sem svaraði í símann hjá þessu fyrirtæki. Þegar maður flettir þessum fyrirtækjum upp á netinu þá sér maður að þetta eru ekki mjög stöndug fyrirtæki. Þetta er bara einhver „basic“ heimasíða og svo farsímanúmer þannig að það er ekki alltaf mjög mikið á bakvið öll þessi ferðaþjónustufyrirtæki. Maður veit ekki endilega við hvern maður er að tala. Það eru allir í þessum ferðaþjónustubransa að reyna að græða,“ segir Ingunn.Mynd/Google MapsIngunn segist svo sjálf ákveðið að fara út og taka mynd af bílnum. „Um leið og ég kom út sá ég fjóra útlendinga sem höfðu verið hérna á bakvið hús og ég sagði „What are you doing?!?„ Þeir svöruðu bara „We don‘t understand English.“ Ég held samt að þeir hafi skilið alveg nóg. Þetta er mjög skrýtið og ólýsanlega ömurlegt.“ Hún áætlar að þetta hafi verið milli tíu og fimmtán ferðamenn sem hafi farið upp í garðinn til að gera þarfir sínar. „Þeir eru bara sendir hingað. Þeim er sagt að fara hérna upp í garðinn. Það er bara þannig.“Voru þau bæði að gera númer eitt og tvö?„Ég hef ekki hugmynd um það. Ef ég á að segja alveg eins og er þá er ég ekki á leiðinni út í garðinn á næstunni. Mig langar það ekki. Þetta er svona trjágarður og það er ekki slegið á milli trjánna og svona. Það er hátt gras og ég er svo sannalega ekki að fara að vaða kúk hérna. Mér er í raun alveg sama hvort það er. Það er okkar reynsla að ef fólk ætlar að pissa þá gerir það það hérna á hlaðinu. Það er ósjaldan sem fólk pissar hérna á hlaðinu fyrir framan hjá okkur – rífur niður um sig á bílastæðinu og pissar. Það er bara daglegt brauð. Þegar fólk er að fara svona upp í garð þá er er það ekki síður til að gera númer tvö. Mig langar ekki til að leita að því. Nákvæmlega ekki neitt.“Önnur lögmál Ingunn finnst þessi hegðun svo ótrúlega dónaleg. „Ég hugsa að ég yrði nú tekin föst ef ég kæmi til Reykjavíkur og færi inn í garð í Bústaðahverfinu og gyrti niður um mig. Ég hugsa að það yrði kallað á lögreglu. Af því að þetta er úti á landi þá er eins og það gildi allt önnur lögmál, enginn einkaréttur og svo framvegis. Ég skil þetta heldur ekki. Ef ég væri í útlöndum þá færi ég ekki upp að einhverju íbúðarhúsi, leysti niður um mig og til að gera þarfir mínar. Bara aldrei! Svo er maður niðri á bensínplaninu og í 200 metra fjarlægð er hótel, bændagisting, kaffihús, salerni. Þau horfa beint á skiltið en samt eru ferðamennirnir sendir upp í garð til okkar.“Uppfært 11:30: Rétt er taka fram að rútan er í eigu Hópferðabíla Akureyrar, en leigð ferðaskrifstofunni Ferðamiðlun. Framkoma ferðamannanna og fararstjóra er alls ekki á ábyrgð eða vegum Hópferðabíla Akureyrar.Þetta fína fólk frá ferðaskrifstofunni Ferðamiðlun, stoppaði við bensíntankinn hjá okkur í kvöld og sendi alla ú...Posted by Ingunn Snædal on Saturday, 18 July 2015 Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Leiðsögumenn beina ferðalöngum frá salernum Engin leið sé að koma í veg fyrir sóðaskap sumra ferðalanga segir í yfirlýsingu frá starfsfólki þjóðgarðsins á Þingvöllum. 15. júlí 2015 17:06 Búast má við að fleiri vilji fylgja fordæmi Þingvallanefnda um gjaldtöku Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum segir ákvörðun um þjónustugjöld á Þingvöllum gefa ákveðið fordæmi fyrir því að rukkað verði gjald fyrir þjónustu á ferðamannasvæðum 11. júlí 2015 18:22 Salernisgjald lagt af í Þingvallaþjóðgarði Formaður Þingvallanefndar segir illa ganga að rukka inn á salernin á Hakinu. 16. júlí 2015 07:00 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Sjá meira
„Þetta er svona á hverju einasta sumri og þetta er okkar veruleiki. Við höfum oft grínast með það að það væri fínt að vera með háþrýstidælu til að spúla liðið þegar það er að fara að gyrða niður um sig hérna fyrir framan,“ segir Ingunn Snædal sem birti mynd á Facebook-síðu sinni fyrr í kvöld af rútu ferðaþjónustufyrirtækis, en íslenskur fararstjóri hafði sent ferðamennina upp í garð til foreldra Ingunnar til að gera þarfir sínar. Rútan Ferðamiðlunar stoppaði á plani við Skjöldólfsstaði, austur í Jökuldal, um kvöldmatarleytið í kvöld en bærinn stendur við þjóðveg 1.Fararstjórinn ekki með nein svör „Við vorum bara heima að horfa á sjónvarpið, horfum út á planið þar sem er bensínsjálfsali og sáum þá hvað var að gerast. Þá sá maður fólkið fara upp í og úr garðinum. Pabbi fór þá út og talaði við fararstjórann sem var íslensk kona. Pabbi var skiljanlega heldur óhress með þetta allt, eiginlega alveg brjálaður. Fararstjórinn var þá svakalega frek, ekki með nein svör og dónaleg á móti.“ Ingunn segir að þau hafi áður hringt í ferðaskrifstofur og beðist undan því að fá svona sendingar. „Viðbrögðin hafa verið misjöfn. Ég er ekki lengur með tölu á því hvaða ferðaskrifstofur þetta eru. Maður hringir kannski í eitthvað númer sem er gefið upp – stundum vísa menn hver á annan og enginn ber ábyrgð á neinu, stundum biðjast menn afsökunar í bak og fyrir. Núna náðum við í einhverja stúlku sem svaraði í símann hjá þessu fyrirtæki. Þegar maður flettir þessum fyrirtækjum upp á netinu þá sér maður að þetta eru ekki mjög stöndug fyrirtæki. Þetta er bara einhver „basic“ heimasíða og svo farsímanúmer þannig að það er ekki alltaf mjög mikið á bakvið öll þessi ferðaþjónustufyrirtæki. Maður veit ekki endilega við hvern maður er að tala. Það eru allir í þessum ferðaþjónustubransa að reyna að græða,“ segir Ingunn.Mynd/Google MapsIngunn segist svo sjálf ákveðið að fara út og taka mynd af bílnum. „Um leið og ég kom út sá ég fjóra útlendinga sem höfðu verið hérna á bakvið hús og ég sagði „What are you doing?!?„ Þeir svöruðu bara „We don‘t understand English.“ Ég held samt að þeir hafi skilið alveg nóg. Þetta er mjög skrýtið og ólýsanlega ömurlegt.“ Hún áætlar að þetta hafi verið milli tíu og fimmtán ferðamenn sem hafi farið upp í garðinn til að gera þarfir sínar. „Þeir eru bara sendir hingað. Þeim er sagt að fara hérna upp í garðinn. Það er bara þannig.“Voru þau bæði að gera númer eitt og tvö?„Ég hef ekki hugmynd um það. Ef ég á að segja alveg eins og er þá er ég ekki á leiðinni út í garðinn á næstunni. Mig langar það ekki. Þetta er svona trjágarður og það er ekki slegið á milli trjánna og svona. Það er hátt gras og ég er svo sannalega ekki að fara að vaða kúk hérna. Mér er í raun alveg sama hvort það er. Það er okkar reynsla að ef fólk ætlar að pissa þá gerir það það hérna á hlaðinu. Það er ósjaldan sem fólk pissar hérna á hlaðinu fyrir framan hjá okkur – rífur niður um sig á bílastæðinu og pissar. Það er bara daglegt brauð. Þegar fólk er að fara svona upp í garð þá er er það ekki síður til að gera númer tvö. Mig langar ekki til að leita að því. Nákvæmlega ekki neitt.“Önnur lögmál Ingunn finnst þessi hegðun svo ótrúlega dónaleg. „Ég hugsa að ég yrði nú tekin föst ef ég kæmi til Reykjavíkur og færi inn í garð í Bústaðahverfinu og gyrti niður um mig. Ég hugsa að það yrði kallað á lögreglu. Af því að þetta er úti á landi þá er eins og það gildi allt önnur lögmál, enginn einkaréttur og svo framvegis. Ég skil þetta heldur ekki. Ef ég væri í útlöndum þá færi ég ekki upp að einhverju íbúðarhúsi, leysti niður um mig og til að gera þarfir mínar. Bara aldrei! Svo er maður niðri á bensínplaninu og í 200 metra fjarlægð er hótel, bændagisting, kaffihús, salerni. Þau horfa beint á skiltið en samt eru ferðamennirnir sendir upp í garð til okkar.“Uppfært 11:30: Rétt er taka fram að rútan er í eigu Hópferðabíla Akureyrar, en leigð ferðaskrifstofunni Ferðamiðlun. Framkoma ferðamannanna og fararstjóra er alls ekki á ábyrgð eða vegum Hópferðabíla Akureyrar.Þetta fína fólk frá ferðaskrifstofunni Ferðamiðlun, stoppaði við bensíntankinn hjá okkur í kvöld og sendi alla ú...Posted by Ingunn Snædal on Saturday, 18 July 2015
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Leiðsögumenn beina ferðalöngum frá salernum Engin leið sé að koma í veg fyrir sóðaskap sumra ferðalanga segir í yfirlýsingu frá starfsfólki þjóðgarðsins á Þingvöllum. 15. júlí 2015 17:06 Búast má við að fleiri vilji fylgja fordæmi Þingvallanefnda um gjaldtöku Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum segir ákvörðun um þjónustugjöld á Þingvöllum gefa ákveðið fordæmi fyrir því að rukkað verði gjald fyrir þjónustu á ferðamannasvæðum 11. júlí 2015 18:22 Salernisgjald lagt af í Þingvallaþjóðgarði Formaður Þingvallanefndar segir illa ganga að rukka inn á salernin á Hakinu. 16. júlí 2015 07:00 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Sjá meira
Leiðsögumenn beina ferðalöngum frá salernum Engin leið sé að koma í veg fyrir sóðaskap sumra ferðalanga segir í yfirlýsingu frá starfsfólki þjóðgarðsins á Þingvöllum. 15. júlí 2015 17:06
Búast má við að fleiri vilji fylgja fordæmi Þingvallanefnda um gjaldtöku Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum segir ákvörðun um þjónustugjöld á Þingvöllum gefa ákveðið fordæmi fyrir því að rukkað verði gjald fyrir þjónustu á ferðamannasvæðum 11. júlí 2015 18:22
Salernisgjald lagt af í Þingvallaþjóðgarði Formaður Þingvallanefndar segir illa ganga að rukka inn á salernin á Hakinu. 16. júlí 2015 07:00