Dustin Johnson enn efstur á St. Andrews - Lítið golf spilað í dag vegna veðurs 18. júlí 2015 20:40 Dustin Johnson hefur leikið sér að St. Andrews hingað til. Getty Miklir vindar og úrhelli gerði það að verkum að lítið golf var spilað á St. Andrews í dag. Leik var seinkað í morgun og fyrstu menn hófu ekki leik fyrr en eftir hádegi sem þýðir að Opna breska meistaramótið í ár klárast ekki fyrr en á mánudaginn en þetta er í fyrsta sinn síðan árið 1988 sem það gerist. Eftir 36 holur leiðir Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson á tíu höggum undir pari en hann hefur leikið hringina tvo á 65 og 69 höggum. Englendingurinn Danny Willett kláraði í gær og spilaði ekkert golf í dag en hann kemur á eftir Dustin á níu höggum undir pari. 20 kylfingar eru á innan við fimm höggum frá efsta sætinu og því geta margir gert atlögu að titlinum á lokahringjunum en Jason Day, Jordan Spieth, Adam Scott og Louis Oosthuizen eru þar á meðal.Tiger Woods náði ekki niðurskurðinum en hann endaði meðal neðstu manna á sjö yfir pari og þarf greinilega að vinna betur í leik sínum. Stöðu keppenda má sjá hér en bein útsending frá þriðja hring hefst klukkan 09:00 í fyrramálið á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Miklir vindar og úrhelli gerði það að verkum að lítið golf var spilað á St. Andrews í dag. Leik var seinkað í morgun og fyrstu menn hófu ekki leik fyrr en eftir hádegi sem þýðir að Opna breska meistaramótið í ár klárast ekki fyrr en á mánudaginn en þetta er í fyrsta sinn síðan árið 1988 sem það gerist. Eftir 36 holur leiðir Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson á tíu höggum undir pari en hann hefur leikið hringina tvo á 65 og 69 höggum. Englendingurinn Danny Willett kláraði í gær og spilaði ekkert golf í dag en hann kemur á eftir Dustin á níu höggum undir pari. 20 kylfingar eru á innan við fimm höggum frá efsta sætinu og því geta margir gert atlögu að titlinum á lokahringjunum en Jason Day, Jordan Spieth, Adam Scott og Louis Oosthuizen eru þar á meðal.Tiger Woods náði ekki niðurskurðinum en hann endaði meðal neðstu manna á sjö yfir pari og þarf greinilega að vinna betur í leik sínum. Stöðu keppenda má sjá hér en bein útsending frá þriðja hring hefst klukkan 09:00 í fyrramálið á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira