Lífið

Gísli Marteinn aftur á skjáinn í haust

Atli Ísleifsson skrifar
Gísli Marteinn Baldursson tók sér leyfi frá störfum í apríl á síðasta ári til að stunda nám við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum
Gísli Marteinn Baldursson tók sér leyfi frá störfum í apríl á síðasta ári til að stunda nám við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum Vísir/Vilhelm
Gísli Marteinn Baldursson mun snúa aftur á skjáinn í haust þegar hann byrjar með þátt á föstudagskvöldum í Ríkissjónvarpinu.

Kjarninn greindi frá þessu fyrr í kvöld. Borgarfulltrúinn og sjónvarpsmaðurinn tók sér leyfi frá störfum í apríl á síðasta ári til að stunda nám við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum, en hann hafði þá stýrt umræðuþættinum Sunnudagsmorgnum.

Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarpsins, segir í samtali við Kjarnann að þátturinn verði spjall- og viðtalsþáttur með áherslu á fréttir, dægurmál og menningu. Þar að auki muni Gísli Marteinn sinna öðrum verkefnum innan stofnunarinnar.

Þáttur Gísla Marteins, sem hefur enn ekki hlotið nafn, verður í beinni útsendingu á föstudagskvöldum að loknum kvöldfréttum RÚV.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×