Costco byrjar að ráða starfsmenn í upphafi næsta árs Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. júlí 2015 07:00 Costco hefur áform um að ráðast í framkvæmdir og stækka húsnæðið um 2.000 fermetra. Þeir Gunnar Einarsson og Steve Pappas skoðuðu sig um í Kauptúni í gær. vísir/stefán Bandaríska verslunarkeðjan Costo skrifaði í gær undir samning um kaup á húsnæði við Kauptún í Garðabæ. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að búist sé við því að verslunin verði opnuð sumarið 2016. Seljandi er félagið Sýsla, sem er í eigu bræðranna Sigurðar Gísla Pálmasonar og Jóns Pálmasonar. Að lokinni undirskrift fóru fulltrúar Costco hér á landi að Kauptúni til þess að skoða húsakynnin betur. Steve Pappas, svæðisstjóri Costco í Bretlandi og á Íslandi, er hér í sinni fimmtu ferð til landsins í tengslum við komu fyrirtækisins. Hann sagðist í samtali við Fréttablaðið vera mjög spenntur fyrir því að opna á Íslandi. Í tilkynningu sem Costco sendi frá sér í gær kom fram að ráðnir verða 160 starfsmenn héðan en stefnan er að þeir verði orðnir 250 eftir þrjú ár, þegar reynsla er komin á reksturinn. „Við væntum þess að byrja ráðningarferlið snemma á næsta ári,“ segir Pappas í tilkynningunni. Þegar Fréttablaðið náði tali af Pappas við Kauptúnið í gær sagði hann engin áform vera uppi um það að hefja rekstur á öðrum stöðum en í Kauptúninu í Garðabæ. Þannig verður Costco frábrugðin öðrum lágverðsmatvöruverslunum eins og Bónus, Krónunni eða Nettó, sem allar eru í íbúðahverfum. Pappas segir að Costco muni keppa við aðrar verslanir um verð og vöruúrvalið verði mikið. „Við erum meira en matvöruverslun,“ segir Pappas. Auk þess að bjóða upp á matvöru verður boðið upp á raftæki, bílavarahluti, dekk, húsgögn og fleira. Að auki er stefnt á að opnuð verði bensínstöð fyrir framan verslunina. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, segir ágætt að fá öflugt fyrirtæki í bæinn og að vonandi geti Costco rekið sína verslun með sóma og borgað góð laun. „En fyrst og fremst er þetta ávinningur, vonandi, fyrir neytendur á Íslandi að fá lægra vöruverð og meira úrval,“ segir Gunnar. Hann segir að Costco hafi áform um að stækka húsið örlítið í norður um tvö þúsund fermetra. Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira
Bandaríska verslunarkeðjan Costo skrifaði í gær undir samning um kaup á húsnæði við Kauptún í Garðabæ. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að búist sé við því að verslunin verði opnuð sumarið 2016. Seljandi er félagið Sýsla, sem er í eigu bræðranna Sigurðar Gísla Pálmasonar og Jóns Pálmasonar. Að lokinni undirskrift fóru fulltrúar Costco hér á landi að Kauptúni til þess að skoða húsakynnin betur. Steve Pappas, svæðisstjóri Costco í Bretlandi og á Íslandi, er hér í sinni fimmtu ferð til landsins í tengslum við komu fyrirtækisins. Hann sagðist í samtali við Fréttablaðið vera mjög spenntur fyrir því að opna á Íslandi. Í tilkynningu sem Costco sendi frá sér í gær kom fram að ráðnir verða 160 starfsmenn héðan en stefnan er að þeir verði orðnir 250 eftir þrjú ár, þegar reynsla er komin á reksturinn. „Við væntum þess að byrja ráðningarferlið snemma á næsta ári,“ segir Pappas í tilkynningunni. Þegar Fréttablaðið náði tali af Pappas við Kauptúnið í gær sagði hann engin áform vera uppi um það að hefja rekstur á öðrum stöðum en í Kauptúninu í Garðabæ. Þannig verður Costco frábrugðin öðrum lágverðsmatvöruverslunum eins og Bónus, Krónunni eða Nettó, sem allar eru í íbúðahverfum. Pappas segir að Costco muni keppa við aðrar verslanir um verð og vöruúrvalið verði mikið. „Við erum meira en matvöruverslun,“ segir Pappas. Auk þess að bjóða upp á matvöru verður boðið upp á raftæki, bílavarahluti, dekk, húsgögn og fleira. Að auki er stefnt á að opnuð verði bensínstöð fyrir framan verslunina. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, segir ágætt að fá öflugt fyrirtæki í bæinn og að vonandi geti Costco rekið sína verslun með sóma og borgað góð laun. „En fyrst og fremst er þetta ávinningur, vonandi, fyrir neytendur á Íslandi að fá lægra vöruverð og meira úrval,“ segir Gunnar. Hann segir að Costco hafi áform um að stækka húsið örlítið í norður um tvö þúsund fermetra.
Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira