Matthías Vilhjálmsson skoraði fyrir Start í kvöld í Íslendingaslag gegn Vålerenga.
Matthías kom Start í 2-1 á 53. mínútu en það dugði ekki til því Vålerenga jafnaði leikinn tveim mínútum síðar og tryggði sér svo sigur sex mínútum fyrir leikslok.
Matthías og Guðmundur Kristjánsson voru báðir í liði Start í kvöld en Ingvar Jónsson sat á bekknum.
Elías Már Ómarsson var á bekknum hjá Vålerenga þó svo hann hafi skorað í síðasta leik liðsins.

