Lífið

Ef Bond verður með Sony síma í Spectre þá er það ekki vegna hrifningar Daniels Craig

Birgir Olgeirsson skrifar
Daniel Craig
Daniel Craig Vísir/Getty
Njósnari hennar hátignar, James Bond, mun mögulega notast við SonyXperia Z4-síma í kvikmyndinni Spectre, en það yrði þá væntanlega vegna þess að Daniel Craig fær afar vel borgað fyrir að halda á þeim síma í myndinni.

Samkvæmt þeim tölvupósti frá Sony sem er að finna á síðu Wikileaks, þá eru bæði Daniel Craig, sem fer með hlutverk Bonds, og leikstjóri Spectre, SamMendes, ekki aðdáendur SonyXperiaZ4. Í tölvupóstunum kemur fram að þeir vildu frekar nota besta símann á markaði fyrir Bond og hefðu þegar fengið tilboð frá Samsung.

„Fyrir utan fjárhæðina þá snýst þetta einnig um að Sam og Daniel eru ekki hrifnir af Sony-símanum, þar sem Bond notar aðeins það besta og í þeirra huga er Sony-síminn ekki sá besti.“

Í einum tölvupóstanna kemur fram að Sony hafði boðið Daniel Craig fimm milljónir dollara, eða sem nemur um 680 milljónum íslenskra króna, fyrir að nota símann í myndinni.

Lekinn á tölvupóstum frá Sony nær þó ekki yfir öll þessi samskipti og því er ekki vitað hvaða framleiðandi náði að semja við Bond-teymið. Samsung er sagt hafa boðið 50 milljónir dollara í heildina á móti 28 milljóna dollara tilboði frá Sony.

Hvort sem Bond mun nota SonyXperiaZ4 eða SamsungGalaxyS6edge í næstu mynd verður ekki vitað fyrr en Spectre verður frumsýnd 6. nóvember næstkomandi en eitt er vitað og það er að Daniel Craig og SamMendes eru ekki hrifnir af Sony-símanum.


Tengdar fréttir

Bilaður Bond

Daniel Craig slasaðist á hné og þarf að fara í aðgerð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.