Bundinn við hjólastól eftir bílslys og fer fram á skaðabætur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. apríl 2015 11:21 Bíllinn stórskemmdist en slysið varð við Sörlatorg í Hafnarfirði þar sem Reykjanesbraut beygir til norðurs. Vísir/GVA Karlmaður um þrítugt hefur stefnt Draupni Gestssyni og Vátryggingafélagi Íslands vegna skaða sem hann hlaut í bílslysi á Reykjanesbrautinni í mars fyrir rúmum þremur árum. Maðurinn, sem sat í aftursæti bifreiðarinnar, kastaðist út úr henni og hlaut alvarlegan mænuskaða. Hefur hann verið bundinn við hjólastól síðan. Fer hann fram á fjórar milljónir króna í bætur. Bílnum var ekið á í kringum um 178 kílómetra hraða á klukkustund þegar Draupnir missti stjórn á honum. Hann var undir áhrifum áfengis en fjórir farþegar voru í bílnum. Annar hlaut brot og sár af ýmsum toga og fer hann fram á tvær milljónir króna í bætur vegna málsins. Hinir tveir sluppu með minniháttar meiðsli. Draupnir var dæmdur í átján mánaða fangelsi í febrúar fyrir að hafa stefnt lífi farþega sinna í hættu en einkaréttakröfur mannanna voru gerðar að einkamáli. Fyrstu fyrirtökurnar í máli mannanna tveggja sem stefnt hafa Draupni fóru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.Vissu ekki að ökumaðurinn var undir áhrifum Bíllinn sem Draupnir ók kastaðist rúma 30 metra. Í dómssal sögðust farþegarnir lítið muna. Þeir höfðu allir verið í afmælisfögnuði í Hafnarfirði frá því snemma um daginn og var áfengi við hönd. Þegar leið á kvöldið hafði stefnan verið tekin á miðbæ Reykjavíkur. Mennirnir áttu erfitt með að muna eftir slysinu. Einn þeirra sagði þó að ökumaðurinn hefði líklega ekið bifreiðinni hraðar en á leyfilegum hámarkshraða og tók mið af því að bílnum hefði verið ekið fram úr nokkrum bifreiðum. Þá sögðust vitnin ekki hafa séð áfengi á ökumanninum og sagði eitt vitnanna að ökumaðurinn hefði tjáð því að hann „væri ekki að drekka” umrætt kvöld.Uppfært klukkan 14:25 Lögmaður Draupnis, Snorri Sturluson, segir í samtali við Vísi að dómnum hafi verið áfrýjað til Hæstaréttar. Tengdar fréttir „Ég tel mig ekki hafa verið á ofsahraða“ Sakaður um að hafa ekið ölvaður á 178 kílómetra hraða. Fjórir farþegar voru í bílnum og er einn þeirrra í dag varanlega lamaður. 15. janúar 2015 10:48 Drukkinn á 178 km hraða: Farþegi varanlega lamaður eftir bílveltu Ríkissaksóknari höfðar nú mál á hendur 34 ára karlmanni sem gefið er að sök að hafa sest ölvaður undir stýri, ekið langt umfram leyfilegan hámarkshraða og þar með stofnað á ófyrirleitin hátt lífi farþega og annarra vegfaranda í verulega hættu. 14. október 2014 09:56 Bíllinn kastaðist rúma 30 metra Matsmaður taldi útilokað að bílnum hefði verið ekið undir 150 kílómetra hraða á klukkustund 15. janúar 2015 14:21 Dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir ofsaakstur undir áhrifum áfengis Stefndi lífi fjögurra farþega í hættu. Einn þeirra er í hjólastól eftir slysið. 10. febrúar 2015 14:21 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Karlmaður um þrítugt hefur stefnt Draupni Gestssyni og Vátryggingafélagi Íslands vegna skaða sem hann hlaut í bílslysi á Reykjanesbrautinni í mars fyrir rúmum þremur árum. Maðurinn, sem sat í aftursæti bifreiðarinnar, kastaðist út úr henni og hlaut alvarlegan mænuskaða. Hefur hann verið bundinn við hjólastól síðan. Fer hann fram á fjórar milljónir króna í bætur. Bílnum var ekið á í kringum um 178 kílómetra hraða á klukkustund þegar Draupnir missti stjórn á honum. Hann var undir áhrifum áfengis en fjórir farþegar voru í bílnum. Annar hlaut brot og sár af ýmsum toga og fer hann fram á tvær milljónir króna í bætur vegna málsins. Hinir tveir sluppu með minniháttar meiðsli. Draupnir var dæmdur í átján mánaða fangelsi í febrúar fyrir að hafa stefnt lífi farþega sinna í hættu en einkaréttakröfur mannanna voru gerðar að einkamáli. Fyrstu fyrirtökurnar í máli mannanna tveggja sem stefnt hafa Draupni fóru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.Vissu ekki að ökumaðurinn var undir áhrifum Bíllinn sem Draupnir ók kastaðist rúma 30 metra. Í dómssal sögðust farþegarnir lítið muna. Þeir höfðu allir verið í afmælisfögnuði í Hafnarfirði frá því snemma um daginn og var áfengi við hönd. Þegar leið á kvöldið hafði stefnan verið tekin á miðbæ Reykjavíkur. Mennirnir áttu erfitt með að muna eftir slysinu. Einn þeirra sagði þó að ökumaðurinn hefði líklega ekið bifreiðinni hraðar en á leyfilegum hámarkshraða og tók mið af því að bílnum hefði verið ekið fram úr nokkrum bifreiðum. Þá sögðust vitnin ekki hafa séð áfengi á ökumanninum og sagði eitt vitnanna að ökumaðurinn hefði tjáð því að hann „væri ekki að drekka” umrætt kvöld.Uppfært klukkan 14:25 Lögmaður Draupnis, Snorri Sturluson, segir í samtali við Vísi að dómnum hafi verið áfrýjað til Hæstaréttar.
Tengdar fréttir „Ég tel mig ekki hafa verið á ofsahraða“ Sakaður um að hafa ekið ölvaður á 178 kílómetra hraða. Fjórir farþegar voru í bílnum og er einn þeirrra í dag varanlega lamaður. 15. janúar 2015 10:48 Drukkinn á 178 km hraða: Farþegi varanlega lamaður eftir bílveltu Ríkissaksóknari höfðar nú mál á hendur 34 ára karlmanni sem gefið er að sök að hafa sest ölvaður undir stýri, ekið langt umfram leyfilegan hámarkshraða og þar með stofnað á ófyrirleitin hátt lífi farþega og annarra vegfaranda í verulega hættu. 14. október 2014 09:56 Bíllinn kastaðist rúma 30 metra Matsmaður taldi útilokað að bílnum hefði verið ekið undir 150 kílómetra hraða á klukkustund 15. janúar 2015 14:21 Dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir ofsaakstur undir áhrifum áfengis Stefndi lífi fjögurra farþega í hættu. Einn þeirra er í hjólastól eftir slysið. 10. febrúar 2015 14:21 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
„Ég tel mig ekki hafa verið á ofsahraða“ Sakaður um að hafa ekið ölvaður á 178 kílómetra hraða. Fjórir farþegar voru í bílnum og er einn þeirrra í dag varanlega lamaður. 15. janúar 2015 10:48
Drukkinn á 178 km hraða: Farþegi varanlega lamaður eftir bílveltu Ríkissaksóknari höfðar nú mál á hendur 34 ára karlmanni sem gefið er að sök að hafa sest ölvaður undir stýri, ekið langt umfram leyfilegan hámarkshraða og þar með stofnað á ófyrirleitin hátt lífi farþega og annarra vegfaranda í verulega hættu. 14. október 2014 09:56
Bíllinn kastaðist rúma 30 metra Matsmaður taldi útilokað að bílnum hefði verið ekið undir 150 kílómetra hraða á klukkustund 15. janúar 2015 14:21
Dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir ofsaakstur undir áhrifum áfengis Stefndi lífi fjögurra farþega í hættu. Einn þeirra er í hjólastól eftir slysið. 10. febrúar 2015 14:21