Bjarni: Ekki verið að gera þetta neitt auðveldara fyrir okkur Kristinn Páll Teitsson skrifar 30. júlí 2015 20:40 vísir/stefán „Verkefninu er ekki lokið en vissulega líður okkur vel að vera komnir í úrslitin. Við eigum eftir stærsta skrefið en þetta var markmiðið okkar,“ sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, hógvær eftir leikinn. „Ég er alltaf stoltur af strákunum en þeir voru mjög flottir í dag. Við fórum að vinna í ákveðnum hlutum eftir að Breiðablik lagði rútunni hér á mánudaginn og hvernig við gætum brugðist við því. Okkur grunaði að ÍBV myndi reyna þetta líka en okkur tókst mun betur að leysa það í dag. Við notuðum breiddina vel, þótt við fengjum aðeins þrjár fyrirgjafir í fyrri hálfleik náum við að skora tvö mörk.“ Hólmbert Aron Friðjónsson nýtti tækifærið sitt í byrjunarliðinu vel en hann skoraði tvö mörk áður en hann var tekinn af velli þegar klukkustund var liðin af leiknum. Hefur mikil umræða skapast hver eigi að vera fremsti maður hjá KR en Bjarni hefur úr mörgum góðum kostum að velja. „Þetta er jákvæður hausverkur að hafa úr svona mörgum góðum framherjum að velja. Hólmbert stóð sig vel, Almarr var flottur á kantinum og svo komu Gary, Þorsteinn og Sören vel inn af bekknum. Hópurinn okkar er þéttur og góður og við veljum besta liðið fyrir hvern leik“ sagði Bjarni sem sagði breytingarnar sjö sem hann gerði á byrjunarliði KR fyrir leikinn eiga sér skýringu. „Við erum búnir að spila 9 leiki á 28 dögum á meðan Breiðablik er búið að spila þrjá og ÍBV 5. Við þurfum því að reyna að dreifa álaginu á leikmönnunum, Jónas Guðni gat ekki leikið í kvöld eftir leikinn á mánudaginn. Við báðum um að færa þennan leik og leika á morgun en það er ekkert verið að hjálpa okkur til þess að menn geti spilað.“ Bjarni var vongóður um að Stefán Logi Magnússon yrði með liðinu í næsta leik gegn Fjölni en hann meiddist í leik liðsins gegn Breiðablik á dögunum og gat ekki tekið þátt í kvöld. „Hann fékk högg á legginn og hnéð í þeim leik og hann var ekki klár í þennan leik. Við vonumst til þess að hann verði klár í næsta leik, við vitum ekki hversu langan tíma þetta tekur en við vonumst til þess að hann geti verið með okkur á miðvikudaginn.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - ÍBV 4-1 | Reykjavíkurslagur í úrslitum bikarsins KR vann afar sannfærandi sigur á ÍBV í undanúrslitum bikarsins í kvöld og komst í fimmta sinn á síðustu sex árum í úrslit bikarsins. 30. júlí 2015 12:21 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport „Holan var of djúp“ Körfubolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Sjá meira
„Verkefninu er ekki lokið en vissulega líður okkur vel að vera komnir í úrslitin. Við eigum eftir stærsta skrefið en þetta var markmiðið okkar,“ sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, hógvær eftir leikinn. „Ég er alltaf stoltur af strákunum en þeir voru mjög flottir í dag. Við fórum að vinna í ákveðnum hlutum eftir að Breiðablik lagði rútunni hér á mánudaginn og hvernig við gætum brugðist við því. Okkur grunaði að ÍBV myndi reyna þetta líka en okkur tókst mun betur að leysa það í dag. Við notuðum breiddina vel, þótt við fengjum aðeins þrjár fyrirgjafir í fyrri hálfleik náum við að skora tvö mörk.“ Hólmbert Aron Friðjónsson nýtti tækifærið sitt í byrjunarliðinu vel en hann skoraði tvö mörk áður en hann var tekinn af velli þegar klukkustund var liðin af leiknum. Hefur mikil umræða skapast hver eigi að vera fremsti maður hjá KR en Bjarni hefur úr mörgum góðum kostum að velja. „Þetta er jákvæður hausverkur að hafa úr svona mörgum góðum framherjum að velja. Hólmbert stóð sig vel, Almarr var flottur á kantinum og svo komu Gary, Þorsteinn og Sören vel inn af bekknum. Hópurinn okkar er þéttur og góður og við veljum besta liðið fyrir hvern leik“ sagði Bjarni sem sagði breytingarnar sjö sem hann gerði á byrjunarliði KR fyrir leikinn eiga sér skýringu. „Við erum búnir að spila 9 leiki á 28 dögum á meðan Breiðablik er búið að spila þrjá og ÍBV 5. Við þurfum því að reyna að dreifa álaginu á leikmönnunum, Jónas Guðni gat ekki leikið í kvöld eftir leikinn á mánudaginn. Við báðum um að færa þennan leik og leika á morgun en það er ekkert verið að hjálpa okkur til þess að menn geti spilað.“ Bjarni var vongóður um að Stefán Logi Magnússon yrði með liðinu í næsta leik gegn Fjölni en hann meiddist í leik liðsins gegn Breiðablik á dögunum og gat ekki tekið þátt í kvöld. „Hann fékk högg á legginn og hnéð í þeim leik og hann var ekki klár í þennan leik. Við vonumst til þess að hann verði klár í næsta leik, við vitum ekki hversu langan tíma þetta tekur en við vonumst til þess að hann geti verið með okkur á miðvikudaginn.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - ÍBV 4-1 | Reykjavíkurslagur í úrslitum bikarsins KR vann afar sannfærandi sigur á ÍBV í undanúrslitum bikarsins í kvöld og komst í fimmta sinn á síðustu sex árum í úrslit bikarsins. 30. júlí 2015 12:21 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport „Holan var of djúp“ Körfubolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - ÍBV 4-1 | Reykjavíkurslagur í úrslitum bikarsins KR vann afar sannfærandi sigur á ÍBV í undanúrslitum bikarsins í kvöld og komst í fimmta sinn á síðustu sex árum í úrslit bikarsins. 30. júlí 2015 12:21