Sjálfshjálparpróf í stjórnmálum STefán Jón Hafstein skrifar 30. júlí 2015 07:00 Traust er það sem við þráum í samfélagsumræðunni þessi misserin. Gott og vel, en hvað með sjálfstraust? Þekkir þú – hinn almenni kjósandi – grundvallarafstöðu þína? Hér er próf um nokkur stórmál (og stigagjöf fylgir á eftir). Hversu mörg eru já-in hjá þér? 10 spurningar um grundvallaratriði 1)Ég vil aukið lýðræði. Ég vil að almenningur geti með undirskriftum eða aðgerðum samkvæmt skilgreindum leikreglum krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæg mál. Já eða nei? Við þurfum ekkert að flækja þetta með tæknilegum útfærslum, spurningin er: Já eða nei? 2)Ég vil jafnrétti. Ég vil ekki að fólki sé mismunað á grundvelli kynferðis, kynhneigðar, búsetu, trúar, stöðu eða stéttar. Já eða nei? Við þurfum ekkert að gera fyrirvara um svona grundvallaratriði, annaðhvort er maður með eða á móti: Jafn réttur, jöfn tækifæri? (Fyrir múslima, homma og lesbíur, aðflutta, fátæka og sjúka – alla?) 3)Ég vil að auðlindir Íslands sem ekki eru nú þegar í einkaeign verði skilgreindar sem þjóðareign og nýttar fyrir allan almenning. Þetta má útfæra á ýmsa vegu, en grundvallarreglan er skýr, af eða á, ekkert hálfkák. Já eða nei? Ef þú ert með efasemdir þá er svarið nei. 4)Ég vil meiri efnalegan jöfnuð á Íslandi. Hér koma til álita mörg ,,já, en…“ svör, en hvar ertu í hjarta þér? Eignaskipting á Íslandi er þannig að 1% landsmanna á 25% af eignum. En tekjuskipting er þannig að Ísland er með meiri jöfnuð en þekkist víða um lönd. En hvernig líður þér núna? Meiri jöfnuð? Já eða nei? 5)Viltu bætt heilbrigðiskerfi fyrir almenning jafnvel þótt það kosti hærri skatta á þig persónulega? Hér eru vissulega mörg álitamál – það er nú margt bruðlið sem má hætta við áður en skattar hækka. En spurningin er þessi: Gefum okkur að allt annað í ríkisfjármálum sé óhagganlegt nema heilbrigðiskerfið og skattar, ertu til í að borga meira fyrir betri þjónustu fyrir alla? Já eða nei? 6)Viltu vernda hálendið? Taka frá stóran skika umhverfis jöklana okkar og vernda fyrir virkjunum, háspennulínum og hraðbrautum? Þetta er, viðurkenni ég, spurning með mörgum mögulegum fyrirvörum og útúrdúrum. En setjum bara teikningu af stóru hjarta sem nær yfir 25-30% af Íslandi einmitt í miðju hálendisins og segjum: Hingað og ekki lengra. Já eða nei? Hvar stendur þú? 7)Viltu setja forseta Íslands, Alþingi og ráðherrum strangar siðareglur með viðurlögum? Að umboðsmaður Alþingis, ríkisendurskoðun og Siðfræðistofnun leggi tillögur um slíkar reglur til umræðu fyrir almenning? Slíkar tillögur hafa reyndar komið fram en þarf að taka málið upp að nýju? Já eða nei? 8)Viltu að stjórnarskráin verði endurskoðuð í stórum dráttum í samræmi við tillögur stjórnlagaráðs og niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu um meginatriði þeirra tillagna? Til upprifjunar má nefna skýrari skilgreiningu á embætti forsetans og hlutverki hans, aukinn rétt almennings til að vísa málum til þjóðaratkvæðagreiðslu (sjá að ofan), ákvæði um þjóðareign á auðlindum, (sjá að ofan), jafnara vægi atkvæða, skorður við valdi embætta og stofnana og víðtækari ákvæði um almannarétt. Með öðrum orðum: Viltu endurskoða stjórnarskrána frá grunni og kjósa svo um hana: Já eða nei? 9)Viltu auka sjálfstæði Alþingis gagnvart framkvæmdavaldinu, ríkisstjórn í heild og einstökum ráðherrum? Þetta er hægt að gera eftir mörgum leiðum, en höldum okkur bara við meginlínuna: Aukið sjálfstæði Alþingis, já eða nei? 10)Viltu kjósa um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið áður en dyrum verður lokað endanlega? (Hér er ekki spurt um afstöðu til ESB, heldur afstöðu til málsmeðferðar og hvort þjóðin eigi að hafa síðasta orðið). Já eða nei? Hvernig er ég? Áður en margir fara að fjasa um aðferðafræðina við þetta próf skal ég fyrstur manna viðurkenna að þetta eru engin vísindi. En. Ef þú ert með sjö eða átta eða fleiri já-svör ertu líklega eins og fólk er flest. Ýmsar ólíkar kannanir hafa sýnt já-stuðning meirihluta kjósenda við flest ef ekki öll þessara mála. Og svo hefur verið all lengi. Hvað segir það um lýðræðið í landinu að ekkert gerist til að færa þessi mál í það horf sem almenningur vill? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Stefán Jón Hafstein Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Traust er það sem við þráum í samfélagsumræðunni þessi misserin. Gott og vel, en hvað með sjálfstraust? Þekkir þú – hinn almenni kjósandi – grundvallarafstöðu þína? Hér er próf um nokkur stórmál (og stigagjöf fylgir á eftir). Hversu mörg eru já-in hjá þér? 10 spurningar um grundvallaratriði 1)Ég vil aukið lýðræði. Ég vil að almenningur geti með undirskriftum eða aðgerðum samkvæmt skilgreindum leikreglum krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæg mál. Já eða nei? Við þurfum ekkert að flækja þetta með tæknilegum útfærslum, spurningin er: Já eða nei? 2)Ég vil jafnrétti. Ég vil ekki að fólki sé mismunað á grundvelli kynferðis, kynhneigðar, búsetu, trúar, stöðu eða stéttar. Já eða nei? Við þurfum ekkert að gera fyrirvara um svona grundvallaratriði, annaðhvort er maður með eða á móti: Jafn réttur, jöfn tækifæri? (Fyrir múslima, homma og lesbíur, aðflutta, fátæka og sjúka – alla?) 3)Ég vil að auðlindir Íslands sem ekki eru nú þegar í einkaeign verði skilgreindar sem þjóðareign og nýttar fyrir allan almenning. Þetta má útfæra á ýmsa vegu, en grundvallarreglan er skýr, af eða á, ekkert hálfkák. Já eða nei? Ef þú ert með efasemdir þá er svarið nei. 4)Ég vil meiri efnalegan jöfnuð á Íslandi. Hér koma til álita mörg ,,já, en…“ svör, en hvar ertu í hjarta þér? Eignaskipting á Íslandi er þannig að 1% landsmanna á 25% af eignum. En tekjuskipting er þannig að Ísland er með meiri jöfnuð en þekkist víða um lönd. En hvernig líður þér núna? Meiri jöfnuð? Já eða nei? 5)Viltu bætt heilbrigðiskerfi fyrir almenning jafnvel þótt það kosti hærri skatta á þig persónulega? Hér eru vissulega mörg álitamál – það er nú margt bruðlið sem má hætta við áður en skattar hækka. En spurningin er þessi: Gefum okkur að allt annað í ríkisfjármálum sé óhagganlegt nema heilbrigðiskerfið og skattar, ertu til í að borga meira fyrir betri þjónustu fyrir alla? Já eða nei? 6)Viltu vernda hálendið? Taka frá stóran skika umhverfis jöklana okkar og vernda fyrir virkjunum, háspennulínum og hraðbrautum? Þetta er, viðurkenni ég, spurning með mörgum mögulegum fyrirvörum og útúrdúrum. En setjum bara teikningu af stóru hjarta sem nær yfir 25-30% af Íslandi einmitt í miðju hálendisins og segjum: Hingað og ekki lengra. Já eða nei? Hvar stendur þú? 7)Viltu setja forseta Íslands, Alþingi og ráðherrum strangar siðareglur með viðurlögum? Að umboðsmaður Alþingis, ríkisendurskoðun og Siðfræðistofnun leggi tillögur um slíkar reglur til umræðu fyrir almenning? Slíkar tillögur hafa reyndar komið fram en þarf að taka málið upp að nýju? Já eða nei? 8)Viltu að stjórnarskráin verði endurskoðuð í stórum dráttum í samræmi við tillögur stjórnlagaráðs og niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu um meginatriði þeirra tillagna? Til upprifjunar má nefna skýrari skilgreiningu á embætti forsetans og hlutverki hans, aukinn rétt almennings til að vísa málum til þjóðaratkvæðagreiðslu (sjá að ofan), ákvæði um þjóðareign á auðlindum, (sjá að ofan), jafnara vægi atkvæða, skorður við valdi embætta og stofnana og víðtækari ákvæði um almannarétt. Með öðrum orðum: Viltu endurskoða stjórnarskrána frá grunni og kjósa svo um hana: Já eða nei? 9)Viltu auka sjálfstæði Alþingis gagnvart framkvæmdavaldinu, ríkisstjórn í heild og einstökum ráðherrum? Þetta er hægt að gera eftir mörgum leiðum, en höldum okkur bara við meginlínuna: Aukið sjálfstæði Alþingis, já eða nei? 10)Viltu kjósa um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið áður en dyrum verður lokað endanlega? (Hér er ekki spurt um afstöðu til ESB, heldur afstöðu til málsmeðferðar og hvort þjóðin eigi að hafa síðasta orðið). Já eða nei? Hvernig er ég? Áður en margir fara að fjasa um aðferðafræðina við þetta próf skal ég fyrstur manna viðurkenna að þetta eru engin vísindi. En. Ef þú ert með sjö eða átta eða fleiri já-svör ertu líklega eins og fólk er flest. Ýmsar ólíkar kannanir hafa sýnt já-stuðning meirihluta kjósenda við flest ef ekki öll þessara mála. Og svo hefur verið all lengi. Hvað segir það um lýðræðið í landinu að ekkert gerist til að færa þessi mál í það horf sem almenningur vill?
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar