Ef nýja stjórnarskráin… Þorvaldur Gylfason skrifar 30. júlí 2015 07:00 Sextán repúblikanar sækjast nú eftir að verða forseti Bandaríkjanna í kosningum 2016, fleiri en nokkru sinni fyrr. Tíðarandinn virðist efla sjálfsálit frambjóðenda. Þetta kemur þó ekki að sök þar eð stjórnskipun Bandaríkjanna tryggir að forseti getur enginn orðið í reynd nema hann hafi meiri hluta kjósenda eða a.m.k. mikinn hluta þeirra að baki sér. Þessi trygging hefur haldið frá öndverðu með tiltölulega fáum undantekningum. Frá 1860 hefur það gerzt aðeins einu sinni að forsetaframbjóðandi þar vestra hafi náð kjöri með innan við 40% atkvæða að baki sér. Abraham Lincoln var kjörinn úr hópi fjögurra frambjóðenda 1860 með 39,6% atkvæða.15% forseti? Sami tíðarandi kann að verða til þess að margir gefi kost á sér í forsetakosningum hér heima 2016. Fari svo getur frambjóðandi náð kjöri með t.d. 15% til 20% atkvæða að baki sér. Stjórnskipan sem leyfir slíkt er hvergi við lýði í okkar heimshluta annars staðar en í Bandaríkjunum og á Íslandi þar eð í öllum öðrum nálægum lýðræðisríkjum með þjóðkjörnum forseta er tryggt að meiri hluti atkvæða sé að baki kjörnum forseta. Stjórnlagaráð setti því í nýju stjórnarskrána ákvæði um forgangsröðun forsetaframbjóðenda til að tryggja að forseti Íslands hafi meiri hluta kjósenda að baki sér. Sú aðferð þótti skilvirkari og hagkvæmari en forsetakjör í tveim umferðum eins og tíðkast sums staðar. Þetta er skýrt dæmi um skaðann sem söltun nýju stjórnarskrárinnar á Alþingi veldur fólkinu í landinu. Eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna 20. október 2012 þar sem 2/3 hlutar kjósenda samþykktu nýja stjórnarskrá hefði Alþingi að réttu lagi átt að staðfesta niðurstöðuna fyrir og aftur strax eftir þingkosningarnar 2013 og tryggja þannig að forsetakosningarnar 2016 yrðu haldnar í samræmi við nýja stjórnarskrá. Alþingi brást þessari skyldu. Af því leiðir að forsetakjörið 2016 verður haldið í blóra við nýju stjórnarskrána og verður í þeim skilningi ólögmætt og því trúlega kært til dómstóla. Líku máli gegnir um væntanlegar alþingiskosningar 2017 eða fyrr. Þær verða haldnar í andstöðu við ákvæði nýju stjórnarskrárinnar um jafnt vægi atkvæða og persónukjör og verða því bæði ólýðræðislegar og ólögmætar. Lýðræðið í landinu er í uppnámi fyrir tilverknað stjórnmálaflokka á Alþingi.Ábyrgð Forseti Íslands ber einnig ábyrgð á þeirri stöðu sem upp er komin. Þegar hann í nýársávarpi sínu 2012 lét að því liggja að hann hygðist ekki sækjast eftir endurkjöri 2012 mátti skilja orð hans svo að hann væri að lýsa stuðningi við og virðingu fyrir frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár sem stjórnlagaráð hafði samþykkt einum rómi með þjóðfund að bakhjarli og afhent Alþingi fimm mánuðum fyrr. Enda leyfir frumvarpið forseta Íslands ekki að sitja lengur en þrjú kjörtímabil. Ákvörðun forsetans um að hætta við að hætta eftir fjögur kjörtímabil og sækjast eftir endurkjöri 2012 mátti með líku lagi skilja sem stríðsyfirlýsingu gegn nýju stjórnarskránni. Forseti Íslands virðist líta svo á að Alþingi geti leyft sér að hunza niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012. Í þessu viðhorfi forsetans felst sú sýn að Alþingi sé yfirboðari fólksins í landinu þótt nýja stjórnarskráin kveði skýrt á um hið gagnstæða. Skv. þessu viðhorfi forsetans leyfist Alþingi að kalla saman þjóðfund og sérkjörið stjórnlagaráð til að semja nýja stjórnarskrá og hrifsa málið síðan aftur í sínar hendur eftir hentugleikum og salta það gegn skýrum vilja kjósenda. Þar eð nýja stjórnarskráin liggur í salti á Alþingi hefur forsetinn það nú í hendi sér að staðfesta með undirskrift sinni væntanlegt lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar um fiskveiðistjórn. Vald til þess hefði forsetinn ekki skv. nýju stjórnarskránni, þar eð skv. henni dygðu undirskriftir 10% atkvæðisbærra manna til að tryggja þjóðaratkvæði um málið án milligöngu forsetans.Hvers vegna? Hefði nýja stjórnarskráin gengið í gildi strax eftir alþingiskosningarnar 2013 svo sem vera bar, hefði hún nú þegar létt af Alþingi og þjóðinni ýmsum mikilvægum málum með því að 10% kjósenda hefðu þá getað tekið málin í sínar hendur og leitt þau til óvefengjanlegra lykta í þjóðaratkvæði. Þannig hefði ekki þurft að koma til deilna á Alþingi um áframhald samningaviðræðna um aðild Íslands að ESB og ekki heldur til fjölmennra mótmæla á Austurvelli vegna málsins. Og þannig hefði verið girt fyrir áform ríkisstjórnarinnar um að afhenda útvegsmönnum verðmætar veiðiheimildir langt fram í tímann, enda hefur nærri fjórðungur atkvæðisbærra manna nú ritað undir áskorun til Alþingis og forseta Íslands um að gera það ekki. Eitt dæmi enn: væru þingmenn kjörnir persónukjöri eins og 78% kjósenda kölluðu eftir í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 næði Alþingi betri árangri og nyti meira álits en það gerir nú. Afrakstur Stjórnlagaráðs á fjórum mánuðum 2011 – frumvarp sem hlaut stuðning 2/3 hluta kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu – er til marks um skilvirkari og vandaðri vinnubrögð. Dæmin sanna hvers vegna núverandi meiri hluta Alþingis ríður svo mjög á að brjóta gegn vilja kjósenda í stjórnarskrármálinu. Ríkisstjórnarflokkarnir – og ekki bara þeir – munu reyna til þrautar að halda valdinu hjá sér með því að halda fólkinu niðri. Þeim má ekki haldast það uppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Þorvaldur Gylfason Mest lesið Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Sextán repúblikanar sækjast nú eftir að verða forseti Bandaríkjanna í kosningum 2016, fleiri en nokkru sinni fyrr. Tíðarandinn virðist efla sjálfsálit frambjóðenda. Þetta kemur þó ekki að sök þar eð stjórnskipun Bandaríkjanna tryggir að forseti getur enginn orðið í reynd nema hann hafi meiri hluta kjósenda eða a.m.k. mikinn hluta þeirra að baki sér. Þessi trygging hefur haldið frá öndverðu með tiltölulega fáum undantekningum. Frá 1860 hefur það gerzt aðeins einu sinni að forsetaframbjóðandi þar vestra hafi náð kjöri með innan við 40% atkvæða að baki sér. Abraham Lincoln var kjörinn úr hópi fjögurra frambjóðenda 1860 með 39,6% atkvæða.15% forseti? Sami tíðarandi kann að verða til þess að margir gefi kost á sér í forsetakosningum hér heima 2016. Fari svo getur frambjóðandi náð kjöri með t.d. 15% til 20% atkvæða að baki sér. Stjórnskipan sem leyfir slíkt er hvergi við lýði í okkar heimshluta annars staðar en í Bandaríkjunum og á Íslandi þar eð í öllum öðrum nálægum lýðræðisríkjum með þjóðkjörnum forseta er tryggt að meiri hluti atkvæða sé að baki kjörnum forseta. Stjórnlagaráð setti því í nýju stjórnarskrána ákvæði um forgangsröðun forsetaframbjóðenda til að tryggja að forseti Íslands hafi meiri hluta kjósenda að baki sér. Sú aðferð þótti skilvirkari og hagkvæmari en forsetakjör í tveim umferðum eins og tíðkast sums staðar. Þetta er skýrt dæmi um skaðann sem söltun nýju stjórnarskrárinnar á Alþingi veldur fólkinu í landinu. Eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna 20. október 2012 þar sem 2/3 hlutar kjósenda samþykktu nýja stjórnarskrá hefði Alþingi að réttu lagi átt að staðfesta niðurstöðuna fyrir og aftur strax eftir þingkosningarnar 2013 og tryggja þannig að forsetakosningarnar 2016 yrðu haldnar í samræmi við nýja stjórnarskrá. Alþingi brást þessari skyldu. Af því leiðir að forsetakjörið 2016 verður haldið í blóra við nýju stjórnarskrána og verður í þeim skilningi ólögmætt og því trúlega kært til dómstóla. Líku máli gegnir um væntanlegar alþingiskosningar 2017 eða fyrr. Þær verða haldnar í andstöðu við ákvæði nýju stjórnarskrárinnar um jafnt vægi atkvæða og persónukjör og verða því bæði ólýðræðislegar og ólögmætar. Lýðræðið í landinu er í uppnámi fyrir tilverknað stjórnmálaflokka á Alþingi.Ábyrgð Forseti Íslands ber einnig ábyrgð á þeirri stöðu sem upp er komin. Þegar hann í nýársávarpi sínu 2012 lét að því liggja að hann hygðist ekki sækjast eftir endurkjöri 2012 mátti skilja orð hans svo að hann væri að lýsa stuðningi við og virðingu fyrir frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár sem stjórnlagaráð hafði samþykkt einum rómi með þjóðfund að bakhjarli og afhent Alþingi fimm mánuðum fyrr. Enda leyfir frumvarpið forseta Íslands ekki að sitja lengur en þrjú kjörtímabil. Ákvörðun forsetans um að hætta við að hætta eftir fjögur kjörtímabil og sækjast eftir endurkjöri 2012 mátti með líku lagi skilja sem stríðsyfirlýsingu gegn nýju stjórnarskránni. Forseti Íslands virðist líta svo á að Alþingi geti leyft sér að hunza niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012. Í þessu viðhorfi forsetans felst sú sýn að Alþingi sé yfirboðari fólksins í landinu þótt nýja stjórnarskráin kveði skýrt á um hið gagnstæða. Skv. þessu viðhorfi forsetans leyfist Alþingi að kalla saman þjóðfund og sérkjörið stjórnlagaráð til að semja nýja stjórnarskrá og hrifsa málið síðan aftur í sínar hendur eftir hentugleikum og salta það gegn skýrum vilja kjósenda. Þar eð nýja stjórnarskráin liggur í salti á Alþingi hefur forsetinn það nú í hendi sér að staðfesta með undirskrift sinni væntanlegt lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar um fiskveiðistjórn. Vald til þess hefði forsetinn ekki skv. nýju stjórnarskránni, þar eð skv. henni dygðu undirskriftir 10% atkvæðisbærra manna til að tryggja þjóðaratkvæði um málið án milligöngu forsetans.Hvers vegna? Hefði nýja stjórnarskráin gengið í gildi strax eftir alþingiskosningarnar 2013 svo sem vera bar, hefði hún nú þegar létt af Alþingi og þjóðinni ýmsum mikilvægum málum með því að 10% kjósenda hefðu þá getað tekið málin í sínar hendur og leitt þau til óvefengjanlegra lykta í þjóðaratkvæði. Þannig hefði ekki þurft að koma til deilna á Alþingi um áframhald samningaviðræðna um aðild Íslands að ESB og ekki heldur til fjölmennra mótmæla á Austurvelli vegna málsins. Og þannig hefði verið girt fyrir áform ríkisstjórnarinnar um að afhenda útvegsmönnum verðmætar veiðiheimildir langt fram í tímann, enda hefur nærri fjórðungur atkvæðisbærra manna nú ritað undir áskorun til Alþingis og forseta Íslands um að gera það ekki. Eitt dæmi enn: væru þingmenn kjörnir persónukjöri eins og 78% kjósenda kölluðu eftir í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 næði Alþingi betri árangri og nyti meira álits en það gerir nú. Afrakstur Stjórnlagaráðs á fjórum mánuðum 2011 – frumvarp sem hlaut stuðning 2/3 hluta kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu – er til marks um skilvirkari og vandaðri vinnubrögð. Dæmin sanna hvers vegna núverandi meiri hluta Alþingis ríður svo mjög á að brjóta gegn vilja kjósenda í stjórnarskrármálinu. Ríkisstjórnarflokkarnir – og ekki bara þeir – munu reyna til þrautar að halda valdinu hjá sér með því að halda fólkinu niðri. Þeim má ekki haldast það uppi.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun