„Við munum tala um málin þegar rétti tíminn er til þess“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. júlí 2015 19:38 Páley og dalurinn. „Við munum tala um málin þegar rétti tíminn er til þess,“ segir Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri í Vestmannaeyjum í samtali við Vísi. Áður hafði hún brýnt fyrir viðbragðsaðilum þjóðhátíðar að virða sína þagnarskyldu. Í tilkynningu frá Lögreglunni í Vestmannaeyjum sjöunda þessa mánaðar má sjá hvar embættið tekur fram að það hafi til rannsóknar kynferðisbrot og maður á sextugsaldri sé í haldi vegna málsins. Hún segir ákvörðun núna ekki vera neina stefnubreytingu. Alla jafna séu ekki sendar út tilkynningar vegna kynferðisbrota og aðeins hafi verið að árétta það að virða þagnarskylduna. „Í þessu tilviki þá hringir hingað fréttamaður og hefur allar upplýsingarnar á reiðum höndum. Þá vorum við til dæmis enn með manninn í haldi. Hann segir frá málsatvikum og það eina sem við gefum upp er að hafi verið kært kynferðisbrot og að engar frekari upplýsingar verði gefnar upp að svo stöddu.“Sjá einnig: Lögreglustjóri krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley segir að ekki standi til að hundsa fjölmiðla heldur verði meint kynferðisbrotamál ekki til umræðu. Upp geti komið mál þar sem það sé hreinlega nauðsynlegt að ræða við þá. „Við gætum þurft að lýsa eftir fólki í tengslum við rannsóknir eða til segja frá því að grunur leiki á að hættulegur maður sé staddur í Herjólfsdal. Þessi ákvörðun mun ekki ógna almannahagsmunum á nokkurn hátt.“ Ákvörðunin sé tekin með hag þolenda fyrir brjósti. Oftar en ekki hafi fyrstu fréttir af málum borist meðan þolendur eru enn á neyðarmóttöku og það auki á erfiðleika þeirra. Þeir þurfi margir hverjir tíma til að átta sig og byrja kæruferlið í friði. Slíkt sé erfiðara sé málið á forsíðum blaðanna.Sjá einnig: Lögreglustjóri stendur við þögn um kynferðisbrot „Við erum svo fámenn þjóð að fólk byrjar strax að velta því fyrir sér hver hafi lent í þessu og það getur stigmagnast. Slíkt eykur einfaldlega á erfiðleika þolandans. Að endingu getur það gerst fólki ekki vært utandyra,“ segir Páley. Hún segir jákvætt að þolendur nái því stigi að segja frá og skila skömminni en bætir við að hún hafi enn ekki hitt manneskju sem gengur beint út af neyðarmóttöku til fjölmiðils til að segja frá ofbeldi sem hún varð fyrir. „Það verður fjallað um þessi mál þegar rétti tíminn er til þess. Við viljum draga lærdóm af fyrri hátíðum, bæta störf okkar og gera sífellt betur. Þetta eru hlutir sem eiga erindi við almenning en ekki um leið og þeir gerast.“ Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
„Við munum tala um málin þegar rétti tíminn er til þess,“ segir Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri í Vestmannaeyjum í samtali við Vísi. Áður hafði hún brýnt fyrir viðbragðsaðilum þjóðhátíðar að virða sína þagnarskyldu. Í tilkynningu frá Lögreglunni í Vestmannaeyjum sjöunda þessa mánaðar má sjá hvar embættið tekur fram að það hafi til rannsóknar kynferðisbrot og maður á sextugsaldri sé í haldi vegna málsins. Hún segir ákvörðun núna ekki vera neina stefnubreytingu. Alla jafna séu ekki sendar út tilkynningar vegna kynferðisbrota og aðeins hafi verið að árétta það að virða þagnarskylduna. „Í þessu tilviki þá hringir hingað fréttamaður og hefur allar upplýsingarnar á reiðum höndum. Þá vorum við til dæmis enn með manninn í haldi. Hann segir frá málsatvikum og það eina sem við gefum upp er að hafi verið kært kynferðisbrot og að engar frekari upplýsingar verði gefnar upp að svo stöddu.“Sjá einnig: Lögreglustjóri krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley segir að ekki standi til að hundsa fjölmiðla heldur verði meint kynferðisbrotamál ekki til umræðu. Upp geti komið mál þar sem það sé hreinlega nauðsynlegt að ræða við þá. „Við gætum þurft að lýsa eftir fólki í tengslum við rannsóknir eða til segja frá því að grunur leiki á að hættulegur maður sé staddur í Herjólfsdal. Þessi ákvörðun mun ekki ógna almannahagsmunum á nokkurn hátt.“ Ákvörðunin sé tekin með hag þolenda fyrir brjósti. Oftar en ekki hafi fyrstu fréttir af málum borist meðan þolendur eru enn á neyðarmóttöku og það auki á erfiðleika þeirra. Þeir þurfi margir hverjir tíma til að átta sig og byrja kæruferlið í friði. Slíkt sé erfiðara sé málið á forsíðum blaðanna.Sjá einnig: Lögreglustjóri stendur við þögn um kynferðisbrot „Við erum svo fámenn þjóð að fólk byrjar strax að velta því fyrir sér hver hafi lent í þessu og það getur stigmagnast. Slíkt eykur einfaldlega á erfiðleika þolandans. Að endingu getur það gerst fólki ekki vært utandyra,“ segir Páley. Hún segir jákvætt að þolendur nái því stigi að segja frá og skila skömminni en bætir við að hún hafi enn ekki hitt manneskju sem gengur beint út af neyðarmóttöku til fjölmiðils til að segja frá ofbeldi sem hún varð fyrir. „Það verður fjallað um þessi mál þegar rétti tíminn er til þess. Við viljum draga lærdóm af fyrri hátíðum, bæta störf okkar og gera sífellt betur. Þetta eru hlutir sem eiga erindi við almenning en ekki um leið og þeir gerast.“
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira