„Við munum tala um málin þegar rétti tíminn er til þess“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. júlí 2015 19:38 Páley og dalurinn. „Við munum tala um málin þegar rétti tíminn er til þess,“ segir Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri í Vestmannaeyjum í samtali við Vísi. Áður hafði hún brýnt fyrir viðbragðsaðilum þjóðhátíðar að virða sína þagnarskyldu. Í tilkynningu frá Lögreglunni í Vestmannaeyjum sjöunda þessa mánaðar má sjá hvar embættið tekur fram að það hafi til rannsóknar kynferðisbrot og maður á sextugsaldri sé í haldi vegna málsins. Hún segir ákvörðun núna ekki vera neina stefnubreytingu. Alla jafna séu ekki sendar út tilkynningar vegna kynferðisbrota og aðeins hafi verið að árétta það að virða þagnarskylduna. „Í þessu tilviki þá hringir hingað fréttamaður og hefur allar upplýsingarnar á reiðum höndum. Þá vorum við til dæmis enn með manninn í haldi. Hann segir frá málsatvikum og það eina sem við gefum upp er að hafi verið kært kynferðisbrot og að engar frekari upplýsingar verði gefnar upp að svo stöddu.“Sjá einnig: Lögreglustjóri krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley segir að ekki standi til að hundsa fjölmiðla heldur verði meint kynferðisbrotamál ekki til umræðu. Upp geti komið mál þar sem það sé hreinlega nauðsynlegt að ræða við þá. „Við gætum þurft að lýsa eftir fólki í tengslum við rannsóknir eða til segja frá því að grunur leiki á að hættulegur maður sé staddur í Herjólfsdal. Þessi ákvörðun mun ekki ógna almannahagsmunum á nokkurn hátt.“ Ákvörðunin sé tekin með hag þolenda fyrir brjósti. Oftar en ekki hafi fyrstu fréttir af málum borist meðan þolendur eru enn á neyðarmóttöku og það auki á erfiðleika þeirra. Þeir þurfi margir hverjir tíma til að átta sig og byrja kæruferlið í friði. Slíkt sé erfiðara sé málið á forsíðum blaðanna.Sjá einnig: Lögreglustjóri stendur við þögn um kynferðisbrot „Við erum svo fámenn þjóð að fólk byrjar strax að velta því fyrir sér hver hafi lent í þessu og það getur stigmagnast. Slíkt eykur einfaldlega á erfiðleika þolandans. Að endingu getur það gerst fólki ekki vært utandyra,“ segir Páley. Hún segir jákvætt að þolendur nái því stigi að segja frá og skila skömminni en bætir við að hún hafi enn ekki hitt manneskju sem gengur beint út af neyðarmóttöku til fjölmiðils til að segja frá ofbeldi sem hún varð fyrir. „Það verður fjallað um þessi mál þegar rétti tíminn er til þess. Við viljum draga lærdóm af fyrri hátíðum, bæta störf okkar og gera sífellt betur. Þetta eru hlutir sem eiga erindi við almenning en ekki um leið og þeir gerast.“ Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Sjá meira
„Við munum tala um málin þegar rétti tíminn er til þess,“ segir Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri í Vestmannaeyjum í samtali við Vísi. Áður hafði hún brýnt fyrir viðbragðsaðilum þjóðhátíðar að virða sína þagnarskyldu. Í tilkynningu frá Lögreglunni í Vestmannaeyjum sjöunda þessa mánaðar má sjá hvar embættið tekur fram að það hafi til rannsóknar kynferðisbrot og maður á sextugsaldri sé í haldi vegna málsins. Hún segir ákvörðun núna ekki vera neina stefnubreytingu. Alla jafna séu ekki sendar út tilkynningar vegna kynferðisbrota og aðeins hafi verið að árétta það að virða þagnarskylduna. „Í þessu tilviki þá hringir hingað fréttamaður og hefur allar upplýsingarnar á reiðum höndum. Þá vorum við til dæmis enn með manninn í haldi. Hann segir frá málsatvikum og það eina sem við gefum upp er að hafi verið kært kynferðisbrot og að engar frekari upplýsingar verði gefnar upp að svo stöddu.“Sjá einnig: Lögreglustjóri krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley segir að ekki standi til að hundsa fjölmiðla heldur verði meint kynferðisbrotamál ekki til umræðu. Upp geti komið mál þar sem það sé hreinlega nauðsynlegt að ræða við þá. „Við gætum þurft að lýsa eftir fólki í tengslum við rannsóknir eða til segja frá því að grunur leiki á að hættulegur maður sé staddur í Herjólfsdal. Þessi ákvörðun mun ekki ógna almannahagsmunum á nokkurn hátt.“ Ákvörðunin sé tekin með hag þolenda fyrir brjósti. Oftar en ekki hafi fyrstu fréttir af málum borist meðan þolendur eru enn á neyðarmóttöku og það auki á erfiðleika þeirra. Þeir þurfi margir hverjir tíma til að átta sig og byrja kæruferlið í friði. Slíkt sé erfiðara sé málið á forsíðum blaðanna.Sjá einnig: Lögreglustjóri stendur við þögn um kynferðisbrot „Við erum svo fámenn þjóð að fólk byrjar strax að velta því fyrir sér hver hafi lent í þessu og það getur stigmagnast. Slíkt eykur einfaldlega á erfiðleika þolandans. Að endingu getur það gerst fólki ekki vært utandyra,“ segir Páley. Hún segir jákvætt að þolendur nái því stigi að segja frá og skila skömminni en bætir við að hún hafi enn ekki hitt manneskju sem gengur beint út af neyðarmóttöku til fjölmiðils til að segja frá ofbeldi sem hún varð fyrir. „Það verður fjallað um þessi mál þegar rétti tíminn er til þess. Við viljum draga lærdóm af fyrri hátíðum, bæta störf okkar og gera sífellt betur. Þetta eru hlutir sem eiga erindi við almenning en ekki um leið og þeir gerast.“
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Sjá meira