Lögreglustjórinn stendur við þögn um kynferðisbrot Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. júlí 2015 19:00 Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum stendur við ákvörðun sína um bann við upplýsingum til fjölmiðla um möguleg kynferðisbrotamál á þjóðhátíð. Talskona Stígamóta segir það valda sérstökum áhyggjum að lögreglustjórinn hafi ekki betri skilning á eðli kynferðisbrota og hvernig beri að fara með þau.Bréf Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra í Vestmannaeyjum þar sem hún beinir þeim tilmælum til viðbragðsaðila vegna kynferðisofbeldis að greina ekki fjölmiðlum frá kynferðisbrotum á Þjóðhátíð í eyjum hefur vakið hörð viðbrögð. Í bréfinu segir Páley m.a:„Ég hef ákveðið í samráði við áfallateymi þjóðhátíðar og félagsþjónustu Vestmannaeyjabæjar að lögreglan mun ekki veita upplýsingar um kynferðisbrot til fjölmiðla þessa helgi frekar en gert er á öðrum tímum. (…) Ég skora því hér með á ykkur öll sem mögulega koma að þessum málum eða fáið um þau upplýsingar að brýna ykkar fólk á þagnarskyldunni og hvetja fólk til að segja hvorki af eða á og veita engar upplýsingar hvort sem að það koma upp kynferðisbrot á hátíðinni eða ekki.“Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta365/Þorbjörn ÞórðarsonKlaufaleg byrjendamistök „Ég held ég verði að vona að þarna sé um mjög klaufaleg byrjendamistök að ræða. Á sama tíma er það ekki mjög traustvekjandi að yfirmaður lögreglunnar í Eyjum hafi ekki betri innsýn og skilning á eðli kynferðisbrota og hvernig beri að fara með þau,” segir Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta. Eru þetta ekki fyrirmæli um þöggun? „Það er ekki hægt að horfa framhjá því að það virkar þannig. Hver svo sem meiningin með öllu þessu var.” Í þessum málaflokki þar sem fólk í viðkvæmri stöðu á í hlut þá hjálpar öll umræða. Það að fólk segi sögu sína hjálpar öðrum að stíga fram og leita úr þeim aðstæðum þar sem þetta (kynferðisbrot) á sér stað,” segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Stendur við fyrirmælin Lögreglustjórinn í Eyjum stendur við fyrirmæli um þögn gagnvart fjölmiðlum. „Þessi ákvörðun var tekin að fengnu samráði við fagaðila. Bæði félagsþjónustu Vestmannaeyjar og áfallateymi Þjóðhátíðar. Þar er fagfólk sem hefur mikla þekkingu á þessu. Ég hef sjálf mikla þekkingu á þessum málaflokki enda starfað mikið með þolendum í þessum brotum sem réttargæslumaður,“ segir Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri.Hvernig á að draga lærdóm af kynferðisbrotum ef þau eru látin liggja í þagnargildi? „Kynferðisbrot liggja aldrei í þagnargildi og mér þykir mjög óeðlilegt að svona sé spurt. Þetta samfélag, eins og öll önnur, tekur þessum brotum mjög alvarlega og ég held að ekkert snerti okkur meira en þessi brot,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri. Elliði, segist fyrst hafa lesið um þessa ákvörðun í fjölmiðlum og segist ekki hafa komið að henni. Hann segir að það sé engin þöggun um kynferðisbrot í Eyjum. Raunveruleg brot fari í rannsókn og eftir atvikum ákæru og endi fyrir dómstólum. Það verði því aldrei þöggun um brotin í Eyjum þótt fjölmiðlar verði ekki upplýstir um þau eftir að þau koma upp. Tengdar fréttir Lýsa yfir furðu sinni á málflutningi lögreglustjórans í Eyjum Stjórnir Blaðamannafélags Íslands og Félags fréttamanna segja sjónarmið lögreglustjórans algerlega úr takt við þau meginsjónarmið um upplýsta og opna umræðu. 30. júlí 2015 15:03 Segir afstöðuna þöggun um samfélagsmein Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum krafðist þagnar um kynferðisbrot á Þjóðhátíð í bréfi til viðbragðsaðila. 30. júlí 2015 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum stendur við ákvörðun sína um bann við upplýsingum til fjölmiðla um möguleg kynferðisbrotamál á þjóðhátíð. Talskona Stígamóta segir það valda sérstökum áhyggjum að lögreglustjórinn hafi ekki betri skilning á eðli kynferðisbrota og hvernig beri að fara með þau.Bréf Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra í Vestmannaeyjum þar sem hún beinir þeim tilmælum til viðbragðsaðila vegna kynferðisofbeldis að greina ekki fjölmiðlum frá kynferðisbrotum á Þjóðhátíð í eyjum hefur vakið hörð viðbrögð. Í bréfinu segir Páley m.a:„Ég hef ákveðið í samráði við áfallateymi þjóðhátíðar og félagsþjónustu Vestmannaeyjabæjar að lögreglan mun ekki veita upplýsingar um kynferðisbrot til fjölmiðla þessa helgi frekar en gert er á öðrum tímum. (…) Ég skora því hér með á ykkur öll sem mögulega koma að þessum málum eða fáið um þau upplýsingar að brýna ykkar fólk á þagnarskyldunni og hvetja fólk til að segja hvorki af eða á og veita engar upplýsingar hvort sem að það koma upp kynferðisbrot á hátíðinni eða ekki.“Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta365/Þorbjörn ÞórðarsonKlaufaleg byrjendamistök „Ég held ég verði að vona að þarna sé um mjög klaufaleg byrjendamistök að ræða. Á sama tíma er það ekki mjög traustvekjandi að yfirmaður lögreglunnar í Eyjum hafi ekki betri innsýn og skilning á eðli kynferðisbrota og hvernig beri að fara með þau,” segir Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta. Eru þetta ekki fyrirmæli um þöggun? „Það er ekki hægt að horfa framhjá því að það virkar þannig. Hver svo sem meiningin með öllu þessu var.” Í þessum málaflokki þar sem fólk í viðkvæmri stöðu á í hlut þá hjálpar öll umræða. Það að fólk segi sögu sína hjálpar öðrum að stíga fram og leita úr þeim aðstæðum þar sem þetta (kynferðisbrot) á sér stað,” segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Stendur við fyrirmælin Lögreglustjórinn í Eyjum stendur við fyrirmæli um þögn gagnvart fjölmiðlum. „Þessi ákvörðun var tekin að fengnu samráði við fagaðila. Bæði félagsþjónustu Vestmannaeyjar og áfallateymi Þjóðhátíðar. Þar er fagfólk sem hefur mikla þekkingu á þessu. Ég hef sjálf mikla þekkingu á þessum málaflokki enda starfað mikið með þolendum í þessum brotum sem réttargæslumaður,“ segir Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri.Hvernig á að draga lærdóm af kynferðisbrotum ef þau eru látin liggja í þagnargildi? „Kynferðisbrot liggja aldrei í þagnargildi og mér þykir mjög óeðlilegt að svona sé spurt. Þetta samfélag, eins og öll önnur, tekur þessum brotum mjög alvarlega og ég held að ekkert snerti okkur meira en þessi brot,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri. Elliði, segist fyrst hafa lesið um þessa ákvörðun í fjölmiðlum og segist ekki hafa komið að henni. Hann segir að það sé engin þöggun um kynferðisbrot í Eyjum. Raunveruleg brot fari í rannsókn og eftir atvikum ákæru og endi fyrir dómstólum. Það verði því aldrei þöggun um brotin í Eyjum þótt fjölmiðlar verði ekki upplýstir um þau eftir að þau koma upp.
Tengdar fréttir Lýsa yfir furðu sinni á málflutningi lögreglustjórans í Eyjum Stjórnir Blaðamannafélags Íslands og Félags fréttamanna segja sjónarmið lögreglustjórans algerlega úr takt við þau meginsjónarmið um upplýsta og opna umræðu. 30. júlí 2015 15:03 Segir afstöðuna þöggun um samfélagsmein Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum krafðist þagnar um kynferðisbrot á Þjóðhátíð í bréfi til viðbragðsaðila. 30. júlí 2015 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Lýsa yfir furðu sinni á málflutningi lögreglustjórans í Eyjum Stjórnir Blaðamannafélags Íslands og Félags fréttamanna segja sjónarmið lögreglustjórans algerlega úr takt við þau meginsjónarmið um upplýsta og opna umræðu. 30. júlí 2015 15:03
Segir afstöðuna þöggun um samfélagsmein Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum krafðist þagnar um kynferðisbrot á Þjóðhátíð í bréfi til viðbragðsaðila. 30. júlí 2015 07:00