Stjórnarandstaðan situr hjá við atkvæðagreiðsluna sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 16. desember 2015 18:29 Stjórnarandstaðan hefur meðal annars barist fyrir því að Landspítalinn fái aukin framlög, í takt við það sem yfirstjórn hans hefur talið nauðsynlegt. Vísir/Ernir Leiðtogar stjórnarandstöðunnar lýstu því yfir á Alþingi á sjötta tímanum að þingflokkar þeirra myndu sitja hjá við atkvæðagreiðslu í flestum málum. Annarri umræðu um fjárlög næsta árs lauk síðdegis, og stendur atkvæðgreiðslan nú yfir. „Heildarstefna frumvarpsins sýnir þá stefnu að draga hér úr samneyslu. Hún er angi af sömu stefnu sem snýst um að fletja út skattkerfið og draga úr samneyslunni sem við eigum saman. Þess vegna munum við sitja hjá við flestar tillögur. En að öðru leyti munum við lýsa okkar afstöðu í umfjöllun um einstakar tillögur,” sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Píratar tóku í sama streng, og sögðust ætla að greiða atkvæði við einstaka tillögur, út frá hjartanu. „Það er þannig að fjárlög eru þess eðlis að minnihlutinn getur haft mjög lítil áhrif á fjárlagaliðina því við búum við svokallað meirihlutaræði. En það er einlæg ósk mín að þingmenn tryggi, og ég veit að þetta er bara óskhyggja, að öryrkjar og ellilífeyrisþegar fái sömu bætur og aðrir hópar í samfélaginu,” sagði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Óttarr Proppé, formaður Bjartar framtíðar, lagði áherslu á að tekið verði tillit til tillagna stjórnarandstöðunnar. „Þessar tillögur eru að grunninum hugsaðar til þess að íslenskt samfélag rísi saman upp úr vandræðunum, en ekki að sumir hópar rísi á kostnað annarra,“ sagði hann. Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, kallaði eftir frekari forgangsröðun. „Það sem mér fyndist vanta í umræðuna, bæði hér í þingsal og í þjóðfélaginu, er að við þurfum að forgangsraða. Og það þýðir það að við þurfum að spara á ákveðnum sviðum. Ég vona það að í framhaldi umræðunnar að þá verði sú mikilvæga umræða tekin, því hún er ekki síður mikilvæg, heldur en í hvað við viljum setja fjármunina,“ sagði hann. Stjórnarandstaðan hefur meðal annars barist fyrir því að Landspítalinn fái aukin framlög, í takt við það sem yfirstjórn hans hefur talið nauðsynlegt. Sömuleiðis hefur stjórnarandstaðan krafist þess að framlög til Ríkisútvarpsins verði ekki skert. Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Sjá meira
Leiðtogar stjórnarandstöðunnar lýstu því yfir á Alþingi á sjötta tímanum að þingflokkar þeirra myndu sitja hjá við atkvæðagreiðslu í flestum málum. Annarri umræðu um fjárlög næsta árs lauk síðdegis, og stendur atkvæðgreiðslan nú yfir. „Heildarstefna frumvarpsins sýnir þá stefnu að draga hér úr samneyslu. Hún er angi af sömu stefnu sem snýst um að fletja út skattkerfið og draga úr samneyslunni sem við eigum saman. Þess vegna munum við sitja hjá við flestar tillögur. En að öðru leyti munum við lýsa okkar afstöðu í umfjöllun um einstakar tillögur,” sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Píratar tóku í sama streng, og sögðust ætla að greiða atkvæði við einstaka tillögur, út frá hjartanu. „Það er þannig að fjárlög eru þess eðlis að minnihlutinn getur haft mjög lítil áhrif á fjárlagaliðina því við búum við svokallað meirihlutaræði. En það er einlæg ósk mín að þingmenn tryggi, og ég veit að þetta er bara óskhyggja, að öryrkjar og ellilífeyrisþegar fái sömu bætur og aðrir hópar í samfélaginu,” sagði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Óttarr Proppé, formaður Bjartar framtíðar, lagði áherslu á að tekið verði tillit til tillagna stjórnarandstöðunnar. „Þessar tillögur eru að grunninum hugsaðar til þess að íslenskt samfélag rísi saman upp úr vandræðunum, en ekki að sumir hópar rísi á kostnað annarra,“ sagði hann. Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, kallaði eftir frekari forgangsröðun. „Það sem mér fyndist vanta í umræðuna, bæði hér í þingsal og í þjóðfélaginu, er að við þurfum að forgangsraða. Og það þýðir það að við þurfum að spara á ákveðnum sviðum. Ég vona það að í framhaldi umræðunnar að þá verði sú mikilvæga umræða tekin, því hún er ekki síður mikilvæg, heldur en í hvað við viljum setja fjármunina,“ sagði hann. Stjórnarandstaðan hefur meðal annars barist fyrir því að Landspítalinn fái aukin framlög, í takt við það sem yfirstjórn hans hefur talið nauðsynlegt. Sömuleiðis hefur stjórnarandstaðan krafist þess að framlög til Ríkisútvarpsins verði ekki skert.
Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Sjá meira