Hélt í sáttaleiðangur til Moskvu Guðsteinn Bjarnason skrifar 16. desember 2015 07:00 John Kerry leggur við eyrun á fundi með starfsbróður sínum, Sergei Lavrov, í Moskvu vísir/EPA John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sat í gær á fundum í Moskvu með Vladimír Pútín forseta og Sergei Lavrov utanríkisráðherra, í von um að geta jafnað ágreining ríkjanna um borgarastyrjöldina í Sýrlandi. „Ég vona að við getum fundið einhvern sameiginlegan grundvöll,“ sagði Kerry við blaðamenn. „Jafnvel þótt við höfum verið ósammála um sumt þá höfum við getað unnið að ákveðnum málum með góðum árangri.“ Bandaríkin hafa í meira en ár varpað sprengjum í gríð og erg á bækistöðvar Daish-samtakanna í Sýrlandi. Í september hófu Rússar svo að varpa sprengjum á uppreisnarmenn í Sýrlandi, þar á meðal liðsmenn Daish-samtakanna. Yfirlýst markmið Rússa hefur verið að styrkja stöðu Bashar al Assads forseta, en Bandaríkin og Vesturlönd almennt telja ekki koma til greina að styðja hann með neinum hætti. Frakkar tóku svo að varpa sprengjum á Daish-samtökin eftir voðaverkin í París í nóvember. Bretar og fleiri vestrænar þjóðir hafa einnig ákveðið að vera með í þessum hernaði. Jórdanía og fleiri ríki í Mið-Austurlöndum hafa einnig gert sprengjuárásir á Íslamska ríkið. Alþjóðleg mannréttindasamtök hafa ítrekað sagt að allar þessar sprengjur hafi kostað fjölda almennra borgara lífið. Þá skýrði Sádi-Arabía í gær frá því að 34 ríki verði meðlimir í nýju hernaðarbandalagi, sem beint verður gegn Íslamska ríkinu, eða Daish-samtökunum eins og þau nefnast ef notast er við arabísku skammstöfunina. Mohammed bin Salman, varnarmálaráðherra Sádi-Arabíu og varakrónprins landsins, segir Íslamska ríkið vera sjúkdóm sem hinn íslamski heimur verði að berjast gegn. Flest eru þetta ríki, þar sem múslimar eru í miklum meirihluta íbúa. Þar á meðal má nefna Egyptaland, Tyrkland, Jórdaníu og Pakistan, en hvorki Íran né Indónesía eru þó með í þessu nýja bandalagi. Bandaríkjamenn fögnuðu í gær framtaki Sádi-Arabíu: „Almennt séð virðist þetta í meginatriðum í samræmi við það sem við höfum verið að hvetja til um nokkra hríð, sem er að lönd súnní-múslima taki meiri þátt í baráttunni gegn Íslamska ríkinu,“ sagði Ashton Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sem í gær var staddur í Tyrklandi.Aðildarríki nýja bandalagsins gegn Daish:Barein, Bangladess, Benín, Djíbútí, Fílabeinsströndin, Gabon, Gínea, Palestína, Jemen, Jórdanía, Katar, Komoros-eyjar, Kúveit, Líbanon, Líbía, Maldív-eyjar, Malí, Malasía, Egyptaland, Marokkó, Máritania, Níger, Nígería, Pakistan, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Sádi-Arabía, Senegal, Sierra Leone, Sómalía, Súdan, Tógó, Tsjad, Tyrkland og Túnis. Máritanía Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sat í gær á fundum í Moskvu með Vladimír Pútín forseta og Sergei Lavrov utanríkisráðherra, í von um að geta jafnað ágreining ríkjanna um borgarastyrjöldina í Sýrlandi. „Ég vona að við getum fundið einhvern sameiginlegan grundvöll,“ sagði Kerry við blaðamenn. „Jafnvel þótt við höfum verið ósammála um sumt þá höfum við getað unnið að ákveðnum málum með góðum árangri.“ Bandaríkin hafa í meira en ár varpað sprengjum í gríð og erg á bækistöðvar Daish-samtakanna í Sýrlandi. Í september hófu Rússar svo að varpa sprengjum á uppreisnarmenn í Sýrlandi, þar á meðal liðsmenn Daish-samtakanna. Yfirlýst markmið Rússa hefur verið að styrkja stöðu Bashar al Assads forseta, en Bandaríkin og Vesturlönd almennt telja ekki koma til greina að styðja hann með neinum hætti. Frakkar tóku svo að varpa sprengjum á Daish-samtökin eftir voðaverkin í París í nóvember. Bretar og fleiri vestrænar þjóðir hafa einnig ákveðið að vera með í þessum hernaði. Jórdanía og fleiri ríki í Mið-Austurlöndum hafa einnig gert sprengjuárásir á Íslamska ríkið. Alþjóðleg mannréttindasamtök hafa ítrekað sagt að allar þessar sprengjur hafi kostað fjölda almennra borgara lífið. Þá skýrði Sádi-Arabía í gær frá því að 34 ríki verði meðlimir í nýju hernaðarbandalagi, sem beint verður gegn Íslamska ríkinu, eða Daish-samtökunum eins og þau nefnast ef notast er við arabísku skammstöfunina. Mohammed bin Salman, varnarmálaráðherra Sádi-Arabíu og varakrónprins landsins, segir Íslamska ríkið vera sjúkdóm sem hinn íslamski heimur verði að berjast gegn. Flest eru þetta ríki, þar sem múslimar eru í miklum meirihluta íbúa. Þar á meðal má nefna Egyptaland, Tyrkland, Jórdaníu og Pakistan, en hvorki Íran né Indónesía eru þó með í þessu nýja bandalagi. Bandaríkjamenn fögnuðu í gær framtaki Sádi-Arabíu: „Almennt séð virðist þetta í meginatriðum í samræmi við það sem við höfum verið að hvetja til um nokkra hríð, sem er að lönd súnní-múslima taki meiri þátt í baráttunni gegn Íslamska ríkinu,“ sagði Ashton Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sem í gær var staddur í Tyrklandi.Aðildarríki nýja bandalagsins gegn Daish:Barein, Bangladess, Benín, Djíbútí, Fílabeinsströndin, Gabon, Gínea, Palestína, Jemen, Jórdanía, Katar, Komoros-eyjar, Kúveit, Líbanon, Líbía, Maldív-eyjar, Malí, Malasía, Egyptaland, Marokkó, Máritania, Níger, Nígería, Pakistan, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Sádi-Arabía, Senegal, Sierra Leone, Sómalía, Súdan, Tógó, Tsjad, Tyrkland og Túnis.
Máritanía Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira