Birgitta segir Ólaf Ragnar hafa setið alltof lengi á forsetastóli Jakob Bjarnar skrifar 25. nóvember 2015 15:00 Kapteinn Pírata vill leggja forsetaembættið af og telur að Ólafur Ragnar eigi að hætta ala á sundrungu og ótta meðal þjóðarinnar. visir/valli/andri marino Bigitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, segir flokkinn ekki hafa mótað stefnu í málefnum þeim sem snúa að embætti forseta Íslands, þar eru skiptar skoðanir en hennar skoðun er sú að leggja beri embættið af. „Persónulega finnst mér óþarfi að vera með forseta. Betra væri ef málskotsrétturinn væri þjóðarinnar.“Hvorki Ólaf né Þorgrím, takk Píratar hafa lagt ríka áherslu á stjórnarskrármálið svokallað; að stefna beri að breytingum á stjórnarskrá þar sem til dæmis kveðið væri skýrt á um auðlindir í þjóðareign. Birgitta segir ekkert launungarmál að hún telji þar Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands vera Þránd í götu. Í gær greindi Vísir frá því að fyrsti forsetaframbjóðandinn væri búinn að gefa sig fram og er sá Þorgrímur Þráinsson rithöfundur og fyrirlesari. Vísir spurði Birgittu hvort hún myndi frekar kjósa Ólaf Ragnar eða Þorgrím Þráinsson, ef þessir tveir kostir væru þeir einu í boði? „Mér finnst Ólafur hafa setið á forsetastól allt of lengi. Ég myndi kjósa hvorugan. Hef annan í huga sem ég myndi vilja fá í framboð,“ segir Birgitta.Óæskileg afskiptasemi forsetans Ólafur Ragnar Grímsson hefur ekkert gefið út um það enn hvort hann hyggist sækjast eftir endurkjöri en framganga hans í kjölfar árásanna í París hefur vakið athygli; forsetinn hefur talað um að nú dugi ekki barnaskapur og einfeldni og ómögulegt að skilja hann öðru vísi en svo að herða beri tökin. „Mér finnst Ólafur Ragnar eigi að hætta að ala á ótta og sundrungu meðal þjóðarinnar. Við erum með bæði innan- og utanríkisráðherra sem eru vel til þess bær að svara spurningum um öryggismál þjóðarinnar innra sem ytra enda fara þau með þá málaflokka en ekki forseti vor. Þá ætti hann að hætta að reyna að hafa áhrif á störf þingsins nema að þjóðin biðji hann sérstaklega um að nýta sér málskotsréttinn,“ segir kapteinn Pírata um framgöngu forsetans. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Ágústa Eva myndi gefa líf sitt fyrir bjargráð forseta í Icesave Skiptar skoðanir eru um ágæti forseta Íslands í menningarheimum. 24. nóvember 2015 17:45 95 prósent líkur á því að Þorgrímur fari í forsetann Einn þeirra fyrstu sem gefur sig fram sem væntanlegur forsetaframbjóðandi er kominn fram: Þorgrímur Þráinsson. 24. nóvember 2015 11:59 Forsetinn segir barnalega einfeldni ekki lausnina Ólafur Ragnar Grímsson er herskár og upplýsti að hann hefði upplýsingar um að erlent ríki vilji skipta sér af trúarbrögðum á Íslandi. 17. nóvember 2015 09:30 Prófessor segir orð forsetans hafa leitt til sundrungar á meðal þjóðarinnar "Það er nokkuð ljóst að forseti Íslands hefur hagað orðum sínum með þeim hætti að þau hafa frekar leitt til sundrungar í samfélaginu heldur en sameiningar,“ segir Baldur Þórhallsson prófessor. 23. nóvember 2015 12:00 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Bigitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, segir flokkinn ekki hafa mótað stefnu í málefnum þeim sem snúa að embætti forseta Íslands, þar eru skiptar skoðanir en hennar skoðun er sú að leggja beri embættið af. „Persónulega finnst mér óþarfi að vera með forseta. Betra væri ef málskotsrétturinn væri þjóðarinnar.“Hvorki Ólaf né Þorgrím, takk Píratar hafa lagt ríka áherslu á stjórnarskrármálið svokallað; að stefna beri að breytingum á stjórnarskrá þar sem til dæmis kveðið væri skýrt á um auðlindir í þjóðareign. Birgitta segir ekkert launungarmál að hún telji þar Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands vera Þránd í götu. Í gær greindi Vísir frá því að fyrsti forsetaframbjóðandinn væri búinn að gefa sig fram og er sá Þorgrímur Þráinsson rithöfundur og fyrirlesari. Vísir spurði Birgittu hvort hún myndi frekar kjósa Ólaf Ragnar eða Þorgrím Þráinsson, ef þessir tveir kostir væru þeir einu í boði? „Mér finnst Ólafur hafa setið á forsetastól allt of lengi. Ég myndi kjósa hvorugan. Hef annan í huga sem ég myndi vilja fá í framboð,“ segir Birgitta.Óæskileg afskiptasemi forsetans Ólafur Ragnar Grímsson hefur ekkert gefið út um það enn hvort hann hyggist sækjast eftir endurkjöri en framganga hans í kjölfar árásanna í París hefur vakið athygli; forsetinn hefur talað um að nú dugi ekki barnaskapur og einfeldni og ómögulegt að skilja hann öðru vísi en svo að herða beri tökin. „Mér finnst Ólafur Ragnar eigi að hætta að ala á ótta og sundrungu meðal þjóðarinnar. Við erum með bæði innan- og utanríkisráðherra sem eru vel til þess bær að svara spurningum um öryggismál þjóðarinnar innra sem ytra enda fara þau með þá málaflokka en ekki forseti vor. Þá ætti hann að hætta að reyna að hafa áhrif á störf þingsins nema að þjóðin biðji hann sérstaklega um að nýta sér málskotsréttinn,“ segir kapteinn Pírata um framgöngu forsetans.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Ágústa Eva myndi gefa líf sitt fyrir bjargráð forseta í Icesave Skiptar skoðanir eru um ágæti forseta Íslands í menningarheimum. 24. nóvember 2015 17:45 95 prósent líkur á því að Þorgrímur fari í forsetann Einn þeirra fyrstu sem gefur sig fram sem væntanlegur forsetaframbjóðandi er kominn fram: Þorgrímur Þráinsson. 24. nóvember 2015 11:59 Forsetinn segir barnalega einfeldni ekki lausnina Ólafur Ragnar Grímsson er herskár og upplýsti að hann hefði upplýsingar um að erlent ríki vilji skipta sér af trúarbrögðum á Íslandi. 17. nóvember 2015 09:30 Prófessor segir orð forsetans hafa leitt til sundrungar á meðal þjóðarinnar "Það er nokkuð ljóst að forseti Íslands hefur hagað orðum sínum með þeim hætti að þau hafa frekar leitt til sundrungar í samfélaginu heldur en sameiningar,“ segir Baldur Þórhallsson prófessor. 23. nóvember 2015 12:00 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Ágústa Eva myndi gefa líf sitt fyrir bjargráð forseta í Icesave Skiptar skoðanir eru um ágæti forseta Íslands í menningarheimum. 24. nóvember 2015 17:45
95 prósent líkur á því að Þorgrímur fari í forsetann Einn þeirra fyrstu sem gefur sig fram sem væntanlegur forsetaframbjóðandi er kominn fram: Þorgrímur Þráinsson. 24. nóvember 2015 11:59
Forsetinn segir barnalega einfeldni ekki lausnina Ólafur Ragnar Grímsson er herskár og upplýsti að hann hefði upplýsingar um að erlent ríki vilji skipta sér af trúarbrögðum á Íslandi. 17. nóvember 2015 09:30
Prófessor segir orð forsetans hafa leitt til sundrungar á meðal þjóðarinnar "Það er nokkuð ljóst að forseti Íslands hefur hagað orðum sínum með þeim hætti að þau hafa frekar leitt til sundrungar í samfélaginu heldur en sameiningar,“ segir Baldur Þórhallsson prófessor. 23. nóvember 2015 12:00