Spyr hvort samúð Íslendinga væri svipuð ef um svart flóttafólk væri að ræða Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. nóvember 2015 15:46 Flóttafólk á grísku eyjunni Lesbos. vísir/getty Kristín Loftsdóttir, prófessor í mannfræði, varpaði upp þeirri spurningu í erindi sem hún hélt á hádegisfundi í Háskóla Íslands í dag hvort að samúð Íslendinga síðustu misseri fyrir flóttafólki frá Sýrlandi væri komin til vegna kunnugleika. Nefndi Kristín meðal annars litarhaft fólksins og neyslumenningu sem birtist í klæðaburði, leikföngum barna og öðru á fréttamyndum í fjölmiðlum. „Fréttir af flóttafólki frá Sýrlandi vöktu sterka bylgju samúðar hér á landi. Birtar voru myndir og nöfn barna sem dóu og viðtöl við eftirlifandi foreldra þeirra og í raun er mjög áhugavert hversu lítil áhersla var á að þau væru múslimar. Það var eins og það skipti ekki máli,“ sagði Kristín. Engin gjá hefði þannig verið mynduð á milli þeirra og okkar vegna trúarbragða. Hún tók síðan dæmi um mynd af föður sem hélt á drengnum sínum í fanginu og faðmaði hann að sér. Kristín sagði myndina gott dæmi um kunnugleikann; drengurinn á myndinni hefði verið í næstum sömu fötunum og 12 ára strákurinn hennar, sams konar strigaskóm, buxum og hettupeysu. „Á sama tíma og þessi kunnugleiki er mikilvægur þá er spurning hversu mikil áhrif hann hefur á samúð okkar Íslendinga? [...] Hefði hún verið sú sama ef þetta hefðu verið dökkir menn frá Afríkuríkinu Níger?“Kirstín Loftsdóttir, prófessor í mannfræðivísir/anton brink„Mannúð og mennska lýtur ekki eignarhaldi okkar í Vestur-Evrópu“ Kristín gerði svo nýlegar hryðjuverkaárásir í París að umtalsefni og umræðuna sem kviknað hefði hér á landi í kjölfar þeirra. Nefndi hún meðal annars orð ráðamanna sem hefðu haldið því á lofti að mikilvægt væri nú að standa vörð um vestrænar hugsjónir, mannúð og mennsku, en slík umræða væri samhljóma umræðunni annars staðar í Evrópu. „Það er talað líkt og Evrópa sé upphaf og endir mennskunnar og mannúðarinnar,“ sagði Kristín en benti á að samsömun og kynþáttafordómar hefðu verið ríkur þáttur í heimsvalda-og nýlendufortíð Evrópu og væru enn til staðar. „Í þessu er mikilvægt að muna að kynþáttafordómar eru hluti af okkar sögu og mannúð og mennska lýtur ekki eignarhaldi okkar í Vestur-Evrópu. [...] Kynþáttafordómar hafa aldrei bara snúist um húðlit fólks heldur kerfisbundna útskúfun og niðurlægingu ákveðinna hópa vegna þeiss að þeir eru í eðli sínu skilgreindir vanhæfir til þátttöku í okkar samfélagi,“ sagði Kristín.Aðrir framsögumenn á fundinum, Ólafur Þ. Harðarson og Helga Ólafs, eru hér á fremsta bekk ásamt Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands, og Óttarri Proppé, þingmanni.vísir/anton brinkVoðaverkin í París afsprengi nútímans Hún sagði staðalmyndir íslam í Evrópu meðal annars fela þetta í sér. Litið væri á múslima sem eina heild sem væri ósamrýmanleg evrópskum gildum þar sem þeir lifðu eftir fastari gildum úr fortíðinni. Kristín sagði hins vegar mikilvægt að hafa í huga að voðaverkin í París sem framkvæmd voru í nafni íslam eru afsprengi nútímans og pólitískra átaka í dag. Kristín sagði að Íslendingar yrðu að vera vakandi fyrir því nú hvort að við hættum að sjá flóttafólk sem einstaklinga og færum að sjá það sem andlitslausa múslima og mögulega hryðjuverkamenn. Erindi Kristínar var eitt af þremur á fundi í háskólanum í dag um fjölmenningu, stjórnmál og fjölmiðla en um var að ræða fyrsta fundinn í fundaröð HÍ undir yfirskriftinni Fræði og fjölmenning. Rætt verður við Kristínu og Ólaf Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, sem einnig tók til máls á fundinum í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Tengdar fréttir Vilja senda þau skilaboð að flóttafólk og hælisleitendur séu velkomnir hér á landi Unglingar í Laugarneshverfi standa fyrir meðmælagöngu í kvöld. 22. október 2015 16:51 Prjónuðu húfur handa flóttamönnum Opið hús var í Sjálandsskóla í dag í tilefni verkefnisins Hlýjar hugsanir. 21. nóvember 2015 17:40 Kvótaflóttamenn frekar fjölskyldufólk Mikill fjöldi Sjálfstæðismanna höfðu fyrirspurnir til forystunnar. 24. október 2015 11:58 13 milljónir til flóttafólks á Grikklandi Svara ákalli Grikkja. 8. nóvember 2015 13:01 Vilja að Afríkuríkin leggi meira af mörkum varðandi flóttamannavandann Leiðtogafundur Evrópuríkja og Afríkuríkja hefst á Möltu í dag þar sem flóttamannastraumurinn til Evrópu verður ræddur. Sky News greina frá því að Evrópuþjóðirnar ætli að bjóða Afríkuríkjum aðgang að sjóði upp á tæpa tvo milljarða evra, fáist þeir til gera sitt til að draga úr straumi flóttamanna og gera meira meira í málefnum þeirra. 11. nóvember 2015 08:40 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Sjá meira
Kristín Loftsdóttir, prófessor í mannfræði, varpaði upp þeirri spurningu í erindi sem hún hélt á hádegisfundi í Háskóla Íslands í dag hvort að samúð Íslendinga síðustu misseri fyrir flóttafólki frá Sýrlandi væri komin til vegna kunnugleika. Nefndi Kristín meðal annars litarhaft fólksins og neyslumenningu sem birtist í klæðaburði, leikföngum barna og öðru á fréttamyndum í fjölmiðlum. „Fréttir af flóttafólki frá Sýrlandi vöktu sterka bylgju samúðar hér á landi. Birtar voru myndir og nöfn barna sem dóu og viðtöl við eftirlifandi foreldra þeirra og í raun er mjög áhugavert hversu lítil áhersla var á að þau væru múslimar. Það var eins og það skipti ekki máli,“ sagði Kristín. Engin gjá hefði þannig verið mynduð á milli þeirra og okkar vegna trúarbragða. Hún tók síðan dæmi um mynd af föður sem hélt á drengnum sínum í fanginu og faðmaði hann að sér. Kristín sagði myndina gott dæmi um kunnugleikann; drengurinn á myndinni hefði verið í næstum sömu fötunum og 12 ára strákurinn hennar, sams konar strigaskóm, buxum og hettupeysu. „Á sama tíma og þessi kunnugleiki er mikilvægur þá er spurning hversu mikil áhrif hann hefur á samúð okkar Íslendinga? [...] Hefði hún verið sú sama ef þetta hefðu verið dökkir menn frá Afríkuríkinu Níger?“Kirstín Loftsdóttir, prófessor í mannfræðivísir/anton brink„Mannúð og mennska lýtur ekki eignarhaldi okkar í Vestur-Evrópu“ Kristín gerði svo nýlegar hryðjuverkaárásir í París að umtalsefni og umræðuna sem kviknað hefði hér á landi í kjölfar þeirra. Nefndi hún meðal annars orð ráðamanna sem hefðu haldið því á lofti að mikilvægt væri nú að standa vörð um vestrænar hugsjónir, mannúð og mennsku, en slík umræða væri samhljóma umræðunni annars staðar í Evrópu. „Það er talað líkt og Evrópa sé upphaf og endir mennskunnar og mannúðarinnar,“ sagði Kristín en benti á að samsömun og kynþáttafordómar hefðu verið ríkur þáttur í heimsvalda-og nýlendufortíð Evrópu og væru enn til staðar. „Í þessu er mikilvægt að muna að kynþáttafordómar eru hluti af okkar sögu og mannúð og mennska lýtur ekki eignarhaldi okkar í Vestur-Evrópu. [...] Kynþáttafordómar hafa aldrei bara snúist um húðlit fólks heldur kerfisbundna útskúfun og niðurlægingu ákveðinna hópa vegna þeiss að þeir eru í eðli sínu skilgreindir vanhæfir til þátttöku í okkar samfélagi,“ sagði Kristín.Aðrir framsögumenn á fundinum, Ólafur Þ. Harðarson og Helga Ólafs, eru hér á fremsta bekk ásamt Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands, og Óttarri Proppé, þingmanni.vísir/anton brinkVoðaverkin í París afsprengi nútímans Hún sagði staðalmyndir íslam í Evrópu meðal annars fela þetta í sér. Litið væri á múslima sem eina heild sem væri ósamrýmanleg evrópskum gildum þar sem þeir lifðu eftir fastari gildum úr fortíðinni. Kristín sagði hins vegar mikilvægt að hafa í huga að voðaverkin í París sem framkvæmd voru í nafni íslam eru afsprengi nútímans og pólitískra átaka í dag. Kristín sagði að Íslendingar yrðu að vera vakandi fyrir því nú hvort að við hættum að sjá flóttafólk sem einstaklinga og færum að sjá það sem andlitslausa múslima og mögulega hryðjuverkamenn. Erindi Kristínar var eitt af þremur á fundi í háskólanum í dag um fjölmenningu, stjórnmál og fjölmiðla en um var að ræða fyrsta fundinn í fundaröð HÍ undir yfirskriftinni Fræði og fjölmenning. Rætt verður við Kristínu og Ólaf Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, sem einnig tók til máls á fundinum í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Tengdar fréttir Vilja senda þau skilaboð að flóttafólk og hælisleitendur séu velkomnir hér á landi Unglingar í Laugarneshverfi standa fyrir meðmælagöngu í kvöld. 22. október 2015 16:51 Prjónuðu húfur handa flóttamönnum Opið hús var í Sjálandsskóla í dag í tilefni verkefnisins Hlýjar hugsanir. 21. nóvember 2015 17:40 Kvótaflóttamenn frekar fjölskyldufólk Mikill fjöldi Sjálfstæðismanna höfðu fyrirspurnir til forystunnar. 24. október 2015 11:58 13 milljónir til flóttafólks á Grikklandi Svara ákalli Grikkja. 8. nóvember 2015 13:01 Vilja að Afríkuríkin leggi meira af mörkum varðandi flóttamannavandann Leiðtogafundur Evrópuríkja og Afríkuríkja hefst á Möltu í dag þar sem flóttamannastraumurinn til Evrópu verður ræddur. Sky News greina frá því að Evrópuþjóðirnar ætli að bjóða Afríkuríkjum aðgang að sjóði upp á tæpa tvo milljarða evra, fáist þeir til gera sitt til að draga úr straumi flóttamanna og gera meira meira í málefnum þeirra. 11. nóvember 2015 08:40 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Fleiri fréttir Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Sjá meira
Vilja senda þau skilaboð að flóttafólk og hælisleitendur séu velkomnir hér á landi Unglingar í Laugarneshverfi standa fyrir meðmælagöngu í kvöld. 22. október 2015 16:51
Prjónuðu húfur handa flóttamönnum Opið hús var í Sjálandsskóla í dag í tilefni verkefnisins Hlýjar hugsanir. 21. nóvember 2015 17:40
Kvótaflóttamenn frekar fjölskyldufólk Mikill fjöldi Sjálfstæðismanna höfðu fyrirspurnir til forystunnar. 24. október 2015 11:58
Vilja að Afríkuríkin leggi meira af mörkum varðandi flóttamannavandann Leiðtogafundur Evrópuríkja og Afríkuríkja hefst á Möltu í dag þar sem flóttamannastraumurinn til Evrópu verður ræddur. Sky News greina frá því að Evrópuþjóðirnar ætli að bjóða Afríkuríkjum aðgang að sjóði upp á tæpa tvo milljarða evra, fáist þeir til gera sitt til að draga úr straumi flóttamanna og gera meira meira í málefnum þeirra. 11. nóvember 2015 08:40