Molum úr kerfinu Sigrún Benedikz skrifar 14. apríl 2015 07:00 Á næstu misserum verður umbylting á framhaldsskólakerfinu á Íslandi. Bóknám til stúdentsprófs verður skorið niður um nálægt 20%, möguleikar þeirra sem dottið hafa út úr námi og eru orðnir 25 ára verða skornir við nögl og hert að smærri framhaldsskólum úti á landi. Þessar aðfarir hafa verið gagnrýndar víða og sýnt fram á með gildum rökum að forsendur ráðherra fyrir breytingunum séu annaðhvort villuljós eða haldi ekki vatni. Viðbrögð ráðherra og ráðuneytis við þessari gagnrýni hafa hins vegar verið nákvæmlega engin, frá honum heyrist hvorki stuna né hósti. Líklega er ekki við öðru að búast, enda erfitt að ímynda sér að einhver haldbær fagleg rök finnist fyrir þessum aðgerðum. Á opinberum vettvangi hefur ráðherra hins vegar sagt hreint út að þetta sé niðurskurður, hann hefur lýst því yfir að hann ætli með þessum aðgerðum að ná aftur og gott betur kjarabótum til kennara frá síðustu samningum, hann stefni að því að spara um tvo milljarða króna í framhaldsskólakerfinu á næstu árum og hyggist keyra þessar breytingar í gegn með góðu eða illu. Svona talar ekki ráðherra sem er metnaðarfullur fyrir hönd menntunar í landinu, svona talar frjálshyggjuhagfræðingur sem lítur svo á að ríkisvaldið og allt því tengt sé af hinu illa.Kemur ekki á óvart Að sjálfstæðismenn hafi niðurskurð í ríkisrekstri á stefnuskrá sinni kemur ekki á óvart en einhvern veginn læðist að manni sá grunur að fleira hangi á spýtunni. Það skyldi þó aldrei vera að þarna glitti í möguleika á að smeygja einkavæðingu inn í framhaldsskólakerfið, bakdyramegin. Það er nokkuð ljóst að þriggja ára stúdentsprófið nægir ekki til að hefja háskólanám nema í sumum greinum. Þar má sjá möguleika fyrir einkaaðila að hasla sér völl með viðbótarundirbúning undir háskólanám. Þetta væri í anda þess sem nýjasta stjarna Samtaka atvinnulífsins og Sjálfstæðisflokksins, pilsfaldakapítalistinn Margrét Pála Ólafsdóttir, sagði á síðasta ársfundi SA: „Leyfum kerfinu að sigla en mölvum út úr því.“ Það ætti ekki að koma neinum á óvart að menntamálaráðherra úr Sjálfstæðisflokknum beiti sér með þessum hætti í sínum málaflokki en það kemur á óvart að algjör pólitísk samstaða sé um þessar aðgerðir á Alþingi, þar hafa þær ekki einu sinni verið ræddar. Hver er stefna stjórnarandstöðunnar? Fram að þessu hefur hún þagað þunnu hljóði nema hvað imprað hefur verið á gagnrýni á niðurskurð til endurmenntunar og einstaka þingmenn hafa lýst áhyggjum sínum af litlu framhaldsskólunum, mest af ótta við að störf tapist úr héraði, að því er virðist. Voru þingmenn Vinstri grænna kosnir í síðustu kosningum svo lauma mætti einkavæðingu umorðalaust inn í framhaldsskólakerfið og þá jafnframt auka misrétti til náms, því undirbúningsnám af því tagi sem hér hefur verið nefnt verður væntanlega dýrt, voru þeir kosnir svo hindra mætti aðgengi íslenskra stúdenta að háskólanámi, voru þeir kosnir til að skera íslenska framhaldsskólann niður við trog? Spyr sá sem ekki veit.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Á næstu misserum verður umbylting á framhaldsskólakerfinu á Íslandi. Bóknám til stúdentsprófs verður skorið niður um nálægt 20%, möguleikar þeirra sem dottið hafa út úr námi og eru orðnir 25 ára verða skornir við nögl og hert að smærri framhaldsskólum úti á landi. Þessar aðfarir hafa verið gagnrýndar víða og sýnt fram á með gildum rökum að forsendur ráðherra fyrir breytingunum séu annaðhvort villuljós eða haldi ekki vatni. Viðbrögð ráðherra og ráðuneytis við þessari gagnrýni hafa hins vegar verið nákvæmlega engin, frá honum heyrist hvorki stuna né hósti. Líklega er ekki við öðru að búast, enda erfitt að ímynda sér að einhver haldbær fagleg rök finnist fyrir þessum aðgerðum. Á opinberum vettvangi hefur ráðherra hins vegar sagt hreint út að þetta sé niðurskurður, hann hefur lýst því yfir að hann ætli með þessum aðgerðum að ná aftur og gott betur kjarabótum til kennara frá síðustu samningum, hann stefni að því að spara um tvo milljarða króna í framhaldsskólakerfinu á næstu árum og hyggist keyra þessar breytingar í gegn með góðu eða illu. Svona talar ekki ráðherra sem er metnaðarfullur fyrir hönd menntunar í landinu, svona talar frjálshyggjuhagfræðingur sem lítur svo á að ríkisvaldið og allt því tengt sé af hinu illa.Kemur ekki á óvart Að sjálfstæðismenn hafi niðurskurð í ríkisrekstri á stefnuskrá sinni kemur ekki á óvart en einhvern veginn læðist að manni sá grunur að fleira hangi á spýtunni. Það skyldi þó aldrei vera að þarna glitti í möguleika á að smeygja einkavæðingu inn í framhaldsskólakerfið, bakdyramegin. Það er nokkuð ljóst að þriggja ára stúdentsprófið nægir ekki til að hefja háskólanám nema í sumum greinum. Þar má sjá möguleika fyrir einkaaðila að hasla sér völl með viðbótarundirbúning undir háskólanám. Þetta væri í anda þess sem nýjasta stjarna Samtaka atvinnulífsins og Sjálfstæðisflokksins, pilsfaldakapítalistinn Margrét Pála Ólafsdóttir, sagði á síðasta ársfundi SA: „Leyfum kerfinu að sigla en mölvum út úr því.“ Það ætti ekki að koma neinum á óvart að menntamálaráðherra úr Sjálfstæðisflokknum beiti sér með þessum hætti í sínum málaflokki en það kemur á óvart að algjör pólitísk samstaða sé um þessar aðgerðir á Alþingi, þar hafa þær ekki einu sinni verið ræddar. Hver er stefna stjórnarandstöðunnar? Fram að þessu hefur hún þagað þunnu hljóði nema hvað imprað hefur verið á gagnrýni á niðurskurð til endurmenntunar og einstaka þingmenn hafa lýst áhyggjum sínum af litlu framhaldsskólunum, mest af ótta við að störf tapist úr héraði, að því er virðist. Voru þingmenn Vinstri grænna kosnir í síðustu kosningum svo lauma mætti einkavæðingu umorðalaust inn í framhaldsskólakerfið og þá jafnframt auka misrétti til náms, því undirbúningsnám af því tagi sem hér hefur verið nefnt verður væntanlega dýrt, voru þeir kosnir svo hindra mætti aðgengi íslenskra stúdenta að háskólanámi, voru þeir kosnir til að skera íslenska framhaldsskólann niður við trog? Spyr sá sem ekki veit.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar