Innlent

Málaferli geti ýtt undir ótta og dregið úr öryggi við lyfjagjafir

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar

Birgir Jakobsson landlæknir telur koma til greina að setja lög til að fyrirbyggja sakamál gegn heilbrigðisstarfsfólki fyrir brot sem ekki eru framin af ásetningi.  Mistök við lyfjagjafir eru algengustu frávikin í heilbrigðiskerfinu. Birgir segir þau óhjákvæmileg þegar mannleg hönd komi nærri  og málaferli geti ýtt undir ótta og dregið úr öryggi við lyfjagjafir. Hann segist vona að við stefnum ekki í ameríska kerfið þar sem slík mál séu algeng.

Mannleg mistök eru algeng

Starfsfólk í heilbrigðisgeiranum bíður milli vonar og ótta eftir dómi í máli hjúkrunarfræðingsins sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Birgir bendir á að fyrir nokkrum árum hafi sænsk rannsókn leitt í ljós að það verði mistök við lyfjagjafir í 20 til 30 prósentum allra tilfella. Flest eru minniháttar en stundum eru afleiðingarnar alvarlegar.

Birgir Jakobsson, landlæknir.Vísir/Friðrik

Ný tölvutækni hefur þó fækkað slíkum mistökum.

Ásetningsbrot eru sjaldgæf

Birgir segir að það þurfi þó að rannsaka öll alvarleg atvik I heilbrigðiskerfinu og leita af sér allan grun um að mistök hafi ekki verið gerð af ásetningi eða fyrir vítaverðan trassaskap. Slíkt sé hinsvegar afar sjaldgæft í heilbrigðiskerfinu.



Til þess að hægt sé að rannsaka brot þurfi þó að tilkynna þau og það sé hætt við því að fólk geri það síður ef það geti átt von á því að verða lögsótt. Þá séu mistökin til að læra af þeim, ef við fáum ekki að vita um þau, sé hætt við því að við lærum ekki neitt.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×