Viðskipti innlent

Telur ranglega staðið að boðun hluthafafundar í VÍS

jón hákon halldórsson skrifar
Helga Hlín Hákonardóttir héraðsdómslögmaður gagnrýnir aðdraganda hlutahafafundar VÍS.
Helga Hlín Hákonardóttir héraðsdómslögmaður gagnrýnir aðdraganda hlutahafafundar VÍS.
Ranglega var staðið að málum í aðdraganda stjórnarkjörs í VÍS, sem fram fór í gær, að mati Helgu Hlínar Hákonardóttur héraðsdómslögmanns.


Tveir nýir stjórnarmenn voru kjörnir. Þeir Guðmundur Þórðarson, fyrrverandi hluthafi í Skeljungi, og Norðmaðurinn Jostein Sørvoll. Sá síðarnefndi er fulltrúi Óskabeins. Helga Hlín segir að breyting á umboði stjórnar geti farið fram með tvennum hætti. Hluthafi geti óskað eftir hluthafafundi og þurfi þá að leggja fram tillögu um afturköllun umboðs sitjandi stjórnar – sem síðan þarf að hljóta samþykki meirihluta hluthafa á komandi hluthafafundi.

„Hins vegar getur einn eða fleiri stjórnarmenn skilað umboði sínu þannig að stjórn missir ályktunarhæfi sitt,“ segir Helga Hlín í grein sem hún ritar í Markaðinn í dag.

Hún segir að fyrra skilyrðið hafi ekki verið til staðar og ekki seinna skilyrðið fyrr en síðastliðinn föstudag, þegar í ljós kom að tveir stjórnarmenn yrðu ekki í kjöri.

„Ályktunarhæfi sitt missti stjórn fyrst, opinberlega í það minnsta, þegar framboð til stjórnar voru birt sl. föstudag, rúmum þremur vikum eftir boðun fundarins.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×