Golf

Kristján Þór aftur í landsliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kristján Einarsson.
Kristján Einarsson. Vísir/Stefán
Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari í golfi, hefur valið landslið Íslands í golfi fyrir Evrópumót landsliða sem fer fram í næsta mánuði.

Kristján Þór Einarsson, sem var ekki valinn í landsliðið í fyrra, er valinn nú en hann bar sigur úr býtum í golfkeppni Smáþjóðaleikanna í upphafi mánaðarins.

„Hann segir mér óbeint að ég eigi ekkert heima í landsliðinu því ég á barn og er með annað á leiðinni. Hann telur að metnaðurinn sé ekki í golfinu,“ sagði Kristján við Vísi í fyrra eftir að Úlfar gekk framhjá honum í landsliðsvalinu þá. Úlfar valdi svo Kristján Þór í afreks- og framtíðarhóp GSÍ í lok síðasta árs.

Evrópumót landsliða í golfi fer fram í Póllandi í næsta mánuði og verða landslið Íslands skipuð eftirfarandi kylfingum:

Karlaliðið: Andri Þór Björnsson, Axel Bóasson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Haraldur Franklín Magnús, Kristján Þór Einarsson og Rúnar Arnórsson.

Kvennaliðið: Anna Sólveig Snorradóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Heiða Guðnadóttir, Karen Guðnadótir, Ragnhildur Kristinsdóttir og Sunna Víðisdóttir.


Tengdar fréttir

Var líklega samskiptavandamál

Formaður Golfklúbbsins Kjalar í Mosfellsbæ reiknar með að Kristján Þór Einarsson eigi afturkvæmt í landsliðið.

Hættur að velta mér upp úr þessu

Kristján Þór Einarsson var nokkuð brattur á blaðamannafundi fyrir Íslandsmótið í höggleik sem fer fram á GKG um helgina. Hann er hættur að velta sér upp úr vali Úlfars Jónssonar á landsliðinu og ætlar að einblína á að sigra á Eimskipsmótaröðinni í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×