Mercedes kynnir sjálfkeyrandi bíla á Haustráðstefnu Advania 25. júní 2015 12:45 Advania heldur hina árlegu Haustráðstefnu í 21. sinn þann 4. september í Hörpu. Líkt og áður er margt í boði en alls eru 29 fyrirlestrar á dagskrá ráðstefnunnar. Meðal þess sem stendur upp úr er fyrirlestur frá Mercedes-Benz þar sem talað verður um framtíðarsýn fyrirtækisins fyrir sjálfkeyrandi bíla. Mercedes kynnti nýlega sjálfkeyrandi tilraunabílinn F 015 en hægt er að horfa á umfjöllun tæknimiðilsins Cnet um hann í myndbandinu hér fyrir ofan. Samfélagsbreytingar sem upplýsingatækni mun fela í sér verða fyrirferðamiklar á ráðstefnunni; Hægt verður að stýra tölvum og jaðartækjum með raddskipunum, með nýrri tækni getur fólk sem misst hefur útlim stýrt stoðtækjum með hugarorkunni og aðstoð skynjara og gervigreindar, sjálfkeyrandi bílar munu umbylta samgöngum og borgarskipulagi. Meðal annarra fyrirlestra á ráðstefnunni eru:Geimvísindastofnun Evrópu segir frá því hvernig lent er á halastjörnuStoðtækjafyrirtækið Össur sýnir nýjan gervifót sem er stýrt með hugarafli Hvað veit Google mikið um okkur og hvernig nýtir fyrirtækið gervigreind til að kenna tölvum máltækni og keyra bíla?Rakel Sölvadóttir frumkvöðull og Ólína Helga Sverrisdóttir fjalla um mikilvægi sköpunar í stafrænum heimiJón Tetzchner frumkvöðull ræðir um nýsköpun og nýjan netvafraGísli Marteinn Baldursson kemur ferskur frá Harvard háskóla og fjallar um mikilvægi snjalls borgarskipulags fyrir lífsgæði fólks Einnig verða fyrirlestrar frá Dell, Microsoft, Ríkisskattstjóra, Knowledge Factory, NCR, IKEA, Arion banka, Bókun, Veeam, Videntifier, Veðurstofu Íslands, Raythen|Websense, Strimli, WSP, Karolina Fund, HP og Háskólanum í Reykjavík. Ráðstefnan er með nýju sniði í ár. Fyrir hádegi er boðið upp á dagskrá í Eldborgarsal og eftir hádegi eru þrjár fyrirlestralínur með 18 fyrirlestrum. Haustráðstefna Advania er stærsti viðburður ársins í upplýsingatækni hér á landi og jafnframt ein elsta árlega tækniráðstefna í Evrópu. Samanlagt hafa um 15 þúsund gestir sótt ráðstefnuna frá upphafi. Alls hafa rúmlega 800 fyrirlestrar verið haldnir á þessum ráðstefnum. Nánari upplýsingar og skráningu er að finna á advania.is. Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Advania heldur hina árlegu Haustráðstefnu í 21. sinn þann 4. september í Hörpu. Líkt og áður er margt í boði en alls eru 29 fyrirlestrar á dagskrá ráðstefnunnar. Meðal þess sem stendur upp úr er fyrirlestur frá Mercedes-Benz þar sem talað verður um framtíðarsýn fyrirtækisins fyrir sjálfkeyrandi bíla. Mercedes kynnti nýlega sjálfkeyrandi tilraunabílinn F 015 en hægt er að horfa á umfjöllun tæknimiðilsins Cnet um hann í myndbandinu hér fyrir ofan. Samfélagsbreytingar sem upplýsingatækni mun fela í sér verða fyrirferðamiklar á ráðstefnunni; Hægt verður að stýra tölvum og jaðartækjum með raddskipunum, með nýrri tækni getur fólk sem misst hefur útlim stýrt stoðtækjum með hugarorkunni og aðstoð skynjara og gervigreindar, sjálfkeyrandi bílar munu umbylta samgöngum og borgarskipulagi. Meðal annarra fyrirlestra á ráðstefnunni eru:Geimvísindastofnun Evrópu segir frá því hvernig lent er á halastjörnuStoðtækjafyrirtækið Össur sýnir nýjan gervifót sem er stýrt með hugarafli Hvað veit Google mikið um okkur og hvernig nýtir fyrirtækið gervigreind til að kenna tölvum máltækni og keyra bíla?Rakel Sölvadóttir frumkvöðull og Ólína Helga Sverrisdóttir fjalla um mikilvægi sköpunar í stafrænum heimiJón Tetzchner frumkvöðull ræðir um nýsköpun og nýjan netvafraGísli Marteinn Baldursson kemur ferskur frá Harvard háskóla og fjallar um mikilvægi snjalls borgarskipulags fyrir lífsgæði fólks Einnig verða fyrirlestrar frá Dell, Microsoft, Ríkisskattstjóra, Knowledge Factory, NCR, IKEA, Arion banka, Bókun, Veeam, Videntifier, Veðurstofu Íslands, Raythen|Websense, Strimli, WSP, Karolina Fund, HP og Háskólanum í Reykjavík. Ráðstefnan er með nýju sniði í ár. Fyrir hádegi er boðið upp á dagskrá í Eldborgarsal og eftir hádegi eru þrjár fyrirlestralínur með 18 fyrirlestrum. Haustráðstefna Advania er stærsti viðburður ársins í upplýsingatækni hér á landi og jafnframt ein elsta árlega tækniráðstefna í Evrópu. Samanlagt hafa um 15 þúsund gestir sótt ráðstefnuna frá upphafi. Alls hafa rúmlega 800 fyrirlestrar verið haldnir á þessum ráðstefnum. Nánari upplýsingar og skráningu er að finna á advania.is.
Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira