Rögnunefndin telur Hvassahraun besta kostinn fyrir flugvöll Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 25. júní 2015 14:13 Ragna Árnadóttir var formaður Rögnunefndar. Vísir Starfshópur um flugvallarkosti í höfuðborginni, Rögnunefndin svokallaða, hefur komist að þeirri niðurstöðu að hagkvæmast sé að byggja flugvöll í Hvassahrauni. Þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar sem kynnt verður á Nauthól klukkan hálfþrjú í dag. Telur nefndin að allir þeir staðir sem nefndir eru í skýrslunni geti rúmað þá starfsemi sem nú er í Vatnsmýrinni. Samantekt á helstu niðurstöðum nefndarinnar má sjá hér að neðan.Sjá einnig: Lestu skýrsluna í heild sinni „Þeir geta jafnframt verið varaflugvellir fyrir Keflavíkurflugvöll og öfugt eins og reyndin er með Reykjavíkurflugvöll í dag,“ segir í skýrslunni sem Vísir hefur undir höndum.Hér má sjá Hvassahraun á korti. Það er skammt fyrir utan Hafnarfjörð.Starfshópurinn var settur á laggirnar í október 2013 og hafði það að markmiði að skoða kosti undir flugvöll á höfuðborgarsvæðinu. Nefndin átti að skila skýrslunni fyrir áramót en fékk frest til þess að skila þar til nú í júní.Sjá einnig: Hvassahraun skoðað undir alþjóðaflugvöll „Hvassahraun kemur vel út í samanburði við aðra flugvallarkosti þegar litið er til þátta eins og veðurfars, rýmis og hindrana, kostnaðar og umhverfismála. Þá kemur Hvassahraun best út þegar horft er til möguleika flugvallarstæða til að taka við flugumferð eða starfsemi umfram það sem nú er í Vatnsmýri. Hvassahraun er því að mati stýrihópsins sá flugvallarkostur sem hefur mesta þróunarmöguleika til framtíðar, borið saman við aðra flugvallarkosti. Þó eru ýmis atriði sem skoða þarf betur, þar á meðal mögulegar mótvægisaðgerðir vegna sjúkraflutninga. Við frekari athugun á mögulegum flugvelli í Hvassahrauni verður einnig að taka með í reikninginn nálægð við Keflavíkurflugvöll, svo sem varðandi loftrými, flugferla og rekstur.“Reykjavíkurflugvöllur.Vísir/PjeturMálefni Reykjavíkurflugvallar bitbein áratugum saman Nefndin ítrekar mikilvægi þess að allir aðilar í málinu komi að umræðunni um gögn stýrihópsins, umsögn og tilmæli með opnum huga og sanngirni. „Umhverfið sem þessar tillögur eru settar fram í er að sumu leyti flókið. Málefni Reykjavíkurflugvallar hafa verið bitbein og deilumál árum og áratugum saman.“ Rögnunefndin leggur til að flugvallarskilyrði í Hvassahrauni verði fullkönnuð með nauðsynlegum rannsóknum og að samhliða því verði náð samkomulagi um rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri verði tryggt á meðan nauðsynlegur undirbúningur og eftir atvikum framkvæmdir fara fram. Hólmsheiði kemur lakast út af þeim stöðum sem skoðaðir voru. Staðirnir auk Hólmsheiðar og Hvassahrauns voru Bessastaðanes og Löngusker.Hér má sjá samantekt á helstu niðurstöðum nefndarinnar. Tengdar fréttir Örlög flugbrautarinnar bíða niðurstöðu Rögnunefndar Isavia fékk fyrirmæli frá fyrrverandi innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrir rúmu ári um að hefja undirbúning þess að leggja af minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar. 26. janúar 2015 19:00 Akureyringar vilja hafa sitt um flugvöllinn að segja Bæjarstjórn Akureyrar skorar á borgarfulltrúa Reykjavíkur að gera ekkert varðandi flugvöllinn í Vatnsmýrinni fyrr en Rögnu-nefndin hefur lokið störfum. 18. febrúar 2015 13:58 Flugvöllur ekki einkamál borgaryfirvalda Í ljósi þess að ríkisstjórnin vill óbreytt fyrirkomulag með núverandi flugbrautir verður að teljast með ólíkindum, miðað við hversu sterkri samningstöðu hún er í, að þetta ráðaleysi viðgangist árum saman. 12. desember 2014 07:00 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Sjá meira
Starfshópur um flugvallarkosti í höfuðborginni, Rögnunefndin svokallaða, hefur komist að þeirri niðurstöðu að hagkvæmast sé að byggja flugvöll í Hvassahrauni. Þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar sem kynnt verður á Nauthól klukkan hálfþrjú í dag. Telur nefndin að allir þeir staðir sem nefndir eru í skýrslunni geti rúmað þá starfsemi sem nú er í Vatnsmýrinni. Samantekt á helstu niðurstöðum nefndarinnar má sjá hér að neðan.Sjá einnig: Lestu skýrsluna í heild sinni „Þeir geta jafnframt verið varaflugvellir fyrir Keflavíkurflugvöll og öfugt eins og reyndin er með Reykjavíkurflugvöll í dag,“ segir í skýrslunni sem Vísir hefur undir höndum.Hér má sjá Hvassahraun á korti. Það er skammt fyrir utan Hafnarfjörð.Starfshópurinn var settur á laggirnar í október 2013 og hafði það að markmiði að skoða kosti undir flugvöll á höfuðborgarsvæðinu. Nefndin átti að skila skýrslunni fyrir áramót en fékk frest til þess að skila þar til nú í júní.Sjá einnig: Hvassahraun skoðað undir alþjóðaflugvöll „Hvassahraun kemur vel út í samanburði við aðra flugvallarkosti þegar litið er til þátta eins og veðurfars, rýmis og hindrana, kostnaðar og umhverfismála. Þá kemur Hvassahraun best út þegar horft er til möguleika flugvallarstæða til að taka við flugumferð eða starfsemi umfram það sem nú er í Vatnsmýri. Hvassahraun er því að mati stýrihópsins sá flugvallarkostur sem hefur mesta þróunarmöguleika til framtíðar, borið saman við aðra flugvallarkosti. Þó eru ýmis atriði sem skoða þarf betur, þar á meðal mögulegar mótvægisaðgerðir vegna sjúkraflutninga. Við frekari athugun á mögulegum flugvelli í Hvassahrauni verður einnig að taka með í reikninginn nálægð við Keflavíkurflugvöll, svo sem varðandi loftrými, flugferla og rekstur.“Reykjavíkurflugvöllur.Vísir/PjeturMálefni Reykjavíkurflugvallar bitbein áratugum saman Nefndin ítrekar mikilvægi þess að allir aðilar í málinu komi að umræðunni um gögn stýrihópsins, umsögn og tilmæli með opnum huga og sanngirni. „Umhverfið sem þessar tillögur eru settar fram í er að sumu leyti flókið. Málefni Reykjavíkurflugvallar hafa verið bitbein og deilumál árum og áratugum saman.“ Rögnunefndin leggur til að flugvallarskilyrði í Hvassahrauni verði fullkönnuð með nauðsynlegum rannsóknum og að samhliða því verði náð samkomulagi um rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri verði tryggt á meðan nauðsynlegur undirbúningur og eftir atvikum framkvæmdir fara fram. Hólmsheiði kemur lakast út af þeim stöðum sem skoðaðir voru. Staðirnir auk Hólmsheiðar og Hvassahrauns voru Bessastaðanes og Löngusker.Hér má sjá samantekt á helstu niðurstöðum nefndarinnar.
Tengdar fréttir Örlög flugbrautarinnar bíða niðurstöðu Rögnunefndar Isavia fékk fyrirmæli frá fyrrverandi innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrir rúmu ári um að hefja undirbúning þess að leggja af minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar. 26. janúar 2015 19:00 Akureyringar vilja hafa sitt um flugvöllinn að segja Bæjarstjórn Akureyrar skorar á borgarfulltrúa Reykjavíkur að gera ekkert varðandi flugvöllinn í Vatnsmýrinni fyrr en Rögnu-nefndin hefur lokið störfum. 18. febrúar 2015 13:58 Flugvöllur ekki einkamál borgaryfirvalda Í ljósi þess að ríkisstjórnin vill óbreytt fyrirkomulag með núverandi flugbrautir verður að teljast með ólíkindum, miðað við hversu sterkri samningstöðu hún er í, að þetta ráðaleysi viðgangist árum saman. 12. desember 2014 07:00 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Sjá meira
Örlög flugbrautarinnar bíða niðurstöðu Rögnunefndar Isavia fékk fyrirmæli frá fyrrverandi innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrir rúmu ári um að hefja undirbúning þess að leggja af minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar. 26. janúar 2015 19:00
Akureyringar vilja hafa sitt um flugvöllinn að segja Bæjarstjórn Akureyrar skorar á borgarfulltrúa Reykjavíkur að gera ekkert varðandi flugvöllinn í Vatnsmýrinni fyrr en Rögnu-nefndin hefur lokið störfum. 18. febrúar 2015 13:58
Flugvöllur ekki einkamál borgaryfirvalda Í ljósi þess að ríkisstjórnin vill óbreytt fyrirkomulag með núverandi flugbrautir verður að teljast með ólíkindum, miðað við hversu sterkri samningstöðu hún er í, að þetta ráðaleysi viðgangist árum saman. 12. desember 2014 07:00