Fiskurinn sem fjötraði þingið Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 25. júní 2015 09:00 Allt útlit er fyrir að samkomulag sé í fæðingu um fyrirkomulag makrílveiða. Náist það er líklegt að samkomulag náist um þingfrestun. mynd/Jón Jónsson Óhætt er að segja að frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um kvótasetningu á makríl hafi verið umdeilt. Kannski kemur það einhverjum á óvart að makríll sé jafn umdeilt efni og raun ber vitni, en þegar á það er litið að virði makrílkvótans getur verið á bilinu 150 til 170 milljarðar á það kannski ekki að koma á óvart. Samkvæmt frumvarpi ráðherra skyldi makríllinn kvótasettur og heimildum úthlutað til sex ára. Með því hugðist ráðherra koma til móts við útgerðina sem kallar eftir því að aflaheimildum sé úthlutað til lengri tíma þannig að hægt sé að skipuleggja rekstur fyrirtækja betur, en einnig til móts við þá sem eru andvígir því að makrílkvóta sé úthlutað til frambúðar, hann verði framseljanleg eign. Skemmst er frá því að segja að ráðherra tókst að gera báða hópana ósátta og málið hefur verið í atvinnuveganefnd um langt skeið. Makrílfrumvarpið er eitt af þeim málum sem hafa skapað þann hnút sem þingstörfin hafa verið í. Stjórnarandstaðan lagði á það ríka áherslu að óbreytt færi frumvarpið ekki í gegn. Og eftir því sem nær dró áætlaðri þingfrestun og æ fleiri mál voru að brenna inni styrktist staða stjórnarandstöðunnar til að stöðva málin. Eins og áður segir leit allt út fyrir að samningar væru að nást í síðustu viku, en þá var tilkynnt á fundi atvinnuveganefndar að ráðherra hygðist gera breytingar á reglugerðinni sem lytu að því að aflaheimildum yrði úthlutað til sex ára í stað þriggja. Það fór þversum í stjórnarandstöðuna sem stóð í þeirri meiningu að bráðabirgðaákvæði yrðu framlengd í eitt ár. Heimildir Fréttablaðsins herma að innan stjórnarandstöðunnar sé litið svo á að það fyrirkomulag sem verði ofan á núna verði um ókomna framtíð. Að ráðherra hafi heykst á því að gera stórar breytingar á makrílnum. Í byrjun þessarar viku tilkynnti ráðherra hins vegar um enn eina breytinguna, að nú yrði úthlutað til eins árs, og málið síðan endurskoðað. Slíkar breytingar hugnast stjórnarandstöðunni betur, enda tímabundnar, en samrýmast þó ekki vilja margra sem standa gegn kvótakerfinu. Málið er enn í atvinnuveganefnd og hefur verið sent fjölmörgum til umsagnar eftir breytingarnar. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Óhætt er að segja að frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um kvótasetningu á makríl hafi verið umdeilt. Kannski kemur það einhverjum á óvart að makríll sé jafn umdeilt efni og raun ber vitni, en þegar á það er litið að virði makrílkvótans getur verið á bilinu 150 til 170 milljarðar á það kannski ekki að koma á óvart. Samkvæmt frumvarpi ráðherra skyldi makríllinn kvótasettur og heimildum úthlutað til sex ára. Með því hugðist ráðherra koma til móts við útgerðina sem kallar eftir því að aflaheimildum sé úthlutað til lengri tíma þannig að hægt sé að skipuleggja rekstur fyrirtækja betur, en einnig til móts við þá sem eru andvígir því að makrílkvóta sé úthlutað til frambúðar, hann verði framseljanleg eign. Skemmst er frá því að segja að ráðherra tókst að gera báða hópana ósátta og málið hefur verið í atvinnuveganefnd um langt skeið. Makrílfrumvarpið er eitt af þeim málum sem hafa skapað þann hnút sem þingstörfin hafa verið í. Stjórnarandstaðan lagði á það ríka áherslu að óbreytt færi frumvarpið ekki í gegn. Og eftir því sem nær dró áætlaðri þingfrestun og æ fleiri mál voru að brenna inni styrktist staða stjórnarandstöðunnar til að stöðva málin. Eins og áður segir leit allt út fyrir að samningar væru að nást í síðustu viku, en þá var tilkynnt á fundi atvinnuveganefndar að ráðherra hygðist gera breytingar á reglugerðinni sem lytu að því að aflaheimildum yrði úthlutað til sex ára í stað þriggja. Það fór þversum í stjórnarandstöðuna sem stóð í þeirri meiningu að bráðabirgðaákvæði yrðu framlengd í eitt ár. Heimildir Fréttablaðsins herma að innan stjórnarandstöðunnar sé litið svo á að það fyrirkomulag sem verði ofan á núna verði um ókomna framtíð. Að ráðherra hafi heykst á því að gera stórar breytingar á makrílnum. Í byrjun þessarar viku tilkynnti ráðherra hins vegar um enn eina breytinguna, að nú yrði úthlutað til eins árs, og málið síðan endurskoðað. Slíkar breytingar hugnast stjórnarandstöðunni betur, enda tímabundnar, en samrýmast þó ekki vilja margra sem standa gegn kvótakerfinu. Málið er enn í atvinnuveganefnd og hefur verið sent fjölmörgum til umsagnar eftir breytingarnar.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira