Fiskurinn sem fjötraði þingið Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 25. júní 2015 09:00 Allt útlit er fyrir að samkomulag sé í fæðingu um fyrirkomulag makrílveiða. Náist það er líklegt að samkomulag náist um þingfrestun. mynd/Jón Jónsson Óhætt er að segja að frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um kvótasetningu á makríl hafi verið umdeilt. Kannski kemur það einhverjum á óvart að makríll sé jafn umdeilt efni og raun ber vitni, en þegar á það er litið að virði makrílkvótans getur verið á bilinu 150 til 170 milljarðar á það kannski ekki að koma á óvart. Samkvæmt frumvarpi ráðherra skyldi makríllinn kvótasettur og heimildum úthlutað til sex ára. Með því hugðist ráðherra koma til móts við útgerðina sem kallar eftir því að aflaheimildum sé úthlutað til lengri tíma þannig að hægt sé að skipuleggja rekstur fyrirtækja betur, en einnig til móts við þá sem eru andvígir því að makrílkvóta sé úthlutað til frambúðar, hann verði framseljanleg eign. Skemmst er frá því að segja að ráðherra tókst að gera báða hópana ósátta og málið hefur verið í atvinnuveganefnd um langt skeið. Makrílfrumvarpið er eitt af þeim málum sem hafa skapað þann hnút sem þingstörfin hafa verið í. Stjórnarandstaðan lagði á það ríka áherslu að óbreytt færi frumvarpið ekki í gegn. Og eftir því sem nær dró áætlaðri þingfrestun og æ fleiri mál voru að brenna inni styrktist staða stjórnarandstöðunnar til að stöðva málin. Eins og áður segir leit allt út fyrir að samningar væru að nást í síðustu viku, en þá var tilkynnt á fundi atvinnuveganefndar að ráðherra hygðist gera breytingar á reglugerðinni sem lytu að því að aflaheimildum yrði úthlutað til sex ára í stað þriggja. Það fór þversum í stjórnarandstöðuna sem stóð í þeirri meiningu að bráðabirgðaákvæði yrðu framlengd í eitt ár. Heimildir Fréttablaðsins herma að innan stjórnarandstöðunnar sé litið svo á að það fyrirkomulag sem verði ofan á núna verði um ókomna framtíð. Að ráðherra hafi heykst á því að gera stórar breytingar á makrílnum. Í byrjun þessarar viku tilkynnti ráðherra hins vegar um enn eina breytinguna, að nú yrði úthlutað til eins árs, og málið síðan endurskoðað. Slíkar breytingar hugnast stjórnarandstöðunni betur, enda tímabundnar, en samrýmast þó ekki vilja margra sem standa gegn kvótakerfinu. Málið er enn í atvinnuveganefnd og hefur verið sent fjölmörgum til umsagnar eftir breytingarnar. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Titringur á Alþingi Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Fleiri fréttir Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Sjá meira
Óhætt er að segja að frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um kvótasetningu á makríl hafi verið umdeilt. Kannski kemur það einhverjum á óvart að makríll sé jafn umdeilt efni og raun ber vitni, en þegar á það er litið að virði makrílkvótans getur verið á bilinu 150 til 170 milljarðar á það kannski ekki að koma á óvart. Samkvæmt frumvarpi ráðherra skyldi makríllinn kvótasettur og heimildum úthlutað til sex ára. Með því hugðist ráðherra koma til móts við útgerðina sem kallar eftir því að aflaheimildum sé úthlutað til lengri tíma þannig að hægt sé að skipuleggja rekstur fyrirtækja betur, en einnig til móts við þá sem eru andvígir því að makrílkvóta sé úthlutað til frambúðar, hann verði framseljanleg eign. Skemmst er frá því að segja að ráðherra tókst að gera báða hópana ósátta og málið hefur verið í atvinnuveganefnd um langt skeið. Makrílfrumvarpið er eitt af þeim málum sem hafa skapað þann hnút sem þingstörfin hafa verið í. Stjórnarandstaðan lagði á það ríka áherslu að óbreytt færi frumvarpið ekki í gegn. Og eftir því sem nær dró áætlaðri þingfrestun og æ fleiri mál voru að brenna inni styrktist staða stjórnarandstöðunnar til að stöðva málin. Eins og áður segir leit allt út fyrir að samningar væru að nást í síðustu viku, en þá var tilkynnt á fundi atvinnuveganefndar að ráðherra hygðist gera breytingar á reglugerðinni sem lytu að því að aflaheimildum yrði úthlutað til sex ára í stað þriggja. Það fór þversum í stjórnarandstöðuna sem stóð í þeirri meiningu að bráðabirgðaákvæði yrðu framlengd í eitt ár. Heimildir Fréttablaðsins herma að innan stjórnarandstöðunnar sé litið svo á að það fyrirkomulag sem verði ofan á núna verði um ókomna framtíð. Að ráðherra hafi heykst á því að gera stórar breytingar á makrílnum. Í byrjun þessarar viku tilkynnti ráðherra hins vegar um enn eina breytinguna, að nú yrði úthlutað til eins árs, og málið síðan endurskoðað. Slíkar breytingar hugnast stjórnarandstöðunni betur, enda tímabundnar, en samrýmast þó ekki vilja margra sem standa gegn kvótakerfinu. Málið er enn í atvinnuveganefnd og hefur verið sent fjölmörgum til umsagnar eftir breytingarnar.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Titringur á Alþingi Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Fleiri fréttir Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Sjá meira