Gerðardómur hefur kynnt úrskurð sinn í kjaradeilu Bandalags háskólamanna, Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og íslenska ríkisins. Gildandi kjarasamingur við BHM verður framlengdur um 2 ár og gildir frá 31. mars 2015 til 31.ágúst 2017. Gildandi kjarasamningur við FÍH verður framlengdur til 2019.
Lestu úrskurð Gerðardóms hér.
Samkvæmt úrskurðinum munu laun félagsmanna BHM hækka um 7,2% frá og með 31. mars 2015. Frá og með 1. júní 2016 hækka laun svo um 5,5%.
Félagsmenn FÍH munu fá 21,7 prósenta hækkun fram til ársins 2019.
Hæstiréttur úrskurðaði í gær að íslenska ríkinu hefði verið heimilt að setja lög á verkföll BHM. Samkvæmt lögunum var Gerðardómur skipaður og átti hann að skila úrskurði í síðasta lagi þann 15. ágúst.
Dóminn skipuðu Garðar Garðarsson hæstarréttarlögmaður sem var formaður, Ásta Dís Óladóttir framkvæmdastjóri og Stefán Svavarsson endurskoðandi.
Lestu úrskurð Gerðardóms hér
Tengdar fréttir

Algjört frost í kjaraviðræðum BHM og ríkisins
Allt stefnir í að gerðardómur ákveði laun rúmlega 11 þúsund félagsmanna BHM.

Búið að skipa í gerðardóm
Hefur til 15. ágúst til að ákveða kaup og kjör félagsmanna BHM.

Hæstiréttur: Íslenska ríkinu heimilt að setja lög á verkföll BHM
Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í morgun, en BHM hafði áður áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll þann 15. júlí.

Íslenska ríkinu var heimilt að setja lög á verkfall BHM
Dómur var kveðinn upp í máli BHM á hendur íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Mál BHM gegn ríkinu tekið fyrir í Hæstarétti 10. ágúst
BHM áfrýjaði dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll þann 15. júlí síðastliðinn um að íslenska ríkinu hafi verið heimilt að setja lög á verkföll félagsins.