Innlent

Lögregla leitar að vitnum að atviki á Þjóðhátíð

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Atvikið átti sér stað við hvítu tjöldin.
Atvikið átti sér stað við hvítu tjöldin. Vísir
Lögreglan í Vestmannaeyjum leitar að vitnum sem sáu mann falla í jörðina á Þjóðhátíð aðfaranótt 1. ágúst. Maðurinn féll í jörðina við auglýsingaskilti sem var við hvítu tjöld heimamanna gegnt brúnni yfir tjörnina í Eyjum. Þetta kemur fram á Eyjafréttum.

Talið er að atvikið hafi átt sér stað klukkan tvö um nóttina. Maðurinn var síðar á laugardeginum fluttur til Reykjavíkur með sjúkraflugi vegna gruns um heilablæðingu.

Þeir sem telja sig hafa einhverjar upplýsingar varðandi atvikið eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í Vestmannaeyjum. Annaðhvort á Facebook síðu hennar eða í síma 444-2090.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×