Erlent

Syriza fær tæpan meirihluta á gríska þinginu

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Fá fjórum mönnum minna en þegar flokkurinn vann stórsigur í síðustu kosningum.
Fá fjórum mönnum minna en þegar flokkurinn vann stórsigur í síðustu kosningum. Vísir/AFP
Syriza, flokkur Alexis Tsiprars, vann sigur í grísku þingkosningunum í gær. Í sigurræðu sinni sagði Tsipras að þetta væri sigur fólksins. Lýsti hann því yfir að ný ríkisstjórn yrði mynduð innan skamms með þátttöku Sjálfstæðra grikkja.

Þegar nær öll atkvæði hafa verið talin er Syriza með 35,5 prósent atkvæða, rúmum sjö prósentustigum meira en helsti keppinauturinn Nýtt lýðræði.

Samkvæmt innanríkisráðuneyti landsins þýðir það að flokkur Tsipras fær 145 þingsæti af 300, en það er aðeins fjórum færra en þegar flokkurinn kom og vann stórsigur í síðustu þingkosningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×