Mun funda með Atvinnuveganefnd vegna „ósanngjarns rekstrarumhverfis“ Samúel Karl Ólason skrifar 14. ágúst 2015 18:45 Ólafur M. Magnússon. Vísir/Stefán Ólafur M. Magnússon, kenndur við Kú, mun funda með atvinnuveganefnd vegna verðhækkunar á ógerilsneiddri hrámjólk. Hann sendi í dag bréf til Jóns Gunnarssonar, formanns nefndarinnar, þar sem hann óskaði eftir slíkum fundi og sagði rekstrarumhverfi í mjólkurframleiðslu vera ósanngjarnt. Í bréfinu segir að Kú mótmæli harðlega þeirri hækkun sem hafi verið ákveðin á ógerilsneiddri hrámjólk og tók gildi þann 1. ágúst 2015. Auk beiðninnar um fund, er óskað eftir því að Atvinnuveganefnd fari yfir og skoði „ámælisverð og skaðleg vinnubrögð Landbúnaðarráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar og Verðlagsnefndar búvara. Sem hafa beinlínis unnið gegn samkeppni á mjólkurvörumarkaði og hafa ítrekaðar beiðnir um gögn og upplýsingar verið hundsaðar svo árum skiptir,“ eins og segir í bréfinu. Í samtali við fréttastofu segir Ólafur að Jón Gunnarsson hafi tjáð honum að fundur yrði haldinn, en ekki liggur fyrir hvenær. Þar að auki hefur Ólafur óskað eftir því að Umboðsmaður Alþingis skoði vinnubrögð ráðherra og nefndarinnar gagnvart Kú. Í bréfinu segir að fyrirtækið geti ekki búið við 17 prósenta álag á ógerilsneidda hrámjólk og óskað sé eftir því að Atvinnuveganefnd skoði eftirfarandi atriði:Voru erindin lögð fyrir verðlagsnefnd?Hvers vegna hefur þeim ekki ennþá verið svarað?Með hvaða hætti eru erindi færð til bókar í ráðuneytinu og þeim fylgt eftir?Óskað er eftir því að Atvinnuveganefnd kalli eftir afriti af öllum fundargerðum, gögnum sem lögð hafa verið fyrir nefndina, tölvupóstum til og frá fulltrúum nefndarinnar og starfsmanna hennar og fylgisgögnum frá árinu 2007 og til dagsins í dag og geri þau opinber og aðgengileg.Hvers vegna svarar ráðherra ekki erindum og beiðnum sem til hans er beint svo sem um fundi eða annað svo árum skipti?Að nefndin fái óháða aðila til af yfirfara verðlagningu á hrámjólk og ofteknar greiðslur af hálfu Mjólkursamsölunnar á tímabilinu 1.janúar 2007 til 14.ágúst 2015. Auk þessa óskaði Ólafur eftir því að nefndin myndi beita sér fyrir að allir aðilar í mjólkurframleiðslu kaupi mjólk á sama verði frá Auðhumlu. Að undanþágur Mjólkursamsölunnar og mjólkuriðnaðarins frá Samkeppnislögum verði afnumdar. Að Mjólkursamsölunni og mjólkuriðnaðnum verði gert að endurgreiða ofteknar greiðslur fyrir mjólk til þeirra aðila sem í hlut eiga á árnum 2007 til 2015 og að opinber verðlagning á mjólkurvörum verði afnumin og verðlagsnefnd lögð niður. Alþingi Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Sjá meira
Ólafur M. Magnússon, kenndur við Kú, mun funda með atvinnuveganefnd vegna verðhækkunar á ógerilsneiddri hrámjólk. Hann sendi í dag bréf til Jóns Gunnarssonar, formanns nefndarinnar, þar sem hann óskaði eftir slíkum fundi og sagði rekstrarumhverfi í mjólkurframleiðslu vera ósanngjarnt. Í bréfinu segir að Kú mótmæli harðlega þeirri hækkun sem hafi verið ákveðin á ógerilsneiddri hrámjólk og tók gildi þann 1. ágúst 2015. Auk beiðninnar um fund, er óskað eftir því að Atvinnuveganefnd fari yfir og skoði „ámælisverð og skaðleg vinnubrögð Landbúnaðarráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar og Verðlagsnefndar búvara. Sem hafa beinlínis unnið gegn samkeppni á mjólkurvörumarkaði og hafa ítrekaðar beiðnir um gögn og upplýsingar verið hundsaðar svo árum skiptir,“ eins og segir í bréfinu. Í samtali við fréttastofu segir Ólafur að Jón Gunnarsson hafi tjáð honum að fundur yrði haldinn, en ekki liggur fyrir hvenær. Þar að auki hefur Ólafur óskað eftir því að Umboðsmaður Alþingis skoði vinnubrögð ráðherra og nefndarinnar gagnvart Kú. Í bréfinu segir að fyrirtækið geti ekki búið við 17 prósenta álag á ógerilsneidda hrámjólk og óskað sé eftir því að Atvinnuveganefnd skoði eftirfarandi atriði:Voru erindin lögð fyrir verðlagsnefnd?Hvers vegna hefur þeim ekki ennþá verið svarað?Með hvaða hætti eru erindi færð til bókar í ráðuneytinu og þeim fylgt eftir?Óskað er eftir því að Atvinnuveganefnd kalli eftir afriti af öllum fundargerðum, gögnum sem lögð hafa verið fyrir nefndina, tölvupóstum til og frá fulltrúum nefndarinnar og starfsmanna hennar og fylgisgögnum frá árinu 2007 og til dagsins í dag og geri þau opinber og aðgengileg.Hvers vegna svarar ráðherra ekki erindum og beiðnum sem til hans er beint svo sem um fundi eða annað svo árum skipti?Að nefndin fái óháða aðila til af yfirfara verðlagningu á hrámjólk og ofteknar greiðslur af hálfu Mjólkursamsölunnar á tímabilinu 1.janúar 2007 til 14.ágúst 2015. Auk þessa óskaði Ólafur eftir því að nefndin myndi beita sér fyrir að allir aðilar í mjólkurframleiðslu kaupi mjólk á sama verði frá Auðhumlu. Að undanþágur Mjólkursamsölunnar og mjólkuriðnaðarins frá Samkeppnislögum verði afnumdar. Að Mjólkursamsölunni og mjólkuriðnaðnum verði gert að endurgreiða ofteknar greiðslur fyrir mjólk til þeirra aðila sem í hlut eiga á árnum 2007 til 2015 og að opinber verðlagning á mjólkurvörum verði afnumin og verðlagsnefnd lögð niður.
Alþingi Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Fleiri fréttir „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Sjá meira