Skoðun

Nei takk!!

Helga María Guðmundsdóttir skrifar
Ég er alveg sannfærð um að á næstu dögum eiga enn fleiri hjúkrunarfræðingar eftir að segja upp störfum og stórefast ég um að einhver sé búinn að draga sína uppsögn til baka þrátt fyrir undirritun samninga. Ég mun ekki samþykkja þessa litlu hækkun og finnst mér þetta farið að vera „prinsip“-mál. Enn og aftur er verið að reyna að sannfæra okkur um að við séum ekki mikils virði og fer þetta að verða langþreytandi. Það eitt getur verið næg ástæða fyrir því að hjúkrunarfræðingar dragi ekki uppsögn sína til baka þrátt fyrir að góðir samningar náist.

Þegar launin eru þetta lág þarf mun hærri prósentutölu til þess að hún skili sér í krónufjölda. Þessi 18,6% hækkun þýðir 20.000kr launahækkun fyrir mig fyrsta árið og samtals 62.000kr launahækkun á 4 árum sem er nú ekki mikið. Búið er að hóta verðbólgu í landinu öllu ef mín starfsgrein fær launahækkun en lofað er hagvexti þegar stjórnarformenn hækka sín laun. Þótt að við erum vön að bera mikla ábyrgð þá er hagkerfi landsins ekki á mínum herðum.

Ríkið ber ábyrgð á rekstri heilbrigðiskerfisins ekki við starfsmennirnir enda getum við gengið út úr þessum aðstæðum.

Ég veit ekki hvaða plön hafa verið gerð fyrir heilbrigðiskerfið á Íslandi og ég er ekki viss um að það sé til plan B fyrir reksturinn ef hundruðir hjúkrunarfræðinga segja upp. En eitt er víst að ekki er hægt að tryggja öryggismönnun ef starfsmenn eru ekki til staðar.




Skoðun

Skoðun

Börnin okkar

Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar

Sjá meira


×