Gætu spilað átta leiki á 27 dögum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júní 2015 06:00 Erfiður ágústmánuður framundan hjá meisturunum vísir/andri marinó „Það hefði verið hagstæðara að fá styttra ferðalag en það er ágætt að komast í sólina,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Íslands- og bikarmeistara Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær eftir að dregið hafði verið í riðla í Meistaradeild Evrópu. Riðlarnir eru alls átta en hver þeirra samanstendur af fjórum liðum. Allir leikirnir í riðlinum fara fram á sama stað dagana 11.-16. ágúst. Stjörnukonur duttu ekki í lukkupottinn með staðsetninguna á sínum riðli en hann verður leikinn á Kýpur, á heimavelli Apollon Limassol sem dróst í riðil með Stjörnunni ásamt KÍ Klaksvík frá Færeyjum og Hibernians frá Möltu. Stjörnukvenna bíður því langt ferðalag, eða það lengsta sem var í boði. „Ég held að formaðurinn sé ekkert rosalega sáttur. Okkur langaði í sólina en þetta er held ég lengsta og dýrasta ferðalagið,“ sagði Ásgerður en Stjarnan hefði til dæmis getað farið til Norður-Írlands, Finnlands eða Hollands. Þetta er í þriðja sinn sem Stjarnan tekur þátt í Meistaradeildinni en í fyrri tvö skiptin fór Garðabæjarliðið beint inn í 32-liða úrslitin. Í bæði skiptin féllu Stjörnukonur út fyrir rússnesku liði; 1-3 samanlagt á móti Zorky Krasnogorsk 2012 og 3-8 gegn Zvezda Perm í fyrra. Stjarnan á enn eftir að vinna leik í Evrópukeppni en líklegt er að breyting verði þar á í ár. Ásgerður segir Stjörnuliðið ætla sér upp úr riðlinum: „Við vissum ekki mikið um fullt af liðum þarna en núna fara þjálfararnir að afla sér upplýsinga um liðin í riðlinum. „Liðið frá Kýpur á að vera gott en þær voru í efsta styrkleikaflokki af liðunum í riðlinum. Þetta verða allt erfiðir leikir en við ætlum okkur klárlega í 32-liða úrslit.“ Stjarnan leikur þrjá leiki á sex dögum á Kýpur sem Ásgerður segir að verði krefjandi: „Það verður örugglega erfitt en það kemur sér vel að vera með breiðan leikmannahóp. En við höfum karakter, leikmenn og þjálfarateymi til að koma okkur í gegnum þetta.“ Það verður mikið álag á Stjörnuliðinu í ágúst en svo gæti farið að liðið leiki átta leiki á 27 dögum. Stjarnan sækir Val heim 6. ágúst sem er síðasti leikurinn áður en liðið heldur utan. Stjörnukonur koma væntanlega heim frá Kýpur 17. ágúst og þremur dögum síðar bíður þeirra toppslagur gegn Breiðabliki á Samsung-vellinum. Þann 26. ágúst fara Garðbæingar norður og mæta Þór/KA og komist Stjarnan í bikarúrslit fer sá leikur fram á Laugardalsvellinum 29. ágúst. Þremur dögum síðar á Stjarnan svo leik gegn ÍBV á heimavelli. „Það verður keyrsla á okkur og það er eins gott við séum vel undirbúnar,“ segir Ásgerður og bætir við: „Maður er alltaf að kvarta yfir að það sé bara einn leikur í viku svo nú þurfum við að sýna að við getum höndlað fleiri leiki.“ Íslenski boltinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Sjá meira
„Það hefði verið hagstæðara að fá styttra ferðalag en það er ágætt að komast í sólina,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Íslands- og bikarmeistara Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær eftir að dregið hafði verið í riðla í Meistaradeild Evrópu. Riðlarnir eru alls átta en hver þeirra samanstendur af fjórum liðum. Allir leikirnir í riðlinum fara fram á sama stað dagana 11.-16. ágúst. Stjörnukonur duttu ekki í lukkupottinn með staðsetninguna á sínum riðli en hann verður leikinn á Kýpur, á heimavelli Apollon Limassol sem dróst í riðil með Stjörnunni ásamt KÍ Klaksvík frá Færeyjum og Hibernians frá Möltu. Stjörnukvenna bíður því langt ferðalag, eða það lengsta sem var í boði. „Ég held að formaðurinn sé ekkert rosalega sáttur. Okkur langaði í sólina en þetta er held ég lengsta og dýrasta ferðalagið,“ sagði Ásgerður en Stjarnan hefði til dæmis getað farið til Norður-Írlands, Finnlands eða Hollands. Þetta er í þriðja sinn sem Stjarnan tekur þátt í Meistaradeildinni en í fyrri tvö skiptin fór Garðabæjarliðið beint inn í 32-liða úrslitin. Í bæði skiptin féllu Stjörnukonur út fyrir rússnesku liði; 1-3 samanlagt á móti Zorky Krasnogorsk 2012 og 3-8 gegn Zvezda Perm í fyrra. Stjarnan á enn eftir að vinna leik í Evrópukeppni en líklegt er að breyting verði þar á í ár. Ásgerður segir Stjörnuliðið ætla sér upp úr riðlinum: „Við vissum ekki mikið um fullt af liðum þarna en núna fara þjálfararnir að afla sér upplýsinga um liðin í riðlinum. „Liðið frá Kýpur á að vera gott en þær voru í efsta styrkleikaflokki af liðunum í riðlinum. Þetta verða allt erfiðir leikir en við ætlum okkur klárlega í 32-liða úrslit.“ Stjarnan leikur þrjá leiki á sex dögum á Kýpur sem Ásgerður segir að verði krefjandi: „Það verður örugglega erfitt en það kemur sér vel að vera með breiðan leikmannahóp. En við höfum karakter, leikmenn og þjálfarateymi til að koma okkur í gegnum þetta.“ Það verður mikið álag á Stjörnuliðinu í ágúst en svo gæti farið að liðið leiki átta leiki á 27 dögum. Stjarnan sækir Val heim 6. ágúst sem er síðasti leikurinn áður en liðið heldur utan. Stjörnukonur koma væntanlega heim frá Kýpur 17. ágúst og þremur dögum síðar bíður þeirra toppslagur gegn Breiðabliki á Samsung-vellinum. Þann 26. ágúst fara Garðbæingar norður og mæta Þór/KA og komist Stjarnan í bikarúrslit fer sá leikur fram á Laugardalsvellinum 29. ágúst. Þremur dögum síðar á Stjarnan svo leik gegn ÍBV á heimavelli. „Það verður keyrsla á okkur og það er eins gott við séum vel undirbúnar,“ segir Ásgerður og bætir við: „Maður er alltaf að kvarta yfir að það sé bara einn leikur í viku svo nú þurfum við að sýna að við getum höndlað fleiri leiki.“
Íslenski boltinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Sjá meira