Hluti úr Berlínarmúrnum kominn til landsins Atli Ísleifsson skrifar 30. september 2015 11:11 Verkið kom til landsins með Hoffelli. Mynd/Samskip Eining úr Berlínarmúrnum er nú komin til landsins en henni verður komið fyrir hjá Höfða í Reykjavík. Verkið kom til landsins með Hoffelli, skipi Samskipa, en um er að ræða gjöf til Reykjavíkurborgar frá listamiðstöðinni Neu West Berlin í tilefni af 25 ára endursameiningu Þýskalands. Í tilkynningu frá Samskip segir að götulistamaðurinn Jakob Wagner hafi myndskreytt eininguna sem var hluti Berlínarmúrsins þar sem hann lá yfir Potsdamer Platz, þar sem múrinn opnaðist hvað fyrst í nóvember 1989. „Verkið vegur um fjögur tonn og er 3,7 metra hátt. Samskip tóku að sér flutning verksins sem híft var á flutningabíl í miðborg Berlínar og flutt landleiðina, um 700 km, til Rotterdam. Þar var því skipað um borð í Hoffellið sem flutti það til Reykjavíkur. Sá hluti múrsins sem hingað kemur er einn af nokkrum sem götulistamenn skreyttu fyrir Neu West Berlin listamiðstöðina og voru hluti sýningar sem haldin var árið 2011, þegar 50 ár voru liðin frá því að Berlínarmúrinn var reistur. „Verkið er hluti af heimssögulegum viðburði og því sérstakt ánægjuefni fyrir Samskip að sjá um flutning þess frá Berlín til Reykjavíkur,” segir Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Samskipa. Verkinu hefur verið valinn staður við Höfða en leiðtogafundurinn 1986 er talinn marka upphaf endaloka kalda stríðsins. Á tímum Berlínarmúrsins var Potsdamer Platz hlutlaust svæði á landamærum Austur- og Vestur-Berlínar. Áður var þar iðandi mannlíf og á fyrri hluta síðustu aldar voru þar umferðarmestu gatnamót í Evrópu. Þar hefur risið nútímalegt verslunarhverfi þar sem standa nokkrar myndskreyttar einingar úr múrnum, m.a. með myndum eftir Jakob Wagner. Jakob er 29 ára Berlínarbúi sem hefur skapað sér nafn sem götulistamaður, auk þess sem hann hefur fengist við margvíslega hönnun, s.s. á framhliðum verslana og næturklúbba. Hann gerði nýverið samning við hið þekkta fyrirtæki Rosenthal um hönnum og myndskreytingar á postulínsmunum sem hafa beina skírskotun til Berlínarmúrsins,“ segir í tilkynningunni. Stefnt er að því að verkið verði afhjúpað við formleg athöfn í tengslum við hátíðahöld á þjóðhátíðardegi Þýskalands þann 3. október næstkomandi þegar haldið verður upp á 25 ára afmæli endursameiningar Þýskalands.Mynd/SamskipMynd/Samskip Tengdar fréttir Hluti Berlínarmúrsins reistur í Reykjavík Gjöf frá Neu West Berlin listamiðstöðinni. 21. september 2015 20:30 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira
Eining úr Berlínarmúrnum er nú komin til landsins en henni verður komið fyrir hjá Höfða í Reykjavík. Verkið kom til landsins með Hoffelli, skipi Samskipa, en um er að ræða gjöf til Reykjavíkurborgar frá listamiðstöðinni Neu West Berlin í tilefni af 25 ára endursameiningu Þýskalands. Í tilkynningu frá Samskip segir að götulistamaðurinn Jakob Wagner hafi myndskreytt eininguna sem var hluti Berlínarmúrsins þar sem hann lá yfir Potsdamer Platz, þar sem múrinn opnaðist hvað fyrst í nóvember 1989. „Verkið vegur um fjögur tonn og er 3,7 metra hátt. Samskip tóku að sér flutning verksins sem híft var á flutningabíl í miðborg Berlínar og flutt landleiðina, um 700 km, til Rotterdam. Þar var því skipað um borð í Hoffellið sem flutti það til Reykjavíkur. Sá hluti múrsins sem hingað kemur er einn af nokkrum sem götulistamenn skreyttu fyrir Neu West Berlin listamiðstöðina og voru hluti sýningar sem haldin var árið 2011, þegar 50 ár voru liðin frá því að Berlínarmúrinn var reistur. „Verkið er hluti af heimssögulegum viðburði og því sérstakt ánægjuefni fyrir Samskip að sjá um flutning þess frá Berlín til Reykjavíkur,” segir Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Samskipa. Verkinu hefur verið valinn staður við Höfða en leiðtogafundurinn 1986 er talinn marka upphaf endaloka kalda stríðsins. Á tímum Berlínarmúrsins var Potsdamer Platz hlutlaust svæði á landamærum Austur- og Vestur-Berlínar. Áður var þar iðandi mannlíf og á fyrri hluta síðustu aldar voru þar umferðarmestu gatnamót í Evrópu. Þar hefur risið nútímalegt verslunarhverfi þar sem standa nokkrar myndskreyttar einingar úr múrnum, m.a. með myndum eftir Jakob Wagner. Jakob er 29 ára Berlínarbúi sem hefur skapað sér nafn sem götulistamaður, auk þess sem hann hefur fengist við margvíslega hönnun, s.s. á framhliðum verslana og næturklúbba. Hann gerði nýverið samning við hið þekkta fyrirtæki Rosenthal um hönnum og myndskreytingar á postulínsmunum sem hafa beina skírskotun til Berlínarmúrsins,“ segir í tilkynningunni. Stefnt er að því að verkið verði afhjúpað við formleg athöfn í tengslum við hátíðahöld á þjóðhátíðardegi Þýskalands þann 3. október næstkomandi þegar haldið verður upp á 25 ára afmæli endursameiningar Þýskalands.Mynd/SamskipMynd/Samskip
Tengdar fréttir Hluti Berlínarmúrsins reistur í Reykjavík Gjöf frá Neu West Berlin listamiðstöðinni. 21. september 2015 20:30 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira
Hluti Berlínarmúrsins reistur í Reykjavík Gjöf frá Neu West Berlin listamiðstöðinni. 21. september 2015 20:30