Tíu forystumenn skora á Ólöfu að taka slaginn við Hönnu Birnu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. september 2015 11:30 Ólöf Nordal og Hanna Birna Kristjánsdóttir þegar sú fyrrnefnda tók við starfi innanríkisráðherra af Hönnu Birnu í kjölfar afsagnar hennar eftir lekamálið. Vísir/GVA Tíu núverandi og fyrrverandi forystumenn Sjálfstæðisflokksins héðan og þaðan af landinu skora á Ólöfu Nordal að bjóða sig fram til embætti varaformanns flokksins á komandi landsfundi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hópurinn sendi Mbl.is. „Án þess að á nokkurn sé hallað teljum við Ólöfu vera hæfasta sjálfstæðismannin á landinu öllu til að leiða flokkinn, ásamt Bjarna Benediktsyni formanni, í átt að víðsýnni umbótastefnu á grundvelli einstaklings- og atvinnufrelsis með hagsmuni þjóðarinnar allrar að leiðarljósi,“ segir í yfirlýsingunni. Hanna Birna Kristjánsdóttir er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og hefur gefið út að hún gefi áfram kost á sér. Skiptar skoðanir eru innan flokksins um ákvörðun hennar og hefur hún verið hvött til að hætta við framboðið. Formaðurinn Bjarni Benediktsson segist ekki hafa orðið var við óánægju innan flokksins með ákvörðun Hönnu Birnu.Yfirlýsingin í heild:„Undirrituð skora hér með á Ólöfu Nordal, innanríkisráðherra, að gefa kost á sér til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins sem hefst 23. október. Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá stofnun verið sú stjórnmálahreyfing sem Íslendingar treysta best til að stjórna sameiginlegum hagsmunum landsmanna. Hann hefur komið að landsstjórninni í 22 af þeirri 31 ríkisstjórn sem mynduð hefur verið frá stofnun hans og veitt 15 þeirra forystu. Á grundvelli stefnu Sjálfstæðisflokksins hefur Ísland brotist úr fátækt til velmegunar. Stefna Sjálfstæðisflokksins á enn sem fyrr erindi við samtímann. Að frumkvæði Sjálfstæðisflokksins á þessu kjörtímabili hefur tekist að tryggja að framtíð Íslands er nú vonum framar björt. Störf Ólafar sem þingmaður, ráðherra og leiðtogi tala sínu máli. Viðbrögð hennar við þeim verkefnum sem lífið hefur fært henni hafa einkennst af æðruleysi og eru til marks um ágæti hennar. Án þess að á nokkurn sé hallað teljum við Ólöfu vera hæfasta sjálfstæðismannin á landinu öllu til að leiða flokkinn, ásamt Bjarna Benediktsyni formanni, í átt að víðsýnni umbótastefnu á grundvelli einstaklings- og atvinnufrelsis með hagsmuni þjóðarinnar allrar að leiðarljósi.Miðvikudaginn 30. september 2015 Ásbjörn Óttarsson, fyrrverandi alþingismaður, Snæfellsbæ Ásdís Snót Guðmundsdóttir, formaður Sjálfstæðisfélags Arnarfjarðar Berglind Sigurðardóttir, formaður Sjálfstæðisfélagsins í Hveragerði Böðvar Sturluson, Stykkishólmi, formaður kjördæmasamtaka ungra sjálfstæðismanna í NV kjördæmi Guðmundur Jón Helgason, formaður Sjálfstæðisfélags Seltirninga Hafdís Gunnarsdóttir, formaður Sjálfstæðisfélags Ísafjarðar Hjörtur Sigurðsson, formaður Sjálfstæðisfélagsins á Patreksfirði Magni Þór Harðarson, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð Pétur Ottesen, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins á Akranesi Sölvi Sólbergsson, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Bolungarvík“ Tengdar fréttir Vilja að Hanna Birna hætti við Forystufólk innan Sjálfstæðisflokksins reynir nú að fá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur ofan af því að gefa kost á sér til varaformennsku. 12. september 2015 19:42 Skora á Ólöfu að bjóða sig fram til varaformanns Sjálfstæðisflokksins Hefur ekki viljað svara hvort hún bjóði sig fram. 29. september 2015 23:16 Hanna Birna telur sig eiga góðan stuðning innan Sjálfstæðisflokksins Býður sig aftur fram til varaformanns Sjálfstæðisflokksins. 29. ágúst 2015 21:30 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Tíu núverandi og fyrrverandi forystumenn Sjálfstæðisflokksins héðan og þaðan af landinu skora á Ólöfu Nordal að bjóða sig fram til embætti varaformanns flokksins á komandi landsfundi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hópurinn sendi Mbl.is. „Án þess að á nokkurn sé hallað teljum við Ólöfu vera hæfasta sjálfstæðismannin á landinu öllu til að leiða flokkinn, ásamt Bjarna Benediktsyni formanni, í átt að víðsýnni umbótastefnu á grundvelli einstaklings- og atvinnufrelsis með hagsmuni þjóðarinnar allrar að leiðarljósi,“ segir í yfirlýsingunni. Hanna Birna Kristjánsdóttir er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og hefur gefið út að hún gefi áfram kost á sér. Skiptar skoðanir eru innan flokksins um ákvörðun hennar og hefur hún verið hvött til að hætta við framboðið. Formaðurinn Bjarni Benediktsson segist ekki hafa orðið var við óánægju innan flokksins með ákvörðun Hönnu Birnu.Yfirlýsingin í heild:„Undirrituð skora hér með á Ólöfu Nordal, innanríkisráðherra, að gefa kost á sér til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins sem hefst 23. október. Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá stofnun verið sú stjórnmálahreyfing sem Íslendingar treysta best til að stjórna sameiginlegum hagsmunum landsmanna. Hann hefur komið að landsstjórninni í 22 af þeirri 31 ríkisstjórn sem mynduð hefur verið frá stofnun hans og veitt 15 þeirra forystu. Á grundvelli stefnu Sjálfstæðisflokksins hefur Ísland brotist úr fátækt til velmegunar. Stefna Sjálfstæðisflokksins á enn sem fyrr erindi við samtímann. Að frumkvæði Sjálfstæðisflokksins á þessu kjörtímabili hefur tekist að tryggja að framtíð Íslands er nú vonum framar björt. Störf Ólafar sem þingmaður, ráðherra og leiðtogi tala sínu máli. Viðbrögð hennar við þeim verkefnum sem lífið hefur fært henni hafa einkennst af æðruleysi og eru til marks um ágæti hennar. Án þess að á nokkurn sé hallað teljum við Ólöfu vera hæfasta sjálfstæðismannin á landinu öllu til að leiða flokkinn, ásamt Bjarna Benediktsyni formanni, í átt að víðsýnni umbótastefnu á grundvelli einstaklings- og atvinnufrelsis með hagsmuni þjóðarinnar allrar að leiðarljósi.Miðvikudaginn 30. september 2015 Ásbjörn Óttarsson, fyrrverandi alþingismaður, Snæfellsbæ Ásdís Snót Guðmundsdóttir, formaður Sjálfstæðisfélags Arnarfjarðar Berglind Sigurðardóttir, formaður Sjálfstæðisfélagsins í Hveragerði Böðvar Sturluson, Stykkishólmi, formaður kjördæmasamtaka ungra sjálfstæðismanna í NV kjördæmi Guðmundur Jón Helgason, formaður Sjálfstæðisfélags Seltirninga Hafdís Gunnarsdóttir, formaður Sjálfstæðisfélags Ísafjarðar Hjörtur Sigurðsson, formaður Sjálfstæðisfélagsins á Patreksfirði Magni Þór Harðarson, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð Pétur Ottesen, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins á Akranesi Sölvi Sólbergsson, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Bolungarvík“
Tengdar fréttir Vilja að Hanna Birna hætti við Forystufólk innan Sjálfstæðisflokksins reynir nú að fá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur ofan af því að gefa kost á sér til varaformennsku. 12. september 2015 19:42 Skora á Ólöfu að bjóða sig fram til varaformanns Sjálfstæðisflokksins Hefur ekki viljað svara hvort hún bjóði sig fram. 29. september 2015 23:16 Hanna Birna telur sig eiga góðan stuðning innan Sjálfstæðisflokksins Býður sig aftur fram til varaformanns Sjálfstæðisflokksins. 29. ágúst 2015 21:30 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Vilja að Hanna Birna hætti við Forystufólk innan Sjálfstæðisflokksins reynir nú að fá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur ofan af því að gefa kost á sér til varaformennsku. 12. september 2015 19:42
Skora á Ólöfu að bjóða sig fram til varaformanns Sjálfstæðisflokksins Hefur ekki viljað svara hvort hún bjóði sig fram. 29. september 2015 23:16
Hanna Birna telur sig eiga góðan stuðning innan Sjálfstæðisflokksins Býður sig aftur fram til varaformanns Sjálfstæðisflokksins. 29. ágúst 2015 21:30