Erlent

Christensen nýr varnarmálaráðherra Danmerkur

Atli Ísleifsson skrifar
Peter Christensen sat á þingi fyrir Venstre á árunum 2001 til 2015.
Peter Christensen sat á þingi fyrir Venstre á árunum 2001 til 2015. Mynd/Venstre
Peter Christensen hefur verið skipaður nýr varnarmálaráðherra Danmerkur. Hann tekur við embættinu af Carl Holst sem tilkynnti um afsögn sína í kjölfar röð hneykslismála.

Christensen starfar innan Venstre og var þingmaður flokksins á árunum 2001 þar til að hann missti þingsæti sitt í kosningunum í sumar. Hann er rafvirki að mennt og starfaði stuttlega sem ráðherra skattamála árið 2011.

Holst var mikið gagnrýndur fyrir að þiggja eftirlaunagreiðslur frá héraðinu Region Syddanmark á sama tíma og hann var á launum sem ráðherra, en hann hafði áður starfað sem héraðsstjóri.

Hann var einnig gagnrýndur fyrir að hafa farið í sumarleyfi eftir að greint var frá því að orrustuþotur danska flughersins væru í slæmu ásigkomulagi. Þá var hann gagnrýndur fyrir að hafa fengið aðstoðarmann sinn hjá Region Syddanmark til að stjórna kosningabaráttu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×