Innlent

Háskóli Íslands á meðal bestu háskóla heims fimmta árið í röð

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Háskóli Íslands.
Háskóli Íslands. vísir/ernir
Háskóli Íslands er í sæti 251-275 á lista Times Higher Educatian World University Rankings. Er þetta fimmta árið í röð sem Háskóli Íslands kemst á listann.

Í tilkynningu frá Háskóla Íslands segir að Times Higher Education hafi í yfir áratug birt lista yfir 400 bestu háskóla heims og er hann einn áhrifamesti listi sinnar tegundar. Matið byggist á fjölmörgum þáttum í starfsemi háskólanna, þar á meðal rannsóknastarfi, áhrifum á alþjóðlegum vettvangi, kennslu og námsumhverfi.

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að þetta sé viðurkenning á starfi Háskóla Íslands og að með þessu aukist vægi prófgráða frá skólanum en mikilvægt sé að Háskóli Íslands verði fjármagnaður til samræmis við sambærilega háskóla á Norðurlöndunum. „Við verðum að halda í við þróunina í nágrannalöndum okkar til að geta boðið upp á samkeppnishæfan skóla.“

Nálgast má listann í heild sinni á vefsíðu Times Higher Education.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×