Hundaeigandi endurvekur baráttuna fyrir gæludýrapassa á Íslandi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 30. september 2015 14:45 Hildur Þorsteinsdóttir hefur hrundið af stað undirskriftarsöfnun. Vísir/Bítið Hildur Þorsteinsdóttir hundaeigandi skorar á þingmenn að hefja vinnu við frumvarp að lögum um dýravegabréf. Hún hóf undirskriftarsöfnun vegna málsins fyrir viku og nú hafa tæplega 1400 skrifað undir. Hér má nálgast söfnunina. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fyrir Alþingi frumvarp um breytingu á reglum um innflutning dýra þar sem gert er ráð fyrir innleiðingu gæludýravegabréfs og jafnframt að einangrun dýra verði lögð af. Frumvarpið hefur ekki náð fram að ganga.Sjá einnig: Vilja gefa út gæludýravegabréf í staðinn fyrir sóttkví „Í dag er því þannig háttað, að einstaklingur getur farið af landi brott með dýrið sitt en við komuna til baka krefst það einangrunar dýranna með tilheyrandi kostnaði. Hundaræktarfélag Íslands hefur í umögn um fyrrnefnt frumvarp fært góð rök fyrir því að núverandi fyrirkomulag er úrelt, óþarfi og til þess eins fallið að valda erfiðleikum fyrir dýr og menn,“ stendur í lýsingu á undirskriftarsöfnuninni. Þess er krafist að dýr séu í fjögurra vikna einangrun við komuna til landsins hafi það farið á ferðalag ásamt eiganda sínum.Hildur vonast til þess að framtíðin verði eftirfarandi.Vísir/GettyFjallað var um málið í Bítinu í morgun þegar Hildur heimsótti þáttastjórnendur ásamt hundi sínum Pablo. Viðtalið má heyra hér að ofan. Gæludýravegabréf eru við lýði víðsvegar um heim en það merkir að í vegabréfinu eru upplýsingar um allar þær bólusetningar sem gæludýr hefur gengist undir. Nauðsynlegt er að dýrið hafi fengið viðeigandi sprautur samkvæmt lögum og reglum annars er því ekki leyft að ferðast.„Þú vilt ekki að hver sem er passi börnin þín“„Það er fullt af fólki sem fer í nám til dæmis,“ útskýrir Hildur spurð um hvers vegna fólk ætti að vilja geta tekið hundinn með sér hvert sem er. „Við búum á eyju. Það eru allir hér að ferðast til lengri eða skemmri tíma. Sumum líður eins og þeir geti ekki farið neitt.“ Sjálf hefur Hildur dvalið löngum stundum á Kanaríeyjum og tekið hundinn með sér en hún segist ekki vilja vera aðskilin frá honum.Sjá einnig: Meiri hætta á bakteríusmiti með kossi frá manneskju en hundi „Fólk þolir ekki tilhugsunina að geta ekki farið neitt nema að skilja dýrin eftir. Þú þarft alltaf að redda pössun líka og þú vilt ekki að hver sem er passi börnin þín.“ Hildur segist telja hættuna á því að sjúkdómar berist til landsins minniháttar ef hundurinn er bólusettur fyrir öllum sjúkdómum, ekki aðeins þeim sem hafa greinst í dýrum hér á landi. Dýralæknirinn Þóra Jónasdóttir sagði í sama þætti að Íslendingar yrðu að vernda þá einstöku stöðu sem við erum í gagnvart sníkjudýrum og smitsjúkdómum. „Ég held að við verðum að hafa í huga að við erum í mjög mikilli sérstöðu hvað varðar smitsjúkdóma. Útlendingar hrista alveg hausinn þegar þeir heyra að við séum ekki með lús í hundum og engin ytri sníkjudýr.“ Viðtalið við hana má lesa í heild sinni hér.Dýr í farþegarými Hildur sér fyrir sér að í framtíðinni geti hundar og kettir, en umræðan í tengslum við gæludýravegabréfið hefur hverfst að mestum hluta um þær tegundir gæludýra, jafnvel dvalið í farþegarými flugvélarinnar í fluginu. En hvað með ofnæmi?Sjá einnig: X er hjálparhella Helga Hjörvar „Við erum alltaf talandi um ofnæmi. Farðu bara til Ameríku og sjáðu hvernig þetta er þar. ‚Eg var þarna í sumar og þar eru bara allir með gæludýrin sín inni í einhverjum fínum Chanel búðum og dýrum verslunum. Allir með hundana sína úti um allt.“ Dóttir Hildar hefur mikið hundaofnæmi og því þekkir hún þá staðreynd sjálf. „Hún tekur bara inn sín ofnæmislyf. Auðvitað væri ekki hægt að úða ofnæmislyfjum í heila flugvél. En á meðan þú ert ekki í snertinu við dýrið þá myndi ég halda að þetta væri í lagi. Dýrið er bara í búrinu sínu og er ekkert á neinu ferðalagi um flugvélina.“ Að sjálfsögðu gæti ef til vill ekki það sama gilt um stóra hunda og litla en sérstök rými eru í flugvélum fyrir dýr í farangursrýminu. „Flugfélagið þarf að vita af því áður en þú kemur með dýrið með einhverjum fyrirvara upp á að það sé hægt að hita rýmið svo það fari vel um dýrið í búrinu sínu.“ Fréttir af flugi Tengdar fréttir Meiri hætta á bakteríusmiti með kossi frá manneskju en hundi Þóra Jónasdóttir dýralæknir telur að með svokölluðu gæludýravegabréfi fyrir Íslendinga sé ekki endilega verið að tryggja hag dýranna. 30. september 2015 12:00 Vilja gefa út gæludýravegabréf í staðinn fyrir sóttkví Þrír þingmenn Samfylkingarinnar lögðu fram frumvarp á Alþingi þar sem lagt er til að reglum um innflutning gæsludýra verði rýmkaðar, meðal annars með útgáfu sérstakra gæludýravegabréfa. 2. apríl 2011 14:22 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Sjá meira
Hildur Þorsteinsdóttir hundaeigandi skorar á þingmenn að hefja vinnu við frumvarp að lögum um dýravegabréf. Hún hóf undirskriftarsöfnun vegna málsins fyrir viku og nú hafa tæplega 1400 skrifað undir. Hér má nálgast söfnunina. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fyrir Alþingi frumvarp um breytingu á reglum um innflutning dýra þar sem gert er ráð fyrir innleiðingu gæludýravegabréfs og jafnframt að einangrun dýra verði lögð af. Frumvarpið hefur ekki náð fram að ganga.Sjá einnig: Vilja gefa út gæludýravegabréf í staðinn fyrir sóttkví „Í dag er því þannig háttað, að einstaklingur getur farið af landi brott með dýrið sitt en við komuna til baka krefst það einangrunar dýranna með tilheyrandi kostnaði. Hundaræktarfélag Íslands hefur í umögn um fyrrnefnt frumvarp fært góð rök fyrir því að núverandi fyrirkomulag er úrelt, óþarfi og til þess eins fallið að valda erfiðleikum fyrir dýr og menn,“ stendur í lýsingu á undirskriftarsöfnuninni. Þess er krafist að dýr séu í fjögurra vikna einangrun við komuna til landsins hafi það farið á ferðalag ásamt eiganda sínum.Hildur vonast til þess að framtíðin verði eftirfarandi.Vísir/GettyFjallað var um málið í Bítinu í morgun þegar Hildur heimsótti þáttastjórnendur ásamt hundi sínum Pablo. Viðtalið má heyra hér að ofan. Gæludýravegabréf eru við lýði víðsvegar um heim en það merkir að í vegabréfinu eru upplýsingar um allar þær bólusetningar sem gæludýr hefur gengist undir. Nauðsynlegt er að dýrið hafi fengið viðeigandi sprautur samkvæmt lögum og reglum annars er því ekki leyft að ferðast.„Þú vilt ekki að hver sem er passi börnin þín“„Það er fullt af fólki sem fer í nám til dæmis,“ útskýrir Hildur spurð um hvers vegna fólk ætti að vilja geta tekið hundinn með sér hvert sem er. „Við búum á eyju. Það eru allir hér að ferðast til lengri eða skemmri tíma. Sumum líður eins og þeir geti ekki farið neitt.“ Sjálf hefur Hildur dvalið löngum stundum á Kanaríeyjum og tekið hundinn með sér en hún segist ekki vilja vera aðskilin frá honum.Sjá einnig: Meiri hætta á bakteríusmiti með kossi frá manneskju en hundi „Fólk þolir ekki tilhugsunina að geta ekki farið neitt nema að skilja dýrin eftir. Þú þarft alltaf að redda pössun líka og þú vilt ekki að hver sem er passi börnin þín.“ Hildur segist telja hættuna á því að sjúkdómar berist til landsins minniháttar ef hundurinn er bólusettur fyrir öllum sjúkdómum, ekki aðeins þeim sem hafa greinst í dýrum hér á landi. Dýralæknirinn Þóra Jónasdóttir sagði í sama þætti að Íslendingar yrðu að vernda þá einstöku stöðu sem við erum í gagnvart sníkjudýrum og smitsjúkdómum. „Ég held að við verðum að hafa í huga að við erum í mjög mikilli sérstöðu hvað varðar smitsjúkdóma. Útlendingar hrista alveg hausinn þegar þeir heyra að við séum ekki með lús í hundum og engin ytri sníkjudýr.“ Viðtalið við hana má lesa í heild sinni hér.Dýr í farþegarými Hildur sér fyrir sér að í framtíðinni geti hundar og kettir, en umræðan í tengslum við gæludýravegabréfið hefur hverfst að mestum hluta um þær tegundir gæludýra, jafnvel dvalið í farþegarými flugvélarinnar í fluginu. En hvað með ofnæmi?Sjá einnig: X er hjálparhella Helga Hjörvar „Við erum alltaf talandi um ofnæmi. Farðu bara til Ameríku og sjáðu hvernig þetta er þar. ‚Eg var þarna í sumar og þar eru bara allir með gæludýrin sín inni í einhverjum fínum Chanel búðum og dýrum verslunum. Allir með hundana sína úti um allt.“ Dóttir Hildar hefur mikið hundaofnæmi og því þekkir hún þá staðreynd sjálf. „Hún tekur bara inn sín ofnæmislyf. Auðvitað væri ekki hægt að úða ofnæmislyfjum í heila flugvél. En á meðan þú ert ekki í snertinu við dýrið þá myndi ég halda að þetta væri í lagi. Dýrið er bara í búrinu sínu og er ekkert á neinu ferðalagi um flugvélina.“ Að sjálfsögðu gæti ef til vill ekki það sama gilt um stóra hunda og litla en sérstök rými eru í flugvélum fyrir dýr í farangursrýminu. „Flugfélagið þarf að vita af því áður en þú kemur með dýrið með einhverjum fyrirvara upp á að það sé hægt að hita rýmið svo það fari vel um dýrið í búrinu sínu.“
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Meiri hætta á bakteríusmiti með kossi frá manneskju en hundi Þóra Jónasdóttir dýralæknir telur að með svokölluðu gæludýravegabréfi fyrir Íslendinga sé ekki endilega verið að tryggja hag dýranna. 30. september 2015 12:00 Vilja gefa út gæludýravegabréf í staðinn fyrir sóttkví Þrír þingmenn Samfylkingarinnar lögðu fram frumvarp á Alþingi þar sem lagt er til að reglum um innflutning gæsludýra verði rýmkaðar, meðal annars með útgáfu sérstakra gæludýravegabréfa. 2. apríl 2011 14:22 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Sjá meira
Meiri hætta á bakteríusmiti með kossi frá manneskju en hundi Þóra Jónasdóttir dýralæknir telur að með svokölluðu gæludýravegabréfi fyrir Íslendinga sé ekki endilega verið að tryggja hag dýranna. 30. september 2015 12:00
Vilja gefa út gæludýravegabréf í staðinn fyrir sóttkví Þrír þingmenn Samfylkingarinnar lögðu fram frumvarp á Alþingi þar sem lagt er til að reglum um innflutning gæsludýra verði rýmkaðar, meðal annars með útgáfu sérstakra gæludýravegabréfa. 2. apríl 2011 14:22