Erlent

Fyrsta konan tekin af lífi í Georgíuríki í 70 ár í nótt

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Sá sem framdi sjálft morðið vitnaði gegn konunni, en sá fékk aðeins lífstíðarfangelsi en ekki dauðadóm.
Sá sem framdi sjálft morðið vitnaði gegn konunni, en sá fékk aðeins lífstíðarfangelsi en ekki dauðadóm. Vísir/AFP
Georgíuríki í Bandaríkjunum tók í nótt Kelly Gissendaner af lífi, sem er fyrsta konan sem tekin er af lífi í ríkinu í sjötíu ár.

Gissendaner var sakfelld fyrir að skipuleggja morð eiginmanns síns, ásamt ástmanni sínum, Gregory Owen, en sá sat fyrir manninum og stakk hann til bana. Þau hittust svo og kveiktu í líkinu til að losa sig við það.

Owen játaði á sínum tíma verknaðinn og bar vitni gegn Gissendaner. Hann fékk lífstíðardóm en ekki dauðadóm, og hefur tækifæri á reynslulausn árið 2022.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×