Erlent

Morðið á 148 stúdentum þaulskipulagt

Ættingjar og ástvinir fórnarlambanna eru harmi slegnir og reyna starfsmenn Rauða krossins að hlúa að þeim eftir bestu getu.
Ættingjar og ástvinir fórnarlambanna eru harmi slegnir og reyna starfsmenn Rauða krossins að hlúa að þeim eftir bestu getu. vísir/ap
Talið er að morðið á háskólastúdentunum 148 í Kenía hafi verið skipulagt í þaula og að vígamennirnir hafi fylgst grannt með svæðinu í lengri tíma. Árásin er sú mannskæðasta þar í landi frá því að al-Kaída samtökin sprengdu bandaríska sendiráðið árið 1998 í Naíróbí.

Helen Titus, kristinn eftirlifandi, segir liðsmenn hryðjuverkasamtakana hafa farið rakleiðis að fyrirlestrasal í skólanum þar sem hinir kristnu fara með morgunbænir sínar. „Þeir höfðu rannsakað svæðið. Þeir vissu allt,“ sagði hún í samtali við fréttaveituna AP í dag. Titus varð fyrir skoti en er nú á batavegi. Hún segist hafa lifað árásina af með því að láta sem hún væri dáin.

Hryðjuverkasamtökin al-Shabab segjast bera ábyrgð á árásinni. Höfuðstöðvar samtakanna eru í nágrannaríkinu Sómalíu en liðsmenn þeirra hafa reglulega beint spjótum sínum að Kenía.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×