Kynna nýjar tillögur að breytingum á Seðlabanka fyrir næstu mánaðamót Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. febrúar 2015 11:30 Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur sagt að óvíst sé hvort hann muni sækja um stöðu seðlabankastjóra að nýju, verði starfið auglýst. Vísir/Daníel Nefnd sem vinnur að breytingum á stjórnskipulagi Seðlabanka Íslands áformar að skila Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, tillögunum áður en febrúar er á enda. Í þingmálaskrá kemur fram að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hyggst leggja fram frumvarp um málið á Alþingi ekki síðar en 26. mars. Þráinn Eggertsson, hagfræðingur og formaður nefndarinnar, segir að nefndin sé ekki komin að endanlegri niðurstöðu. Hugmyndir verði kynntar fulltrúum stjórnmálaflokkanna og aðila atvinnulífsins áður en þær verði kynntar formlega. Þegar ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna tók við völdum árið 2009 voru gerðar breytingar á lögum um Seðlabankann. Seðlabankastjórum var fækkað úr þremur í einn. Peningastefnunefnd var stofnuð sem hefur það hlutverk að taka ákvörðun um vexti bankans. Í maí í fyrra skipaði Bjarni Benediktsson nefnd sérfræðinga um heildarendurskoðun laga um Seðlabanka Íslands. Í nefndina voru skipuð, auk Þráins, þau Ólöf Nordal lögfræðingur sem nú er innanríkisráðherra og Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík. Upphaflega var áætlað að nefndin skilaði frumvarpi til nýrra laga fyrir síðustu áramót, en það varð ekki að veruleika. Þegar Bjarni skipaði nefndina sagði hann hugsanlegt að fjölga seðlabankastjórum aftur úr einum í þrjá. Í skýrslu sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, frá því 19. desember síðastliðinn, kemur fram að það sé mikilvægt að varðveita sjálfstæði og trúverðugleika Seðlabankans. „Ný löggjöf um heildarskipulag Seðlabankans ætti að byggja á þeim umbótum sem voru gerðar árið 2009, með peningastefnunefnd og gegnsæjum og áreiðanlegum ákvörðunum. Fjárhagslega traustur, sjálfstæður og áreiðanlegur seðlabanki gerir stefnumótun betri. Það leiðir til efnahagslegs stöðugleika og vaxtar,“ segir í skýrslunni. Þráinn Eggertsson segir að enda þótt nefndin hafi lagt mikla vinnu í mótun tillagna þá sé enn eftir að velja á milli valkosta sem séu fyrir hendi. Hann segir að nefndin hafi talað við starfsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem komu í desember. Það verði rætt við þá aftur í febrúar og grein gerð fyrir hugmyndum nefndarinnar. Þá starfar nefndin einnig með nefnd þingmanna sem skipuð er einum þingmanni úr hverjum þingflokki. „Þeir eru samstarfsaðilar og svo hefur verið samstarf við seðlabankann sjálfan,“ segir Þráinn. Már Guðmundsson var endurskipaður seðlabankastjóri þann 15. ágúst síðastliðinn. Í skipunarbréfi sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sendi Má í maí kom fram að tillögur nefndar um endurskoðun á lögum um bankann gætu leitt til breytinga á stjórnskipulagi sem myndu hafa áhrif á störf Más hjá bankanum. Már brást við þessum orðum með því að upplýsa að hann hafi í nokkur ár haft hug á að skoða möguleikann á að hverfa á ný til starfa erlendis. „Ég taldi ekki heppilegt að gera það nú í ljósi ástandsins og verkefnastöðunnar í Seðlabankanum auk fjölskylduaðstæðna. Þetta mun breytast á næstu misserum. Það er því óvíst að ég myndi sækjast eftir endurráðningu komi til slíks ferlis vegna breytinga á lögum um Seðlabanka Íslands á næstu misserum,“ sagði Már. Alþingi Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Nefnd sem vinnur að breytingum á stjórnskipulagi Seðlabanka Íslands áformar að skila Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, tillögunum áður en febrúar er á enda. Í þingmálaskrá kemur fram að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hyggst leggja fram frumvarp um málið á Alþingi ekki síðar en 26. mars. Þráinn Eggertsson, hagfræðingur og formaður nefndarinnar, segir að nefndin sé ekki komin að endanlegri niðurstöðu. Hugmyndir verði kynntar fulltrúum stjórnmálaflokkanna og aðila atvinnulífsins áður en þær verði kynntar formlega. Þegar ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna tók við völdum árið 2009 voru gerðar breytingar á lögum um Seðlabankann. Seðlabankastjórum var fækkað úr þremur í einn. Peningastefnunefnd var stofnuð sem hefur það hlutverk að taka ákvörðun um vexti bankans. Í maí í fyrra skipaði Bjarni Benediktsson nefnd sérfræðinga um heildarendurskoðun laga um Seðlabanka Íslands. Í nefndina voru skipuð, auk Þráins, þau Ólöf Nordal lögfræðingur sem nú er innanríkisráðherra og Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík. Upphaflega var áætlað að nefndin skilaði frumvarpi til nýrra laga fyrir síðustu áramót, en það varð ekki að veruleika. Þegar Bjarni skipaði nefndina sagði hann hugsanlegt að fjölga seðlabankastjórum aftur úr einum í þrjá. Í skýrslu sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, frá því 19. desember síðastliðinn, kemur fram að það sé mikilvægt að varðveita sjálfstæði og trúverðugleika Seðlabankans. „Ný löggjöf um heildarskipulag Seðlabankans ætti að byggja á þeim umbótum sem voru gerðar árið 2009, með peningastefnunefnd og gegnsæjum og áreiðanlegum ákvörðunum. Fjárhagslega traustur, sjálfstæður og áreiðanlegur seðlabanki gerir stefnumótun betri. Það leiðir til efnahagslegs stöðugleika og vaxtar,“ segir í skýrslunni. Þráinn Eggertsson segir að enda þótt nefndin hafi lagt mikla vinnu í mótun tillagna þá sé enn eftir að velja á milli valkosta sem séu fyrir hendi. Hann segir að nefndin hafi talað við starfsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem komu í desember. Það verði rætt við þá aftur í febrúar og grein gerð fyrir hugmyndum nefndarinnar. Þá starfar nefndin einnig með nefnd þingmanna sem skipuð er einum þingmanni úr hverjum þingflokki. „Þeir eru samstarfsaðilar og svo hefur verið samstarf við seðlabankann sjálfan,“ segir Þráinn. Már Guðmundsson var endurskipaður seðlabankastjóri þann 15. ágúst síðastliðinn. Í skipunarbréfi sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sendi Má í maí kom fram að tillögur nefndar um endurskoðun á lögum um bankann gætu leitt til breytinga á stjórnskipulagi sem myndu hafa áhrif á störf Más hjá bankanum. Már brást við þessum orðum með því að upplýsa að hann hafi í nokkur ár haft hug á að skoða möguleikann á að hverfa á ný til starfa erlendis. „Ég taldi ekki heppilegt að gera það nú í ljósi ástandsins og verkefnastöðunnar í Seðlabankanum auk fjölskylduaðstæðna. Þetta mun breytast á næstu misserum. Það er því óvíst að ég myndi sækjast eftir endurráðningu komi til slíks ferlis vegna breytinga á lögum um Seðlabanka Íslands á næstu misserum,“ sagði Már.
Alþingi Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira