Lífið

Myndlistarkonur sem túlka martraðir

Auður Ómarsdóttir, Ragnhildur Lára Weisshappel, Sunneva Ása, Ólöf Rún Benediktsdóttir, Halla Birgisdóttir, Freyja Eilíf Logadóttir og Guðrún Jara.
Auður Ómarsdóttir, Ragnhildur Lára Weisshappel, Sunneva Ása, Ólöf Rún Benediktsdóttir, Halla Birgisdóttir, Freyja Eilíf Logadóttir og Guðrún Jara. visir
Myndlistarsýningin Mara opnar í Gallerí SÍM klukkan 17 á morgun. Á bakvið sýninguna stendur hópur ungra myndlistarkvenna. „Það var Auður Ómarsdóttir myndlistarkona sem smalaði okkur saman í að halda sýningu,“ segir Freyja Eilíf Logadóttir, ein þeirra sem sýnir.

Þemað er hugtakið Mara, oft notað yfir eitthvað sem hvílir þungt -eða traðkar á manni, líkt og þungar áhyggjur. Orðið er einnig notað yfir þær verur sem setjast á bringu dreymanda og láta hann fá martröð.

„Við nálgumst viðfangsefnið á okkar forsendum, en erum allar að horfast í augu við raunveruleikann. Það er mismunandi hvernig við túlkum hann hvort sem það er persónulega, samfélagslega eða draumkennt,“ segir Freyja. Verkin á sýningunni eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. „Verkin erum mjög opin og eru frásagnir af allskonar martraðakenndum hugmyndum eða upplifunum,“ segir hún.

Sjálf nálgast Freyja viðfangsefnið frá samfélagslegri hlið og vinnur verk út frá græðgi. Sýningin er opin til 25.febrúar í Gallerí SÍM, Hafnarstræti 16.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×