Segir yfirvöld verða að axla ábyrgð Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. febrúar 2015 22:57 "Við lítum þetta mjög alvarlegum augum, eins og öll önnur mistök sem eiga sér stað hjá þessum viðkvæma hópi samfélags,“ segir Björn. vísir/anton/vilhelm S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segist harma atburð er átti sér stað í dag þegar átján ára þroskaskert stúlka fannst, eftir umfangsmikla leit, í bíl ferðaþjónustu fatlaðra. Hann segir að málið verði tekið fyrir hjá velferðarsviði á morgun. „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum, eins og öll önnur mistök sem eiga sér stað hjá þessum viðkvæma hópi samfélags,“ segir Björn.Sjá einnig:Svona týndist stúlkan - Atburðarásin frá A-Ö Á sjöunda tug björgunarmanna leituðu stúlkunnar í dag en hún fannst, tæpum sjö tímum síðar, í bifreiðinni fyrir utan heimili bílstjórans. Talið er að hún hafi falið sig í aftursæti bifreiðarinnar. Henni varð ekki meint af að sögn móður hennar. Björn harmar atvikið og segir sviðsstjóra velferðarsviðs þegar hafa kallað eftir upplýsingum um málið. „Þetta er mjög alvarlegt en það er mikilvægt að allir viti að allir bílstjórar eru bakgrunnstjékkaðir og þeir hafa allir þurft að skila inn kynferðisbrotavottorði,“ segir hann.„Ég er orðlaus“ Andri Valgeirsson, málefnafulltrúi Sjálfsbjargar, segist orðlaus yfir atvikinu og kallar eftir því að Strætó hf. og borgaryfirvöld axli ábyrgð. Alvarleg mistök hafi nú átt sér stað mánuðum saman og að nú verði að grípa í taumana, málið þoli ekki frekari bið. „Strætó og borgaryfirvöld þurfa að taka ábyrgð á þessu og það þarf að hætta að segja „við skoðum þetta eftir viku eða tvær“. Það þarf bara að ganga í málið. Við hjá Sjálfsbjörg erum búin að tala um þetta í allnokkrar vikur og kalla eftir því að það fari fram einhver skoðun um hvað það var sem eiginlega gekk þarna á þegar reksturinn var færður yfir. Það verður að rýna í þessi mál,“ segir Andri. „Ég verð bara að segja það að ég er orðlaus en við hjá Sjálfsbjörg lítum þetta mjög alvarlegum augum,“ bætir hann við. Stúlkan, Ólöf Þorbjörg Pétursdóttir, fannst á áttunda tímanum í kvöld í aftursæti bílsins fyrir utan heimili bílstjórans. Bílstjóranum hefur þegar verið sagt upp störfum. Smári Ólafsson, sviðsstjóri akstursþjónustu Strætó, sendi frá sér tilkynningu í kvöld vegna málsins. „Við hörmum þetta atvik meira en orð geta lýst og viljum biðja stúlkuna og fjölskyldu hennar afsökunar. Málið er nú til rannsóknar og verður allt gert til að komast í botns í því.“ Tengdar fréttir Fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra Stúlkan fannst í bifreið á vegum ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili verktaka sem sinnti akstrinum. 4. febrúar 2015 21:25 Lögreglan leitar að Ólöfu Ólöf er átján ára, þroskaskert og getur lítið sem ekkert tjáð sig. Hún svarar nafninu Lóa. 4. febrúar 2015 19:08 Svona týndist stúlkan „Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í dag þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist. 4. febrúar 2015 23:46 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segist harma atburð er átti sér stað í dag þegar átján ára þroskaskert stúlka fannst, eftir umfangsmikla leit, í bíl ferðaþjónustu fatlaðra. Hann segir að málið verði tekið fyrir hjá velferðarsviði á morgun. „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum, eins og öll önnur mistök sem eiga sér stað hjá þessum viðkvæma hópi samfélags,“ segir Björn.Sjá einnig:Svona týndist stúlkan - Atburðarásin frá A-Ö Á sjöunda tug björgunarmanna leituðu stúlkunnar í dag en hún fannst, tæpum sjö tímum síðar, í bifreiðinni fyrir utan heimili bílstjórans. Talið er að hún hafi falið sig í aftursæti bifreiðarinnar. Henni varð ekki meint af að sögn móður hennar. Björn harmar atvikið og segir sviðsstjóra velferðarsviðs þegar hafa kallað eftir upplýsingum um málið. „Þetta er mjög alvarlegt en það er mikilvægt að allir viti að allir bílstjórar eru bakgrunnstjékkaðir og þeir hafa allir þurft að skila inn kynferðisbrotavottorði,“ segir hann.„Ég er orðlaus“ Andri Valgeirsson, málefnafulltrúi Sjálfsbjargar, segist orðlaus yfir atvikinu og kallar eftir því að Strætó hf. og borgaryfirvöld axli ábyrgð. Alvarleg mistök hafi nú átt sér stað mánuðum saman og að nú verði að grípa í taumana, málið þoli ekki frekari bið. „Strætó og borgaryfirvöld þurfa að taka ábyrgð á þessu og það þarf að hætta að segja „við skoðum þetta eftir viku eða tvær“. Það þarf bara að ganga í málið. Við hjá Sjálfsbjörg erum búin að tala um þetta í allnokkrar vikur og kalla eftir því að það fari fram einhver skoðun um hvað það var sem eiginlega gekk þarna á þegar reksturinn var færður yfir. Það verður að rýna í þessi mál,“ segir Andri. „Ég verð bara að segja það að ég er orðlaus en við hjá Sjálfsbjörg lítum þetta mjög alvarlegum augum,“ bætir hann við. Stúlkan, Ólöf Þorbjörg Pétursdóttir, fannst á áttunda tímanum í kvöld í aftursæti bílsins fyrir utan heimili bílstjórans. Bílstjóranum hefur þegar verið sagt upp störfum. Smári Ólafsson, sviðsstjóri akstursþjónustu Strætó, sendi frá sér tilkynningu í kvöld vegna málsins. „Við hörmum þetta atvik meira en orð geta lýst og viljum biðja stúlkuna og fjölskyldu hennar afsökunar. Málið er nú til rannsóknar og verður allt gert til að komast í botns í því.“
Tengdar fréttir Fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra Stúlkan fannst í bifreið á vegum ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili verktaka sem sinnti akstrinum. 4. febrúar 2015 21:25 Lögreglan leitar að Ólöfu Ólöf er átján ára, þroskaskert og getur lítið sem ekkert tjáð sig. Hún svarar nafninu Lóa. 4. febrúar 2015 19:08 Svona týndist stúlkan „Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í dag þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist. 4. febrúar 2015 23:46 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
Fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra Stúlkan fannst í bifreið á vegum ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili verktaka sem sinnti akstrinum. 4. febrúar 2015 21:25
Lögreglan leitar að Ólöfu Ólöf er átján ára, þroskaskert og getur lítið sem ekkert tjáð sig. Hún svarar nafninu Lóa. 4. febrúar 2015 19:08
Svona týndist stúlkan „Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í dag þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist. 4. febrúar 2015 23:46