Lífið

Tonni af snjó bætt við

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Eitt tonn af snjó var flutt úr Bláfjöllum og sturtað á Arnarhól í gær.
Eitt tonn af snjó var flutt úr Bláfjöllum og sturtað á Arnarhól í gær. vísir/ernir
„Það var verið að dömpa helling af snjó niður þannig að aðstæðurnar eru orðnar góðar á Arnarhóli,“ segir Davíð Arnar Oddgeirsson, einn af skipuleggjendum Snjóbrettapartísins á Arnarhóli.

Partíið er skipulagt af fyrirtæki Davíðs Arnars, Mintsnow, Höfuðborgarstofu og Skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins.

„Magnús Árnason, framkvæmdastjóri Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, kom með hugmyndina að þessu til mín fyrir sex vikum og fékk hún svo samþykki fyrir þremur vikum. Við ætlum að gera eins vel og við getum þó að fyrirvarinn hafi verið lítill.“

Viðburðurinn verður tekinn upp af framleiðslufyrirtækinu Mint Production, sem er í eigu Davíðs en fyrirtækið hefur vakið mikla lukku fyrir netþætti sína á Vísi, Illa farnir.

„Það er öllum boðið að vera með. Ég hef dreift orðinu í brettaheiminum og geri ráð fyrir að allavega 30 til 40 strákar mæti til að sýna listir sínar,“ bætir Davíð við. 

Viðburðurinn er hluti af opnunarhátíð Vetrarhátíðar í Reykjavík. „Þetta er í fyrsta sinn sem við höldum þennan viðburð og vonum að hann eigi bara eftir að stækka ár frá ári.“ Partíið byrjar klukkan 20.00 á fimmtudagskvöld. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×