Engar undanþágur, eða fyrirsjáanlegar undanþágur? Stjórnarmaðurinn skrifar 4. febrúar 2015 07:00 Pétur Blöndal sagðist á dögunum þeirrar skoðunar að varhugavert væri að veita undanþágur frá gjaldeyrishöftunum. Stjórnarmaðurinn hefur fengið að reyna gjaldeyrishöftin á eigin skinni. Hans reynsla er sú að höftin hafi minni áhrif á daglegan rekstur íslenskra fyrirtækja en gjarnan er látið að liggja. Staðreyndin er nefnilega sú að þótt höftin leggi bann við t.d. kaupum á erlendum verðbréfum, og lánum milli innlendra og erlendra aðila, þá er í þeim að finna undanþágur fyrir þjónustu- og vörukaup. Þetta veldur því að mörg innlend fyrirtæki reka sig sáralítið á gjaldeyrishöftin í daglegu amstri þótt vissulega sé skriffinnskan í meira lagi. Annað gildir um erlenda fjárfesta. Fólk sem stundar viðskipti sækir í umhverfi sem það skilur og treystir. Skaðsemi haftanna er því fólgin í því að erlendir aðilar eru skiljanlega tregir til að eyða tíma og peningum í að kynna sér þau og því virka þau fælandi á erlenda fjárfestingu. Ef valið stendur milli þess að fjárfesta á Íslandi, eða í landi þar sem frjálst flæði fjármagns er tryggt, hvers vegna ætti fólk að öllu jöfnu að velja haftalandið Ísland? Á meðan verður íslenskt þjóðarbú af mikilvægum gjaldeyri. En víkjum aftur að orðum Péturs Blöndal í kjölfar fregna af því að Prómens íhugaði nú að flytja höfuðstöðvar sínar úr landi eftir að hafa fengið synjun á undanþáguumsókn. Stjórnarmaðurinn er ósammála Pétri og telur svigrúm til að veita undanþágur nauðsynlegt ef fyrir liggja gildar ástæður. Í þeim efnum er mikilvægast að sambærileg mál hljóti sambærilega úrlausn. Nokkrum dögum áður en út kvisaðist að umsókn Prómens hefði verið synjað, voru fréttir um þátttöku Eimskips í svokölluðu Joint Venture-félagi í Hamburg – en til þess hefur væntanlega þurft undanþágu frá Seðlabankanum. Stjórnarmaðurinn þekkir ekki forsendur að baki undanþágu til Eimskips, ekki frekar en hann þekkir til smáatriða í umsókn Prómens. Mergurinn málsins er hins vegar sá að engin leið er að bera málin saman enda liggja forsendur ekki fyrir opinberlega. Á meðan málum er svo háttað er alltaf hætta á kerfislægu vantrausti. Hvað mælir annars því í mót að ákvarðanir um undanþágur frá gjaldeyrishöftum séu birtar opinberlega rétt eins og margar aðrar stjórnvaldsákvarðanir, dómar eða úrskurðir? Gjaldeyrishöftin eru „nauðsynleg óþægindi“ ef svo má að orði komast. Hins vegar er engin ástæða til að auka á flækjustigið og ógagnsæið að óþörfu.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Pétur Blöndal sagðist á dögunum þeirrar skoðunar að varhugavert væri að veita undanþágur frá gjaldeyrishöftunum. Stjórnarmaðurinn hefur fengið að reyna gjaldeyrishöftin á eigin skinni. Hans reynsla er sú að höftin hafi minni áhrif á daglegan rekstur íslenskra fyrirtækja en gjarnan er látið að liggja. Staðreyndin er nefnilega sú að þótt höftin leggi bann við t.d. kaupum á erlendum verðbréfum, og lánum milli innlendra og erlendra aðila, þá er í þeim að finna undanþágur fyrir þjónustu- og vörukaup. Þetta veldur því að mörg innlend fyrirtæki reka sig sáralítið á gjaldeyrishöftin í daglegu amstri þótt vissulega sé skriffinnskan í meira lagi. Annað gildir um erlenda fjárfesta. Fólk sem stundar viðskipti sækir í umhverfi sem það skilur og treystir. Skaðsemi haftanna er því fólgin í því að erlendir aðilar eru skiljanlega tregir til að eyða tíma og peningum í að kynna sér þau og því virka þau fælandi á erlenda fjárfestingu. Ef valið stendur milli þess að fjárfesta á Íslandi, eða í landi þar sem frjálst flæði fjármagns er tryggt, hvers vegna ætti fólk að öllu jöfnu að velja haftalandið Ísland? Á meðan verður íslenskt þjóðarbú af mikilvægum gjaldeyri. En víkjum aftur að orðum Péturs Blöndal í kjölfar fregna af því að Prómens íhugaði nú að flytja höfuðstöðvar sínar úr landi eftir að hafa fengið synjun á undanþáguumsókn. Stjórnarmaðurinn er ósammála Pétri og telur svigrúm til að veita undanþágur nauðsynlegt ef fyrir liggja gildar ástæður. Í þeim efnum er mikilvægast að sambærileg mál hljóti sambærilega úrlausn. Nokkrum dögum áður en út kvisaðist að umsókn Prómens hefði verið synjað, voru fréttir um þátttöku Eimskips í svokölluðu Joint Venture-félagi í Hamburg – en til þess hefur væntanlega þurft undanþágu frá Seðlabankanum. Stjórnarmaðurinn þekkir ekki forsendur að baki undanþágu til Eimskips, ekki frekar en hann þekkir til smáatriða í umsókn Prómens. Mergurinn málsins er hins vegar sá að engin leið er að bera málin saman enda liggja forsendur ekki fyrir opinberlega. Á meðan málum er svo háttað er alltaf hætta á kerfislægu vantrausti. Hvað mælir annars því í mót að ákvarðanir um undanþágur frá gjaldeyrishöftum séu birtar opinberlega rétt eins og margar aðrar stjórnvaldsákvarðanir, dómar eða úrskurðir? Gjaldeyrishöftin eru „nauðsynleg óþægindi“ ef svo má að orði komast. Hins vegar er engin ástæða til að auka á flækjustigið og ógagnsæið að óþörfu.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf