Nefndin vill ekki áfengisfrumvarpið þó að meirihluti gæti verið í þinginu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 4. febrúar 2015 20:46 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir frumvarpið ekki vera á leið fyrir þingið. Vísir/Vilhelm Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, vill ekki afgreiða áfengisfrumvarpið úr allsherjar- og menntamálanefnd þingsins þrátt fyrir að líkur séu á að meirihluti sé fyrir málinu á alþingi. Aðeins fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni styðja frumvarpið en að þingmenn Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknar eru á móti frumvarpinu. Fulltrúi Bjartrar framtíðar mun ekki leggjast gegn því að málið verði afgreitt úr nefndinni til annarrar umræðu. Um er að ræða frumvarp sem Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fram sem heimilar sölu áfengis í verslunum. Með frumvarpinu er áralöng einokunarverslun ríkisins á áfengi afnumin. Málið nýtur stuðnings allra þingmanna Sjálfstæðisflokksins en skiptar skoðanir eru um það í öðrum flokkum. Bjarkey segir ekki meirihluta fyrir frumvarpinu í nefndinni og að málið stoppi því þar, óháð því hvað myndi hugsanlega gerast færi málið til almennrar atkvæðagreiðslu á þingfundi. En væri ekki lýðræðislegast að þingið tæki afstöðu til málsins? „Er það ekki brot á lýðræðinu ef þú þarft að fá inn fólk annað en þá sem þar eru aðalmenn til þess að afgreiða mál út af því að samvisku sinnar vegna getur fólk ekki stutt það?“ spyr hún á móti og ítrekar að þingnefndin sé á móti frumvarpinu. Bjarkey segir að staðan sé ekki sérstök og nefnir að málið hafi oft komið fyrir þingið án þess að hljóta náð fyrir nefndum. „Ég tel að þetta sé ekki önnur klemma en verið hefur,“ segir hún. Umræðu um málið var lokið þar til að Vilhjálmur kom fyrir nefndina í gærmorgun með drög að breytingum á frumvarpinu. Þessar breytingar verða ræddar að sögn Bjarkeyjar sem útilokar ekki að frumvarpið fari í gegnum nefndina í breyttri mynd. „Það er allt mögulegt í þessu í sjálfu sér en ég allavega greiði því ekki atkvæði og það kæmi mér verulega á óvart ef aðalfulltrúar meirihlutans að öðru leiti en sjálfstæðismanna greiddu þessu frumvarpi atkvæði sitt út,“ segir hún. Alþingi Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, vill ekki afgreiða áfengisfrumvarpið úr allsherjar- og menntamálanefnd þingsins þrátt fyrir að líkur séu á að meirihluti sé fyrir málinu á alþingi. Aðeins fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni styðja frumvarpið en að þingmenn Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknar eru á móti frumvarpinu. Fulltrúi Bjartrar framtíðar mun ekki leggjast gegn því að málið verði afgreitt úr nefndinni til annarrar umræðu. Um er að ræða frumvarp sem Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fram sem heimilar sölu áfengis í verslunum. Með frumvarpinu er áralöng einokunarverslun ríkisins á áfengi afnumin. Málið nýtur stuðnings allra þingmanna Sjálfstæðisflokksins en skiptar skoðanir eru um það í öðrum flokkum. Bjarkey segir ekki meirihluta fyrir frumvarpinu í nefndinni og að málið stoppi því þar, óháð því hvað myndi hugsanlega gerast færi málið til almennrar atkvæðagreiðslu á þingfundi. En væri ekki lýðræðislegast að þingið tæki afstöðu til málsins? „Er það ekki brot á lýðræðinu ef þú þarft að fá inn fólk annað en þá sem þar eru aðalmenn til þess að afgreiða mál út af því að samvisku sinnar vegna getur fólk ekki stutt það?“ spyr hún á móti og ítrekar að þingnefndin sé á móti frumvarpinu. Bjarkey segir að staðan sé ekki sérstök og nefnir að málið hafi oft komið fyrir þingið án þess að hljóta náð fyrir nefndum. „Ég tel að þetta sé ekki önnur klemma en verið hefur,“ segir hún. Umræðu um málið var lokið þar til að Vilhjálmur kom fyrir nefndina í gærmorgun með drög að breytingum á frumvarpinu. Þessar breytingar verða ræddar að sögn Bjarkeyjar sem útilokar ekki að frumvarpið fari í gegnum nefndina í breyttri mynd. „Það er allt mögulegt í þessu í sjálfu sér en ég allavega greiði því ekki atkvæði og það kæmi mér verulega á óvart ef aðalfulltrúar meirihlutans að öðru leiti en sjálfstæðismanna greiddu þessu frumvarpi atkvæði sitt út,“ segir hún.
Alþingi Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira