Hvetur fólk til að fækka fötum fyrir utan Landspítalann sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 30. mars 2015 23:36 Fjórir einstaklingar hittast alla þriðjudaga á lóð Landspítalans og biðja fyrir eyddum fóstrum. Boðað hefur verið til samstöðufundar fyrir utan Landspítalann á morgun. Tilefnið er að tæplega tólf hundruð manns rituðu nafn sitt á undirskriftalista sem afhentur verður spítalanum á morgun. Með listanum er spítalinn hvattur til að taka afstöðu til mótmælahópsins Lífsverndar sem alla þriðjudaga hittist fyrir utan kvennadeild Landspítalans og biður fyrir eyddum fóstrum. Bryndís Björnsdóttir stendur fyrir fundinum. Fundinn kallar hún „samstöðu-stríp“ og hvetur alla þá sem löngun hafa til að fækka fötum. „Ég er með þessu að fylgja eftir brjóstabyltingunni. Konur eiga að geta borið sig á þann hátt sem þær vilja og hafa rétt yfir sínum líkama og lífi eins og komið hefur fram í öðru samhengi við berun brjósta. Þetta er mótsvar við því sem Lífsvernd leggur fram á þessari lóð en það sem þau eru að gera og standa fyrir er einfaldlega áreiti,“ segir Bryndís í samtali við Vísi. „Með sínum mótmælum hefur Lífsvernd tekið sér það vald að marka lóð Landspítalans sem sambærilegt rými til opinberrar tjáningar. Nú munu berstrípaðir líkamar taka sér þar pláss líka og viðra sínar skoðanir á þessum skjólgóða vettvangi. Í tiltefni af afhendingu undirskriftalistans verða oddhvassar geirvörtur hvattar til að mynda sameiginlega stefnu í samstöðustrípi í norðanáttinni.“ Markmið undirskriftarsöfnunarinnar, sem hófst í lok síðasta árs, er að stöðva mótmæli bænahópsins. Vonast var til að ná einni undirskrift fyrir hverja þá konu sem fer í fóstureyðingu, sem eru um þúsund á ári hverju. Mótmælin eru boðuð fyrir utan kvennadeild Landspítalans klukkan tólf á morgun. Yfirskriftin er „Stöðvum mótmæli Lífsverndar“. Tengdar fréttir Landspítalinn banni mótmæli bænahóps Hafin er undirskriftasöfnun til að mótmæla mótmælum bænahópsins Lífsverndar sem biður fyrir eyddum fóstrum við kvennadeild Landspítalans einu sinni í viku. 16. desember 2014 07:00 Biðja fyrir eyddum fóstrum við Kvennadeild Landspítalans „Við biðjum fyrir vernd fyrir ófædd börn og stöðvun á fóstureyðingum. Við biðjum fyrir hugarfarsbreytingu til fóstureyðinga því við trúum að ófædd börn séu líka manneskjur og þau eigi að fá möguleika á að lifa,“ 15. október 2014 09:30 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira
Boðað hefur verið til samstöðufundar fyrir utan Landspítalann á morgun. Tilefnið er að tæplega tólf hundruð manns rituðu nafn sitt á undirskriftalista sem afhentur verður spítalanum á morgun. Með listanum er spítalinn hvattur til að taka afstöðu til mótmælahópsins Lífsverndar sem alla þriðjudaga hittist fyrir utan kvennadeild Landspítalans og biður fyrir eyddum fóstrum. Bryndís Björnsdóttir stendur fyrir fundinum. Fundinn kallar hún „samstöðu-stríp“ og hvetur alla þá sem löngun hafa til að fækka fötum. „Ég er með þessu að fylgja eftir brjóstabyltingunni. Konur eiga að geta borið sig á þann hátt sem þær vilja og hafa rétt yfir sínum líkama og lífi eins og komið hefur fram í öðru samhengi við berun brjósta. Þetta er mótsvar við því sem Lífsvernd leggur fram á þessari lóð en það sem þau eru að gera og standa fyrir er einfaldlega áreiti,“ segir Bryndís í samtali við Vísi. „Með sínum mótmælum hefur Lífsvernd tekið sér það vald að marka lóð Landspítalans sem sambærilegt rými til opinberrar tjáningar. Nú munu berstrípaðir líkamar taka sér þar pláss líka og viðra sínar skoðanir á þessum skjólgóða vettvangi. Í tiltefni af afhendingu undirskriftalistans verða oddhvassar geirvörtur hvattar til að mynda sameiginlega stefnu í samstöðustrípi í norðanáttinni.“ Markmið undirskriftarsöfnunarinnar, sem hófst í lok síðasta árs, er að stöðva mótmæli bænahópsins. Vonast var til að ná einni undirskrift fyrir hverja þá konu sem fer í fóstureyðingu, sem eru um þúsund á ári hverju. Mótmælin eru boðuð fyrir utan kvennadeild Landspítalans klukkan tólf á morgun. Yfirskriftin er „Stöðvum mótmæli Lífsverndar“.
Tengdar fréttir Landspítalinn banni mótmæli bænahóps Hafin er undirskriftasöfnun til að mótmæla mótmælum bænahópsins Lífsverndar sem biður fyrir eyddum fóstrum við kvennadeild Landspítalans einu sinni í viku. 16. desember 2014 07:00 Biðja fyrir eyddum fóstrum við Kvennadeild Landspítalans „Við biðjum fyrir vernd fyrir ófædd börn og stöðvun á fóstureyðingum. Við biðjum fyrir hugarfarsbreytingu til fóstureyðinga því við trúum að ófædd börn séu líka manneskjur og þau eigi að fá möguleika á að lifa,“ 15. október 2014 09:30 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira
Landspítalinn banni mótmæli bænahóps Hafin er undirskriftasöfnun til að mótmæla mótmælum bænahópsins Lífsverndar sem biður fyrir eyddum fóstrum við kvennadeild Landspítalans einu sinni í viku. 16. desember 2014 07:00
Biðja fyrir eyddum fóstrum við Kvennadeild Landspítalans „Við biðjum fyrir vernd fyrir ófædd börn og stöðvun á fóstureyðingum. Við biðjum fyrir hugarfarsbreytingu til fóstureyðinga því við trúum að ófædd börn séu líka manneskjur og þau eigi að fá möguleika á að lifa,“ 15. október 2014 09:30