Chicharito með fimm mörkum fleira en allt United-liðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2015 20:30 Javier Hernández og maður sem vildi ekki sjá hann, Louis van Gaal. Vísir/Getty Manchester United hafði ekki pláss fyrir hin mexíkóska Javier Hernández á þessu tímabili en menn þar á bæ sjá væntanlega svolítið eftir því í dag. Javier Hernández, betur þekktur undir gælunafninu Chicharito, var lánaður til Real Madrid tímabilið á undan en í haust seldi United hann til þýska liðsins Bayer Leverkusen fyrir 7,3 milljónir punda. Það hefur lítið gengið að skora hjá liði Manchester United að undanförnu og það vantar tilfinnanlega markaskorara eins og Javier Hernández í framlínu liðsins. Stuðningsmenn Manchester United fara þó fyrst að sakna Chicharito þegar þeir sjá þá ótrúlegu tölfræði að litli markheppni framherjinn frá Mexíkó er búinn að skora fimm mörkum fleira en allt lið Manchester United frá og með 20. október síðastliðnum. Chicharito er búinn að skora 15 mörk í síðustu 12 leikjum með Bayer Leverkusen í öllum keppnum. Á sama tíma er allt Manchester United liðið búið að skora 10 mörk í 12 leikjum í öllum keppnum og mótherjarnir hafa þar af skorað tvö þeirra. Chicharito hefur bara klikkað að skora í tveimur leikjum á þessu tímabili en Manchester United hefur fimm sinnum mistekist að skora. Hér fyrir neðan má sjá þessa ótrúlegu tölfræði útlistaða hjá Javier Hernández með Bayer Leverkusen og öllu Manchester United liðinu.Leikir og mörk Javier Hernández síðan 20. október: 20. október: 4-4 jafntefli við Roma - 2 mörk 24. október: 4-3 sigur á Stuttgart - 1 mark 28. október: 6-0 sigur á Viktoria Köln - 2 mörk 31. október: 1-2 tap fyrir Wolfsburg - 1 mark 4. nóvember: 2-3 tap fyrir Roma - 1 mark 7. nóvember: 1-2 tap fyrir Köln - 1 mark 21. nóvember: 3-1 sigur á Frankfurt - 2 mörk 24. nóvember: 1-1 jafntefli við BATE Borisov - Skoraði ekki 29. nóvember: 1-1 jafntefli við Schalke 04 - Skoraði ekki 5. desember: 1-2 tap fyrir Hertha BSC - 1 mark 9. desember: 1-1 jafntefli við Barcelona - 1 mark 12. desember: 5-0 sigur á Gladbach - 3 mörkSamtals: 15 mörkLeikir Manchester United síðan 20. október 21. október: 1-1 jafntefli við CSKA Moskvu - 1 mark 25. október: 0-0 jafntefli við Manchester City - 0 mörk 28. október: 0-0 janftefli við Middlesbrough (1-3 tap í vítakeppni) - 0 mörk 31. októtber: 0-0 jafntefli við Crystal Palace - 0 mörk 3. nóvember: 1-0 sigur á CSKA Moskvu - 1 mark 7. nóvember: 2-0 sigur á West Bromwich - 2 mörk 21. nóvember: 2-1 sigur á Watford - 2 mörk (1 sjálfsmark) 25. nóvember: 0-0 jafntefli við PSV Eindhoven - 0 mörk 28. nóvember: 1-1 jafntefli við Leicester City - 1 mark 5. desember: 0-0 jafntefli við West Ham - 0 mörk 8. desember: 2-3 tap fyrir Wolfsburg - 2 mörk (1 sjálfsmark) 12. desember: 1-2 tap fyrir Bournemouth - 1 markSamtals: 10 mörk (2 sjálfsmörk) Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Sjá meira
Manchester United hafði ekki pláss fyrir hin mexíkóska Javier Hernández á þessu tímabili en menn þar á bæ sjá væntanlega svolítið eftir því í dag. Javier Hernández, betur þekktur undir gælunafninu Chicharito, var lánaður til Real Madrid tímabilið á undan en í haust seldi United hann til þýska liðsins Bayer Leverkusen fyrir 7,3 milljónir punda. Það hefur lítið gengið að skora hjá liði Manchester United að undanförnu og það vantar tilfinnanlega markaskorara eins og Javier Hernández í framlínu liðsins. Stuðningsmenn Manchester United fara þó fyrst að sakna Chicharito þegar þeir sjá þá ótrúlegu tölfræði að litli markheppni framherjinn frá Mexíkó er búinn að skora fimm mörkum fleira en allt lið Manchester United frá og með 20. október síðastliðnum. Chicharito er búinn að skora 15 mörk í síðustu 12 leikjum með Bayer Leverkusen í öllum keppnum. Á sama tíma er allt Manchester United liðið búið að skora 10 mörk í 12 leikjum í öllum keppnum og mótherjarnir hafa þar af skorað tvö þeirra. Chicharito hefur bara klikkað að skora í tveimur leikjum á þessu tímabili en Manchester United hefur fimm sinnum mistekist að skora. Hér fyrir neðan má sjá þessa ótrúlegu tölfræði útlistaða hjá Javier Hernández með Bayer Leverkusen og öllu Manchester United liðinu.Leikir og mörk Javier Hernández síðan 20. október: 20. október: 4-4 jafntefli við Roma - 2 mörk 24. október: 4-3 sigur á Stuttgart - 1 mark 28. október: 6-0 sigur á Viktoria Köln - 2 mörk 31. október: 1-2 tap fyrir Wolfsburg - 1 mark 4. nóvember: 2-3 tap fyrir Roma - 1 mark 7. nóvember: 1-2 tap fyrir Köln - 1 mark 21. nóvember: 3-1 sigur á Frankfurt - 2 mörk 24. nóvember: 1-1 jafntefli við BATE Borisov - Skoraði ekki 29. nóvember: 1-1 jafntefli við Schalke 04 - Skoraði ekki 5. desember: 1-2 tap fyrir Hertha BSC - 1 mark 9. desember: 1-1 jafntefli við Barcelona - 1 mark 12. desember: 5-0 sigur á Gladbach - 3 mörkSamtals: 15 mörkLeikir Manchester United síðan 20. október 21. október: 1-1 jafntefli við CSKA Moskvu - 1 mark 25. október: 0-0 jafntefli við Manchester City - 0 mörk 28. október: 0-0 janftefli við Middlesbrough (1-3 tap í vítakeppni) - 0 mörk 31. októtber: 0-0 jafntefli við Crystal Palace - 0 mörk 3. nóvember: 1-0 sigur á CSKA Moskvu - 1 mark 7. nóvember: 2-0 sigur á West Bromwich - 2 mörk 21. nóvember: 2-1 sigur á Watford - 2 mörk (1 sjálfsmark) 25. nóvember: 0-0 jafntefli við PSV Eindhoven - 0 mörk 28. nóvember: 1-1 jafntefli við Leicester City - 1 mark 5. desember: 0-0 jafntefli við West Ham - 0 mörk 8. desember: 2-3 tap fyrir Wolfsburg - 2 mörk (1 sjálfsmark) 12. desember: 1-2 tap fyrir Bournemouth - 1 markSamtals: 10 mörk (2 sjálfsmörk)
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Sjá meira