Lukkast að láta selinn laða að ferðamennina Kristján Már Unnarsson skrifar 24. febrúar 2015 20:42 Selasetrið á Hvammstanga er orðið eitt helsta aðdráttarafl héraðsins og nú er verið að innrétta stóran veitingastað á efri hæðinni. Það fagnar tíu ára afmæli í ár og óhætt er að segja að það sé að virka vel fyrir samfélagið. Í fyrra komu 20 þúsund gestir og jafnvel núna um hávetur er rennerí af ferðamönnum. „Já, þetta hefur lukkast mjög vel,” segir Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri Selseturs Íslands, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Þetta hefur svona orðið til þess að þetta svæði hefur markað sér sérstöðu sem selaskoðunarsvæði, bæði á landi og af sjó. Það hefur skipað stórt hlutverk í því að laða ferðamanninn hingað þessa sex kílómetra sem eru af hringveginum,” segir Unnur.Selasetrið er á neðri hæðinni, veitingastaðurinn Sjávarborg verður á efri hæðinni.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Prjónastofan Kidka nýtur góðs af selnum við að selja ullarvörur. „Menn fara náttúrlega út á Vatnsnes að skoða selina. Svo koma þeir hérna við,” segir Kristinn Karlsson, eigandi og framkvæmdastjóri Kidka. „Sumir eru bara að koma til að fá sér ullarpeysu. Þannig að þetta hjálpar allt hvert öðru,” segir Kristinn. Og nú þarf að stækka og auka þjónustuna við ferðamenn. Á efri hæð Selasetursins, í húsnæði í eigu Kaupfélags Vestur-Húnvetninga, sem staðið hafði autt i áratugi, er verið að innrétta stóran veitingastað sem taka mun 120 manns í sæti. Ferðaþjónustan á Gauksmýri mun reka staðinn. „Það er allavegana mikill ferðamannastraumur hér á Hvammstanga og fyrir Vatnsnes og hér í Húnaþingið,” segir Jóhann Albertsson, ferðaþjónustubóndi á Gauksmýri.Jóhann Albertsson, ferðaþjónustubóndi á Gauksmýri, í húsnæði nýja veitingahússins á Hvammstanga.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Síðan eru bara sex kílómetrar frá þjóðveginum. Þannig að við vonumst til þess að einhverjir líka leggi lykkju á leið sína og komi hingað út eftir líka,” segir Jóhann. Fjallað var um samfélagið á Hvammstanga í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Húnaþing vestra Um land allt Tengdar fréttir Kastalinn geymir gögnin um Manchester-leikinn Skoskur kastalaturn er orðin ein svipmesta bygging á Vatnsnesi í Húnaþingi. 19. febrúar 2015 20:26 Kanínukjöt er gott, þið þurfið sjálf að smakka Íslenskt kanínukjöt er væntanlegt á markað á næstu dögum. 21. febrúar 2015 19:31 Hnúfubakar í síld við hringveginn í Miðfirði Sjómenn á Hvammstanga hafa séð óhemju af hnúfubaki á Miðfirði að undanförnu, allt upp í ellefu stórhveli í einu. 20. febrúar 2015 20:30 Ólýsanlegt að hlaupa inn á völlinn með liði Manchester Fyrir hartnær þrjátíu árum upplifði bóndasonur í Húnavatnssýslu hreint ótrúlegt ævintýri. 18. febrúar 2015 20:03 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Selasetrið á Hvammstanga er orðið eitt helsta aðdráttarafl héraðsins og nú er verið að innrétta stóran veitingastað á efri hæðinni. Það fagnar tíu ára afmæli í ár og óhætt er að segja að það sé að virka vel fyrir samfélagið. Í fyrra komu 20 þúsund gestir og jafnvel núna um hávetur er rennerí af ferðamönnum. „Já, þetta hefur lukkast mjög vel,” segir Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri Selseturs Íslands, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Þetta hefur svona orðið til þess að þetta svæði hefur markað sér sérstöðu sem selaskoðunarsvæði, bæði á landi og af sjó. Það hefur skipað stórt hlutverk í því að laða ferðamanninn hingað þessa sex kílómetra sem eru af hringveginum,” segir Unnur.Selasetrið er á neðri hæðinni, veitingastaðurinn Sjávarborg verður á efri hæðinni.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Prjónastofan Kidka nýtur góðs af selnum við að selja ullarvörur. „Menn fara náttúrlega út á Vatnsnes að skoða selina. Svo koma þeir hérna við,” segir Kristinn Karlsson, eigandi og framkvæmdastjóri Kidka. „Sumir eru bara að koma til að fá sér ullarpeysu. Þannig að þetta hjálpar allt hvert öðru,” segir Kristinn. Og nú þarf að stækka og auka þjónustuna við ferðamenn. Á efri hæð Selasetursins, í húsnæði í eigu Kaupfélags Vestur-Húnvetninga, sem staðið hafði autt i áratugi, er verið að innrétta stóran veitingastað sem taka mun 120 manns í sæti. Ferðaþjónustan á Gauksmýri mun reka staðinn. „Það er allavegana mikill ferðamannastraumur hér á Hvammstanga og fyrir Vatnsnes og hér í Húnaþingið,” segir Jóhann Albertsson, ferðaþjónustubóndi á Gauksmýri.Jóhann Albertsson, ferðaþjónustubóndi á Gauksmýri, í húsnæði nýja veitingahússins á Hvammstanga.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Síðan eru bara sex kílómetrar frá þjóðveginum. Þannig að við vonumst til þess að einhverjir líka leggi lykkju á leið sína og komi hingað út eftir líka,” segir Jóhann. Fjallað var um samfélagið á Hvammstanga í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld.
Húnaþing vestra Um land allt Tengdar fréttir Kastalinn geymir gögnin um Manchester-leikinn Skoskur kastalaturn er orðin ein svipmesta bygging á Vatnsnesi í Húnaþingi. 19. febrúar 2015 20:26 Kanínukjöt er gott, þið þurfið sjálf að smakka Íslenskt kanínukjöt er væntanlegt á markað á næstu dögum. 21. febrúar 2015 19:31 Hnúfubakar í síld við hringveginn í Miðfirði Sjómenn á Hvammstanga hafa séð óhemju af hnúfubaki á Miðfirði að undanförnu, allt upp í ellefu stórhveli í einu. 20. febrúar 2015 20:30 Ólýsanlegt að hlaupa inn á völlinn með liði Manchester Fyrir hartnær þrjátíu árum upplifði bóndasonur í Húnavatnssýslu hreint ótrúlegt ævintýri. 18. febrúar 2015 20:03 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Kastalinn geymir gögnin um Manchester-leikinn Skoskur kastalaturn er orðin ein svipmesta bygging á Vatnsnesi í Húnaþingi. 19. febrúar 2015 20:26
Kanínukjöt er gott, þið þurfið sjálf að smakka Íslenskt kanínukjöt er væntanlegt á markað á næstu dögum. 21. febrúar 2015 19:31
Hnúfubakar í síld við hringveginn í Miðfirði Sjómenn á Hvammstanga hafa séð óhemju af hnúfubaki á Miðfirði að undanförnu, allt upp í ellefu stórhveli í einu. 20. febrúar 2015 20:30
Ólýsanlegt að hlaupa inn á völlinn með liði Manchester Fyrir hartnær þrjátíu árum upplifði bóndasonur í Húnavatnssýslu hreint ótrúlegt ævintýri. 18. febrúar 2015 20:03