Samstarfsvilji ekki til staðar hjá M-lista Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 24. febrúar 2015 19:04 Gunnar Einarsson Launakostnaður og samskiptaörðuleikar við M-lista í Garðabæ eru ástæður þess að framboðið fær ekki áheyrnarfulltrúa í nefndum bæjarins. Bæjarstjórinn bendir á að engar fastmótaðar reglur séu um áheyrnarfulltrúa í lögum og að erfitt sé að vinna með M-lista sem hafi ekki sýnt samstarfsvilja og hrópað spilling þegar enga spillingu var að finna. Kjartan Hreinn Njálsson. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, sagði á málþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga þrítugasta janúar að fengin reynsla hefði orðið til þess að leyfa M-lista og Samfylkingu ekki að fááheyrnarfulltrúa en framboðin eiga einn fulltrúa hvor af ellefu í Garðabæ. Ástæðan hefur að gera með traust, sem ekki sé til staðar gagnvart M-lista. „Eru minnihlutaflokkarnir — þessi flokkur eða hinn — bara í því að skapa tortryggni eða að reyna að finna spillingu eða dreifa einhverju. Menn verða kannski bara þreyttir á því, að standa í svoleiðis pólitík. Við viljum ekkert með þetta hafa. Það má alveg gagnrýna þetta,“ sagði Gunnar á málþinginu. Fulltrúi M-lista segir í Fréttablaðinu í dag að bæjarstjórinn boði þarna valdníðslu í Garðabæ en Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs, ítrekaði í hádegisfréttum Bylgjunnar að áhersla á stækka ekki nefndir með tilheyrandi launakostnaði og samskiptaöðruleikar við M-lista séu ástæðurnar fyrir því að framboðið fær ekki áheyrnarfulltrúa. Gunnar tekur undir þetta og telur M-listann ekki hafa fengið kjörgengi til að eiga fulltrúa nefndunum. Þá hafi samstarfið við M-lista verið erfitt, fulltrúar hrópað spilling þegar enga spillingu hafi veriðað finna. Auk þess bendir Gunnar á að engar reglur séu um áheyrnarfulltrúa í lögum. „Í fyrsta lagi þá hefur lýðræðið talað og M-listinn hefur ekki fengið það kjörgengi að eiga fulltrúa í þessum nefndum. Í öðru lagi þá viljum við ekki blása út báknið. Síðan hefur þessi samstarfsvilji ekki verið til staðar við M-listann.“ Kjörgengi stjórnar því hvort framboð fær fastafulltrúa eða áheyrnarfulltrúa. Samfylkingin í Garðabæ hefur nú engan fulltrúa í fimm nefndum og hefur farið fram á þessu verði breytt. Tengdar fréttir Minnihlutanum vantreyst og hann fær ekki áheyrnarfulltrúa í Garðabæ Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, óttast að fulltrúar minnihlutans reyni að finna spillingu og skapa tortryggni. Þess vegna fái þeir ekki áheyrnarfulltrúa í nefndum. Fulltrúi M-listans krefst skýringa frá bæjarstjóranum en fær þær ekki. 24. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjá meira
Launakostnaður og samskiptaörðuleikar við M-lista í Garðabæ eru ástæður þess að framboðið fær ekki áheyrnarfulltrúa í nefndum bæjarins. Bæjarstjórinn bendir á að engar fastmótaðar reglur séu um áheyrnarfulltrúa í lögum og að erfitt sé að vinna með M-lista sem hafi ekki sýnt samstarfsvilja og hrópað spilling þegar enga spillingu var að finna. Kjartan Hreinn Njálsson. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, sagði á málþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga þrítugasta janúar að fengin reynsla hefði orðið til þess að leyfa M-lista og Samfylkingu ekki að fááheyrnarfulltrúa en framboðin eiga einn fulltrúa hvor af ellefu í Garðabæ. Ástæðan hefur að gera með traust, sem ekki sé til staðar gagnvart M-lista. „Eru minnihlutaflokkarnir — þessi flokkur eða hinn — bara í því að skapa tortryggni eða að reyna að finna spillingu eða dreifa einhverju. Menn verða kannski bara þreyttir á því, að standa í svoleiðis pólitík. Við viljum ekkert með þetta hafa. Það má alveg gagnrýna þetta,“ sagði Gunnar á málþinginu. Fulltrúi M-lista segir í Fréttablaðinu í dag að bæjarstjórinn boði þarna valdníðslu í Garðabæ en Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs, ítrekaði í hádegisfréttum Bylgjunnar að áhersla á stækka ekki nefndir með tilheyrandi launakostnaði og samskiptaöðruleikar við M-lista séu ástæðurnar fyrir því að framboðið fær ekki áheyrnarfulltrúa. Gunnar tekur undir þetta og telur M-listann ekki hafa fengið kjörgengi til að eiga fulltrúa nefndunum. Þá hafi samstarfið við M-lista verið erfitt, fulltrúar hrópað spilling þegar enga spillingu hafi veriðað finna. Auk þess bendir Gunnar á að engar reglur séu um áheyrnarfulltrúa í lögum. „Í fyrsta lagi þá hefur lýðræðið talað og M-listinn hefur ekki fengið það kjörgengi að eiga fulltrúa í þessum nefndum. Í öðru lagi þá viljum við ekki blása út báknið. Síðan hefur þessi samstarfsvilji ekki verið til staðar við M-listann.“ Kjörgengi stjórnar því hvort framboð fær fastafulltrúa eða áheyrnarfulltrúa. Samfylkingin í Garðabæ hefur nú engan fulltrúa í fimm nefndum og hefur farið fram á þessu verði breytt.
Tengdar fréttir Minnihlutanum vantreyst og hann fær ekki áheyrnarfulltrúa í Garðabæ Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, óttast að fulltrúar minnihlutans reyni að finna spillingu og skapa tortryggni. Þess vegna fái þeir ekki áheyrnarfulltrúa í nefndum. Fulltrúi M-listans krefst skýringa frá bæjarstjóranum en fær þær ekki. 24. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjá meira
Minnihlutanum vantreyst og hann fær ekki áheyrnarfulltrúa í Garðabæ Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, óttast að fulltrúar minnihlutans reyni að finna spillingu og skapa tortryggni. Þess vegna fái þeir ekki áheyrnarfulltrúa í nefndum. Fulltrúi M-listans krefst skýringa frá bæjarstjóranum en fær þær ekki. 24. febrúar 2015 07:00