Yfirlýsing frá forsætisráðuneytinu: Ekki tíðkast að forsætisráðherra komi að fundum milli einstakra fyrirtækja Stefán Árni Pálsson skrifar 24. febrúar 2015 13:06 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. vísir/daníel Forsætisráðuneytið hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta í vikunni af fyrirspurn sem barst forsætisráðuneytinu frá Epli, umboðsaðila tölvurisans Apple hér á landi varðandi aðstoð við að semja við Apple um byggingu gagnavers á Íslandi, var aldrei svarað. Apple aflaði sér á sínum tíma upplýsinga um Ísland en tilkynnti í gærmorgun að það muni byggja 120 milljarða króna gagnaver í Danmörku. Í yfirlýsingunni segir að í mars 2014 hafi fyrirtækið Skakkiturn ehf. sent tölvupóst til forsætisráðuneytisins þar sem óskað var eftir aðstoð forsætisráðherra við að koma á fundi milli Skakkaturns ehf. og Apple Inc. í Bandaríkjunum. Skakkiturn ehf. er viðurkenndur söluaðili hér á landi á tölvubúnaði frá Apple og rekur verslanir undir heitinu Epli.Sjá einnig: Svöruðu ekki beiðni um að aðstoða við Apple-samning „Í tölvupóstinum óskaði starfsmaður Skakkaturns ehf. eftir aðstoð forsætisráðherra við að koma á fundi milli ráðamanna Apple og forsvarsmanna Skakkaturns ehf. Í tölvupóstinum kom fram að forsvarsmenn Skakkaturns ehf. hefðu verið í sambandi við fólk í höfuðstöðvum Apple, sem væri reiðubúið að koma á fundi ef forsætisráðherra hugnaðist að heimsækja höfuðstöðvar Apple í Kaliforníu.“ Forsætisráðherra sinnir árlega fjölda erinda frá innlendum og erlendum aðilum til að liðka fyrir fjárfestingum og atvinnuuppbyggingu hér á landi. Enn fremur kemur fram í yfirlýsingunni að ekki hafi tíðkast að forsætisráðherra ferðist sérstaklega milli landa til að koma á fundum milli einstakra fyrirtækja og því taldi ráðuneytið að ekki væri hægt að verða við ósk starfsmanns Skakkaturns ehf. „Ráðuneytið harmar að tölvupóstinum frá Skakkaturni ehf. hafi ekki verið svarað og kannar nú ástæður þess.“Pósturinn ekki sendur á Íslandsstofu Ráðuneytið vill að gefnu tilefni benda á, að Fjárfestingasvið Íslandsstofu sinnir hundruðum fyrirspurna frá erlendum fjárfestum á hverju ári, fær heimsóknir erlendis frá og kynnir Ísland fyrir erlendum aðilum. „Á síðasta ári átti Íslandsstofa 47 fundi erlendis vegna gagnavera og sex erlendar sendinefndir komu til Íslands til að kynna sér aðstæður. Eins og fram kom í fréttum í gær hefur Íslandsstofa m.a. verið í beinu sambandi við Apple. Rétt er að ítreka að umræddur tölvupóstur frá starfsmanni Skakkaturns ehf. var ekki sendur til Íslandsstofu,“ segir í tilkynningunni. Tækni Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Fleiri fréttir Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Sjá meira
Forsætisráðuneytið hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta í vikunni af fyrirspurn sem barst forsætisráðuneytinu frá Epli, umboðsaðila tölvurisans Apple hér á landi varðandi aðstoð við að semja við Apple um byggingu gagnavers á Íslandi, var aldrei svarað. Apple aflaði sér á sínum tíma upplýsinga um Ísland en tilkynnti í gærmorgun að það muni byggja 120 milljarða króna gagnaver í Danmörku. Í yfirlýsingunni segir að í mars 2014 hafi fyrirtækið Skakkiturn ehf. sent tölvupóst til forsætisráðuneytisins þar sem óskað var eftir aðstoð forsætisráðherra við að koma á fundi milli Skakkaturns ehf. og Apple Inc. í Bandaríkjunum. Skakkiturn ehf. er viðurkenndur söluaðili hér á landi á tölvubúnaði frá Apple og rekur verslanir undir heitinu Epli.Sjá einnig: Svöruðu ekki beiðni um að aðstoða við Apple-samning „Í tölvupóstinum óskaði starfsmaður Skakkaturns ehf. eftir aðstoð forsætisráðherra við að koma á fundi milli ráðamanna Apple og forsvarsmanna Skakkaturns ehf. Í tölvupóstinum kom fram að forsvarsmenn Skakkaturns ehf. hefðu verið í sambandi við fólk í höfuðstöðvum Apple, sem væri reiðubúið að koma á fundi ef forsætisráðherra hugnaðist að heimsækja höfuðstöðvar Apple í Kaliforníu.“ Forsætisráðherra sinnir árlega fjölda erinda frá innlendum og erlendum aðilum til að liðka fyrir fjárfestingum og atvinnuuppbyggingu hér á landi. Enn fremur kemur fram í yfirlýsingunni að ekki hafi tíðkast að forsætisráðherra ferðist sérstaklega milli landa til að koma á fundum milli einstakra fyrirtækja og því taldi ráðuneytið að ekki væri hægt að verða við ósk starfsmanns Skakkaturns ehf. „Ráðuneytið harmar að tölvupóstinum frá Skakkaturni ehf. hafi ekki verið svarað og kannar nú ástæður þess.“Pósturinn ekki sendur á Íslandsstofu Ráðuneytið vill að gefnu tilefni benda á, að Fjárfestingasvið Íslandsstofu sinnir hundruðum fyrirspurna frá erlendum fjárfestum á hverju ári, fær heimsóknir erlendis frá og kynnir Ísland fyrir erlendum aðilum. „Á síðasta ári átti Íslandsstofa 47 fundi erlendis vegna gagnavera og sex erlendar sendinefndir komu til Íslands til að kynna sér aðstæður. Eins og fram kom í fréttum í gær hefur Íslandsstofa m.a. verið í beinu sambandi við Apple. Rétt er að ítreka að umræddur tölvupóstur frá starfsmanni Skakkaturns ehf. var ekki sendur til Íslandsstofu,“ segir í tilkynningunni.
Tækni Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Fleiri fréttir Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Sjá meira