Innlent

Stuðningur við ríkisstjórnina eykst

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ríkisstjórnin mældist með 34,1% stuðning í janúar en mælist nú með 36,4%.
Ríkisstjórnin mældist með 34,1% stuðning í janúar en mælist nú með 36,4%. Vísir/GVA
Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 36,4% samkvæmt nýrri könnun MMR sem gerð var á tímabilinu 13.-19. febrúar. Í könnun sem framkvæmd var í janúar mældist stuðningurinn 34,1% og hefur hann því aukist lítillega á milli mánaða.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 25,5%, borið saman við 24,9% í seinustu könnun. Fylgi Bjartrar framtíðar dalar lítillega og er nú 15% en var 16,8%.

Samfylking mælist nú með 14,5% fylgi en var með 14,7% fylgi seinast. Þá bætir Framsóknarflokkurinn aðeins við fylgi sitt og mælist með 13,1% fylgi borið saman við 12,7% í seinustu könnun.

 

Fylgi Vinstri grænna mælist 12,9% en mældist 12% síðast. Píratar, sem mældust með 14% fylgi í síðustu könnun, mælast nú með 12,8% fylgi. Fylgi annarra flokka mældist undir 2%.

Heildarfjöldi svarenda í könnunni var 975 einstaklingar, 18 ára og eldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×